Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 12
HVAÐ VEIÍT 1. Af hverjum er þessi mynd? 2. Hvaö hét fyrsta gervitungl Sovétmanna? 3. A hvaöa skipi fór Amundsen til Suöurpólsins? 4. Hvaö heitir tilvonandi eigin- maöur Christinar Onassis? 5. Hvaö hafa margir feröamenn komið til Islands fyrri helming þessa árs.? 6. Lengsti fjöröur I heimi er 314 km. Hvaö heitir hann og hvar er hann? 7. Hvaö heitir höfuðborg Kanada? 8. Hver fékk nóbelsveröiaunin I eölisfræöi áriö 1901? 9. Hvaö tákna bókstafirnir IBM? 10. IhvaöaborgerGrátmúrinn? Lausnin er á bls. 39 hellinn, bæöi með flóði og fjöru, þá kemur ekki þessi vatnsbuna i ljós, fyrr en með hálfföllnum sjó út. I þessum helli er albjart, þvl að hann er mjög vföur og að framan veröu geysihár, en lækkar að innan, en sól skln innan um hann allan. Þegarmenn fara farmferöir milli Eyja og meginlands, og eru mæddir og þyrstir, 12 vlkja þeir sér að lágu vatni inn I hellinn, þá þeir koma fyrir Klettanef, og halda austurtrogum slnum undir bununa og svala svo þorsta slnum. Þegar hálffallinn sjór er I land, bannar sá salti sjór þetta vatns-smekkur, keldur aö öllu llkt þvl brúka fyrir neyzluvatn. Úti undir stórhöfða eru og svo litlar vatnsupp- sprettur þessu áþekkar. Menn meina hér, eftir þeirra einfaldri búra practica, að soddan vatn i fjöllum komi alls staðar að úr móbergi, þar það er allt fullt af vessa og vætu, sem likaminn af blóðinu, en safnist og sigi út um hann, og kann ekki fremur skil þar á. Fjöru- vatns er hér litill eður engin tegund.” Þannig lýsir séra Gissur Pétursson sóknarprestur i Ofanleiti I Vestmanna- eyjum vatnsbólum Vestmannaeyinga. Síra Gissur var mjög merkur prestur og vel metinn. Hann var uppalinn I Vest- mannaeyjum, prestssonur þar, og tók viö Ofanleitisprestakalli af föður slnum. Lýsing hans er gerð fyrir áhrif frá Árna Magnússyni prófessor i Kaupmannahöfn, og rituö I byrjun 18. aldar. Af þessum sökum er lýsingin langtum haldbetri og meira virði en ella. Hún hefur geysimikla þýðingu fyrir sögu Vestmannaeyja. 3. Eins og sjá má af framángreindri lýsingu, séra Gissurar Péturssonar, var mjög erfitt að afla vatns I Vestmanna- eyjum. Það varð þvi mikið vandamál fyrir Mormóna aö komast að nægu vatni til þess aö fremja niðurdýfingarskirn þar, I hreinu og fersku vatni. Og þetta varð langtum fremur vandamál, þegar dró til þess, að yfirvöld eyjanna, jafnt geistleg sem veraldleg, urðu algerlega andstæö Mormónum, og komu I veg fyrir það meö aðgeröum, aðþeirgætu sklrt áhangendur sina viðeigandi endurskirn I niðurdýfingu I fersku og hreinu vatni með tilheyrandi handayfirleggingum og siðakröfum. En eftir sannri og réttri trú „rétttrúaöra”, var það algjört sáluhjálparatriði að endurskira til Mormónatrúar með niður- dýfingarskirn. Hún var fullkomin helgun að sannri ogréttritrúog algjört sáluhjálp- aratriði. En gamla fólkið i Flóanum I æsku minni sagði, aö Mormónar I Vestmannaeyjum heföu leyst vanda sinn við niðurdýfingar- sklrnina meö þvl, að skira I sjó I sjávar- lónum. Þessi sögn er merkileg, þar sem hún