Heimilistíminn - 20.09.1979, Side 15

Heimilistíminn - 20.09.1979, Side 15
Sigtið saman hveiti, lyftidufti og salti. Þeytið eggjahvlturnar og setjið til hliðar. Hrærið þar til létt smjörlikið og sykurinn og eggjarauðurnar. Bætið þurrefnunum út í og mjólkinni til skiptis vib þau. Að lokum er eggjahvlt- unum blandað saman við og sitrónu- safanum. Síðast eru bláberin sett út I deigið. Stráið sykri yfir. Bakib kökuna i 30 mlnútur I hringformi í heitum ofni. Bláberja-eplapæ 1 1/2 bolli bláber, 4 stór epli, 1/2 bolli strásykur, 1/4 tesk. salt, 2 matsk. hveiti, 2 msk. smjör, 2 tesk. sitrónu- safi, 2 msk flórsykur. Auk þess er venjuleg pæuppskrift, en þær hafa verið af og til I Heimil- is-Timanum að undanförnu og verða þvi ekki endurteknar hér. Hitið ofninn upp I 250 st. Þvoið blá- berin ogþurrkið þau á bréfþurrku. Bú- ið til pædeigið og setjið það innani eldfasta mótið. Hreinsið nú eplin og takið utan af þeim og kjarnahúsið inn- an úr þeim. Skerið þau niður i átta parta hvert. Leggið þau yfir pædeigið I botninum á mótinu. Stráið bláberjun- um yfir eplabitana. Næst er sítrónu- safanum hellt yfir ávextina. Þá er blandað saman sykri, salti, hveiti og þessu stráð yfir ávextina. Setjið svo smásmjörklumpa hér og þar. Setjið nú lokið yf ir pæið. Bakið i 15 minútur. Þá á að lækka hitann i ofninum niður I 200 stig og baka pæið I 30 minútur til við- bótar, eða þangaö til pæskelin er ljós- brún. Þá er gott að strá flórsykrinum yfir hana, eða rétt áður en pæið er bor- ið fram. Gott getur verið að hafa þeyttan rjóma eða þá einhverja istegund með bláberjapæi þessu. 15

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.