Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 18
Uppskriftir frá
28. Pillsbury-
bökunarkeppninni:
Tómata-ost-pæiö.
Grahams -hnetukaka og tómata-
ost-pæ hlutu 25 þúsund og 5000
dollara verðlaun hvort
Fyrir aiimörgum árum var keppt
hér um þaö, hver gæti bakað bestu
kökuna, og hlaut sigurvegarinn aö
launum ferö tii Bandarikjanna á köku-
baksturskeppni, sem þar fer árlega
fram á vegum Phillsbury-hveitifyrir-
tækisins. Keppni þessi er köllur Phills-
bury Bake Off, og fær 28. keppnin fram
I New Orleans f mars f vetur.
Uppskriftin, sem valin var i fyrsta
sæti var Kjúklinga og brokkoli pæi og
kaka númer eitt var Grahamshnetu-
kaka. Verðlaunahafarnir hlutu hvorki
meira né minna en 25 þúsund dollara
að launum fyrir þessar uppskriftir.
Þaö var einkaritari frá Indianapolis,
Linda L. Wood, sem átti pæ-uppskrift-
ina, en Esther Tomich frá San Pedro i
Kaliforniu átti uppskriftina að kökunni
og hlaut hún einnig 25 þúsund dollara i
verðlaun. Hér ætlum viö að þessu sinni
að birta uppskriftina að kökunni.
En það hlutu margir aörir verðlaun,
og m.a. Paul nokkur Hill frá Long
Beach I Kaliforniu. Hann fékk i sinn
hlut fimm þúsund dollara fyrir það
sem kallaö var Tómataost-pæ, og
látum við þá uppskrift fljóta með hér á
eftir.
Grahams-hnetukakan.
Kaka:
2 bollar af hveiti, 1 bolli af muldum
Graham-kexkökum, 1 bolli dökkur
púðursykur, 1/2 bolli sykur, 1 tesk.
salt, 1 tesk. lyftiduft, 1 tesk. sódi, 1/2
lask. kanill, 1 bolli smjörliki eða
smjör, lint, 1 bolli appelsinusafi, 1
matskeið rifinn appelsinubörkur, 3
egg, l bolli saxaðar hnetur.
Krem:
2 matskeiðar púöursykur, 5 tesk.
mjólk, 1 msk. smjörllki eða smjör, 3/4
bolli flórsykur 1/4 bolli saxaöar hnet-
ur.
Hitiö ofninn vel og hafið tilbúið
hringform, sem hefur verið vandlega
smurt aö innan. Blandið nú saman öll-
um efnunum, sem fara eiga I kökuna,
nema hnetunum. Hrærið I hrærivél á
miðlungshraða i þrjár minútur. Hrær-
iö siðan hneturnar saman við og hellið
deiginu I formið.
Kakan ætti að vera bökuö eftir 45 til
50 ménútur, en þiö getiö stungiö prjóni
I hana til þess að finna hvenær hún ei
fullbökuö. Látið hana kólna i forminu
15 mínútur, og hvolfið henni þvinæst á
disk og látið hana kólna vandlega áður
en kreminu er hellt yfir hana.
Kremið er búið til meö þvi að setja i
pott tvær matskeiðar af púðursykri,
mjólk og smjör og láta þetta renna vel
saman. Þá er potturinn tekinn af og
flórsykrinum blandaö út i. Þetta er
hrært þar til það er jafnt og mjúkt á aö
sjá. Hellið þessu yfir kökuna og stráiö
að siðustu hnetunum yfir allt saman.
Kaka þessi er sögð nægja 12 til 16
manns. Af þvi má ráða að formið, sem
hún er bökuð i er stórt, og segir I upp-
skriftinni, að þaö eigi að taka 12 bolia.
Ef þið eigiö ekki nógu stórt form er að
sjálfsögðu hægt aö skipta deiginu i tvö
form.
Tómata-ost-pæ
1/3 bolli smjörllki eða smjör, lint, 3/4
bolli kartöflumúsarduft úr pakka, 3/4
bolli hveiti, 1/4 bolli rifinn ostur, 1/4
tesk. salt, 1/4 bolli vatn.