Heimilistíminn - 20.09.1979, Page 3

Heimilistíminn - 20.09.1979, Page 3
ALvitur. , svatarbrélum Viö ætlum aö byrja á þvl aö þakka þér fyrir ágætt blaö, og viö vonum, aö þetta bréf okkar lendi ekki i ruslakörf- unni. Geturöu sagt okkur, hvaö stelpur, sem eru 146 cm og 154 cm á hæö eiga aö vera þungar? Tvær vitlausar Sú minni ætti liklega aö vera eitthvaö innan viö 40 kg, ef hún á aö lita sæmilega út, oghinþar af leiöandi aö vera eitthvaö innan viö 50 kg. 38 og 45 kg gæti ég Imyndaö mér aö væri þol- anlegt, án þess þó aö geta nokkuö full- yrt um þaö, þar sem ég hef ekki séö ykkur sjálfar. Kæri Alvitur, Ég hef einhvers staöar heyrt um þaö, aö þýzkar húsmæöur hafi samein- azt og stofnað meö sér samtök, eins konar stéttarfélag. Er þetta rétt hjá mér? Hvaö geturöu sagt mér um mál- iö meira? Hefuröu heyrt um álika félagsksap hér á íslandi? Krakkarnir minir eru heldur öhress- ir þessa stundina, vegna þess, aö ekki keraur nema ein síöa af Kóngulóar- manninum. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Húsmóöir. Þú munt hafa á réttu að standa meö húsmæðurnar I býzkalandi. Húsmóöir ein I Kiel hefur beitt sér fyrir stofnun stéttarfélags húsmæðra I landinu. Þær munu vera 14 milljo'nir talsins, svo fámennt verður ekki þetta félag, ef það tekur til starfa, og endist eitthvaö. Húsmæöur á Islandi hafa ekki stofnaö meö sér stéttarfélag, en Húsmæöra- félag Reykjavikur er til, en þaö hefur liklega ekki sömu markmið, og ætlum in er aö félagið I Þýzkalandi hafi. Þar á að berjast fyrir bættum kjörum húsmæöra. Kannski Islenzkar húsmæður ættu að sameinast. Ef þú hefur áhuga gætir þú oröið sú, sem hefur baráttuna hérlendis. Hvers vegna ekki? Svo er það þetta með Kóngurlóar- manninn. Heimilis-TIminn hefur um sinn verið minnkaður úr 40 siöum I 32. Af þvi leiðir aö sjálfsögðu, aö minnka verður efniö I blaöinu. Það er alltaf matsatriði, hverju á að sleppa og hvað á aö hafa áfram. Aldrei hefur veriö gerð skoðanakönnun, sem gæti sagt okkur, hvaöa efni er vinsælast. Gaman væri að heyra frá lesendum Heimilis- Timans, þar sem þeir m.a. kæmu meö uppástungur og segðu til um það, hvað þeim fyndist mætti missa sig helzt. Kæri Alvitur, Ég er búin aö vera gift i hart nær tuttugu ár og á þrjú börn, þar af eitt innan við fcrmingu. Maðurinn minn drekkur mikiö, og ég er oröin dauö- þreytt á þessu öllu saman. Hann fer Ut kvöld eftir k völd og drekkur, og svo er hann oft I burtu mestan hluta helg- anna. Hann vill ekki að viö skiljum, en mér finnst ekki hægt aö standa I þessu lengur. Finnst þérégekki bara ætti aö skilja og fara að lifa mlnu eigin lífi, hvað sem ööru liður? Kona drykkjumannsins. Mér þykir ekkert skrýtiö að þú skul- irvera orðin þreyttá þessari sambúö, sér I lagi ekki, ef maðurinn hefur drukkið í áraraöir. Kannski gætir þú reynt að fá hjálp einhverra, sem taka að sér að hjálpa drykkjumönnum, og sjá svohvort hjónabandiö gæti batnaö, ef maöurinn hætti aö drekka. Sumir vilja ekki skilja barnanna vegna, en hver og einn verður aö meta stööuna hjá sjálfum sér. Kannski það séalveg einsslæmt fyrir börnin aö búa viö sifelldleiöindiog striö auk drykkju- skaparins. Kannski gæti veriö betra fyrir þau að vera ein meö móöur sinni einhvers staöar fjarri fööurnum. Þau gætu aö sjálfsögöu haldiö áfram aö hafa samband við hann, eftir þvl sem hægt er. Það breytir engu, þótt maöurinn vilji ekki skilja, þú getur fengið skiln- að fyrir þaö, en áöur en þú gerir nokk- uðalvarlegt i málinu, held ég þú ættir að reyna aö tala við prest eöa félags- ráðgjafa og sjá, hvaöþeir geta ráðlagt þér. Meðal efnis í þessu blaði: Anna Frankværi fimmtug.............bls. 4 Pabbi Olympiubangsans..............bls. 8 Fátt hættulegra en hjólreiðar..... bls. 10 Rósir úr blóöi eða sjávarlöðri ....bls. 11 Ensku postulínshundarnir...........bls. 12 Stefnir Haig i Hvita húsiö..........bls. 14 Bláber i kistuna og i baksturinn....bls. 14 Fornbílar seldir á óheyrilegu veröi .... bls. 16 LowellGeorge .......................bls. 21 Kertastjaki ........................bls. 29 Vi 3

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.