Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 10.08.1978, Qupperneq 17

Heimilistíminn - 10.08.1978, Qupperneq 17
Kafað í körfuna \ POKALEGAR HÁ-TÍZKU BUXUR Pokalegar buxur eru það, sem allir óska sér þessa dagana. Hérna fáið þið sér- staka franska uppskrift að þvi, hvernig búa má til slik- ar buxur heima, svo ekki þurfi að fara út i búð og kaupa þær rándýrar. Sniðið er hægt að nota við siðar buxur, svokallaðar Ber- muda-stuttbuxur, sem ná næstum niður á hné og svo venjulegar stuttbuxur. Lik- lega notum við stuttu buxurnar litið úr þessu hér heima, en nú fer annar hver maður til sólarlanda, og hvi ekki að sauma sér stuttbux- ur fyrir ferðina og spara gjaldeyrinn með þvi. Efnið, sem til þarf er 1.1 metri i siðu buxurnar, 60 cm af teygjubandi og á það aö vera 1 cm á breidd. 1 stuttbuxurnar þarf hálfan metra,60 cm af teygju af sömu breidd og i Ber- muda-buxurnar þarf 60 cm af efninu, og 1.3 metra langa cm breiöa snilru. Gert er ráö fyrir að efnið sé 1.40 á breidd. bá er komið aö þvi að sniða buxurn- ar. Þið eigið aö byrja meö þvi að klippa tvö snið eftir teikningunni, sem hér fylgir meö. (sniðið er fyrir aðra skálmina). Bætið við 1 cm til þess aö hafa 1 saumfar. Allir saumar eru saumaöir með réttu efnisins inn. Takiö fyrst annað stykkið og saumið samanhlið CF ogEJ. Siðan DG við DH og er þá komin önnur skálmin. Takiö þá hina skálmina og farið eins að. Snil- ið skálmunum við og leggiö saman miðjuna og saumiö AC á hægri skálm við BE á vinstri skálm. báer saumað saman AC og BE. Brjótiö nú inn I buxurnar I mittið. Brjótiö inn af 3 cm og hafið 1.5 cm fald. Skiljið eftir 3 cm op þar sem draga má teygjuna I gegn. Siðan eru skálmarnar faldaöar að neö- an. Sniðiö er ætlað fyrir buxur, sem passa eiga allt að 91 cm mjaömavidd. Ef þiöþurfiö aðstækka sniðiðer ætlast til að 2.5 cm sé bætt við fyrir hverja 5 cm sem mjaðmarmáliö eykst. Bætt er við AB, CE, FG og HJ. Teygja er höfð i mittinu á stutt- buxunum eins og á þeim siðu, en I staöinn fyrir teygju en snúra dregin i mittið á Bermuda-buxunum.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.