Heimilistíminn - 10.08.1978, Page 33

Heimilistíminn - 10.08.1978, Page 33
að lokum, — „nú er bezt að við hvilum okkur um stund.” Þeir settust i litla og velgróna laut, fengu sér góðan nestisbita og teygðu tært og svalandi vatn úr læk, sem var þar rétt hjá. En hugblær þeirra var breyttur, þótt veðrið væri jafnfagurt og fyrr. Þeir dvöldu þarna aðeins stutta stund og héldu siðan áleiðis til Bárðarbæjarselsins. Gamli-Jón gekk á undan, hljóður og hugsi. Drengirnir röltu rétt á eftir honum, eins og venjulega, og þeir töluðu ekki heldur neitt saman. Hin mörgu hreindýrahræ, sem þeir fundu, höfðu haft djúp áhrif á þá alla. Tóta fannst sem hin fagra viðátta öræfanna væri orðin eitthvað framandi og ömurleg, enda þótt sólin skini enn glatt á heiðum himni. Nú skildi hann vel, hve hræðilegt það hlaut að vera fyrir dýrin að dvelja hér uppi á öræfum allan vetur- inn, þegar þykkur snjór lá yfir öllu og stórhrið- ar geisuðu. Nú voru þeir næstum komnir að ánni. Þetta var sama áin, sem rann niður i Bárðarvatn. En hér uppi frá var hún miklu vatnsminni og ekki dýpri en svo, að vel var hægt að vaða yfir hana á ýmsum stöðum. Gamli-Jón fylgdi dýraslóð- um og kom þvi strax að stað, þar sem hún var grunn. Nokkrir stórjr steinar stóðu upp úr ánni hér og þar, og glöggt mátti sjá, að dýrin komu hér oft, þvi að lyngið á bökkunum var töluvert troðið, báðum megin árinnar. Tóti var alveg að þvi kominn að minnast á þetta við Litla-Jón, þegar gamli maðurinn nam staðar og lyfti upp annarrri hendinni. Dreng- irnir stönzuðu lika strax. Þeim var ljóst, að hann hafði séð eitthvað óvænt, hvað svo sem það nú var. Rétt á eftir gaf hann þeim merki um að leggjast niður. Sjálfur settist hann ró- lega i lyngið, og drengirnir skriðu hljóðlega til hans. ,,Hvað er það, sem þú sér, afi?” spurði Litli- Jón spenntur. ,,Sjáið þið ekki skógarbjörninn?” hvislaði gamli maðurinn kimileiturl „Skógarbjörn!” Litli-Jón saup hveljur, og tósti fékk ákafan hjartslátt. Hann horfði i allar áttir. ,,Hvar er hann?” hvislaði hann. ,,Hann er úti i ánni?” svaraði Gamli-Jón lágt. ,,Já, alveg rétt, .spölkorn úti i ánni var einn af stóru steinunum á ofurlitilli hreyfingu. Það var breiða bakið á bangsa karlinum.Hann sneri afturhlutanum að þeim og virtist önnum kafinn við að athuga eitthvað niðri i vatninu. ,,En hvað hann er stór,” hvislaði Litli-Jón. ,,Já, þetta er fullorðið dýr,” sagði afi hans og kinkaði kolli. Allt i einu sló björninn öðrum hramminum niður i vatnið og klófesti sprækan urriða, sem hann þeytti siðan i stórum boga upp i lyngið á bakkanum. Og fyrr en varði iðaði þar allt af liki. Drengirnir ætluðu tæpast að trúa sinum eigin augum. Fram undan viðirunna nokkrum kom stór bjarnarhúnn á fleygiferð — og strax á eftir honum tveir miklu minni. Þeir liktust einna helzt tveim brúnum hnoðrum, sem ultu á eftir stóra húninum. Eins og geta má nærri, varð sá stærsti fyrstur að klófesta fiskinn og fór strax að gæða sér á þessum gómsæta rétti. Er þeir litlu voru lika svangir og vildu fá sér bita. Þeir klóruðu ákaft i þann stóra og skræktu hátt. Og innan skamms voru þeir allir komnir i eina bendu og bröltu um á hæl og hnakka. Birnan lét nú ákveðið heyra til sin og hættu þá húnarnir strax að fljúgast á. Það benti til, að þeir bæru virðingu fyrir móður sinni. Þeir minnstu settust á skottið og báru sig aumlega, en sá stóri óð ut i ána. ,,Þetta virðist vera stórfjölskylda,” kumraði Gamli-Jin. „Ætlarðu ekki að skjóta?” hvislaði Lilti-Jón. „Ég skýt aldrei birnu með húnum,” svaraði gamli maðurinn stuttaralega. „Auk þess skýt- ur maður ekki á skógarbjörn, án þess að hafa kraftmikil kúluskot”. Nú hafði birnan klófest fleiri fiska og komið þeim til litlu húnanna. Og þeim stóra hafði reyndar tekizt að ná einum sjálfur. „Hvers vegna er svona mikill munur á hún- unum?” hvislaði Tóti. „Þeir minnstu eru fæddir i vetur, en sá stóri i fyrra vetur,” útskýrði Gamli-Jón. „Húnarnir ganga með móður sinni, þangað til þeir verða tveggja ára”. „Heldurðu, að birnan viti, að við erum hér?” spurði Litli-Jón. „Hún veit það áreiðanlega ekki,” svaraði afi hans. „Skógarbirnir sjá illa, og svo stendur vindurinn á okkurl Auk þess heyrir birnan ekk- ert til okkar fyrir niði árinnar. „En ef hún kemur nú i áttina til okkar? ” „Þá verðum við að skjóta upp i loftið og fæla hana burt,” sagði Gamli-Jón. Að lokum gafst birnan upp við að veiða meira. Hún lötraði i land, settist i lyngið og 33,

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.