Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 13
Pöpp-kormð Cohen — Spector og platan Death of A Ladies’ Mans Leonard Cohen er 43 ára gamall, og fáir söngvarar i rokk-heiminum hafa trega- blandnari rödd en hann. Hann syngur um ást og konur með djúpri, dimmri röddu, sem er full af örvæntingu. Leonard Cohen er líka skáld. Hann hefur skrifað fjöldann allan af ljóöum og meira aö segja tvær skáldsögur. Þegar hann syngur er eins og hljóm- leikasalirnir rafmagnist af hinum sterku tilfinningum hans, og allir finna sárt til. Hann hefur lika sent frá sér hljómplötur, sem vekja ekki siður upp sorglegar hugsanir hjá þeim, sem á þær hlusta en ljóðin og bækurnar. Með þvi að syngja ljóð sin gefst Cohen kostur á að koma þeim á fram- færi við enn fleiri en ella enda eru það ekki allir, sem lesa ljóö, og svo sannarlega allt annar hópur en sá, sem hlustar daginn langan á popp- tónlist af plötum. Leonard Cohen er fyrst og fremst ljóðskáld, en þar aö auki rokk- og visnasöngvari. Phil Spector heitir maður, sem m.a. er þekktur fyrir You’ve Lost That Lovin’ Feelin’, Be My Baby og Da Doo Ron Ron. Hann hefur unniö með Cohen við upptöku á lögum hans og ljóðum og fellur þeim samvinnan vel. Þeir hittust fyrst eftir hljómleika sem Cohen hélt i Los Angeles. Cohen segist þó fyrst hafa heyrt Spectors getiö á ár- unum eftir 1950, þegar hann sjálfur vann i verksmiðju i Montreal. Þá heyrði hann To Know Him Is To Love Him, en það var fyrsta lag Spectors sem vakti verulega athygli. Phil er vist enginn stór lagasmiöur, en hann notar einföld lög og hefur náö góðum árangri. Nú hefur Phil Spector samið lögin, sem Leonard Choen syngur á plötunni The Death of A Ladies’ Man. Textana samdi Cohen sjálfur. Text- arnir fjalla um ástina, og raunveru- leikann. Cohen yrkir lika um einmana- leikann og sitt hvað fleira. Spector og Cohen fellur vel að vinna saman, og sameiginlega hefur þeim tekist að gera hluti, sem þeir hefðu ekki getað hvor I sinu lagi. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.