hefur varðveitzt I fjarlægu héraði. En þegar eftirlátnar heimildir eru athug- aðar, kemur þaö einmitt I ljós, að Mormónar I Vestmannaeyjum reyndu að endurskira I sjávarlónum. Nú verður að þessu vikið. Svo greinir heimild, að Þórarinn Hafliðason, fyrsti Mormónapresturinn I Vestmannaeyjum hafigert tilraun til þess * að endursklra I sjó. En liklegt er, að þessi heimild sé þess eðlis að niöra Þórarni. En hitt er satt, aö Mormónar notuöu lón eða polla, þar sem mikið til ósalt vatn var, til þess að sklra niðurdýfingarskirn I. Enn þann dag I dag eru til örnefni I Vest- mannaeyjum, er sanna þetta. Saga þeirra er þvi lifandi I örnefnum, sérkennilegum af helgiathöfnum þeirra, og eru i æpandi mótsögn við það, sem tlðkaöist I landinu og upprunalegar venjur I raunsæi og framkvæmd helgrar skirnar. Þannig hefur varðveizla sögunnar oröiö I munnlegri geymd. 1 Sklrnarlóni eða Mormónapolli var furðu hreint vatn. Þar voru helganir niöurdýfingarskírnar framkvæmdar eins og forðum I árdögun kristninnar viö Vellankötlu I Þingvalla- vatni og i Laugarvatni hjá Laugarvatni i Laugardal. En gamla fólkið bætti þvi llka við, þegar það sagði frá örnefninu Skirnarlóni, að Mormónum hefði verið stuggað þaðan. Þessi sögn er llka I fullu samræmi við veruleikann, og eru ritaöar heimildir til þvl til staðfestingar. Það er rétt og skylt að taka það fram, að alþýðufólkið heima I æskusveit minni, leit á niðurdýfingarskirnina sem hreinan viðbjóö. Það lýsti þvl yfir skýrt og skorin- ort, að hún væri brot á boðorðum og vilja guðs. Sama álit hafði þaö á fleiru I trúar- siöum Mormóna. En ekki veit ég, hvernig hugmyndir þess voru um Skirnarlóniö I raun og veru. En samt sem áður, eru þær tengdar atburðum I sögu landsins, og þeim ekki þýðingarlausum. Dr. Þorkell Jóhannesson ritaöi bók um örnefni i Vestmannaeyjum. Þar greinir hann svo frá: Mormónalón 1. Viö Ræningjatanga. Þarna voru skiröir nokkrir menn, sem tóku Mormónatrú um miöja 19. öld. Llka er nefnt Sklrnarlón.” 1 bókina Saga Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen 1. bindi bls 120 segir svo: „Mormónapollur heitir I Vestmanna- eyjum sjávarlón vestur af Torfmýri. Annar Mormónapollur erog við Brimurö syðst á eyjunum. 1 sjávarlónum þessum sklrðu Mormónar þá, er trúna tóku.” Þessar heimildir sýna vel, að þessi örnefni eru fyrir hendi og hafa varöveizt. Þannig hafa sagnir af þessum umtöluöu atburðum varðveizt I minni fólks I fjar- lægu héraði. En er það tilviljun ein, að Mormóna- trúin, er byggöi svo mjög á niöur- dýfingarsklrn I fersku og hreinu vatni, skyldi fyrst ná fótfestu á þeim staö á Islandi, sem erfiöast var að framkvæma hana. Vatnsból Vestmannaeyinga og öflun þeirra á hæfu drykkjarvatni var mjög erfið í þennan mund. Það varð aö vernda og passa hvern vatnsdropa og fullnýta hann til daglegra þarfa. Á stundum var vatnsskortur, og varö þá aö grlpa til ýmissa ráöa. Vatnið var dýrmæti, sem menn uröu aö varðveita eins og bezt var á kosiö á hverjum stað og tima. Framhald »

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.