Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 20.09.1979, Qupperneq 16

Heimilistíminn - 20.09.1979, Qupperneq 16
FORNBÍLAR seldjr a ÚHEYRILEGU VERÐI Einhver sjaldgæfasti og verðmætasti bill i stærsta fornbilasafni á Norðurlöndum, Aalhom Automobil- museum i Nysted i Danmörku, er sex sýlindra Packard, árgerð 1913. Bil þennan fundu tveir ungir piltar í skúr rétt utan við Þrándheim i Noregi. Núverandi eigandi bilsins er baróninn Raben-Levent zau. Hann segir, að piltarnir hafi fundið bilinn fjarri al- fara leið, og til sönnunar um fund sinn tóku þeir með sér svolitið af hnotuviðarpanelnum, sem i bilnum var. Baróninn frétti af bilfundinum, en það gerðu lika margir aðrir, og mikið kapphlaup hófst um að eignast hann, en Raben-Leventzau fór með sigur af hólmi. — Sagan segir, aö eitt sinn hafi rlkur kaupmaöur i Þránd- heimi keypt bllinn til þess aö Vilhjálmur II keisari gæti ekið um á sómasamlegan hátt, er hann heimsótti bælnn, segir baróninn. —Vilhjálmur II kom á hverju ári I heimsókn I norsku firöina I keisara- snekkju sinni Hohenzollern. Kaupmaöur- inn taldi, aö keisarinn þyrfti ekki siöur merkilegan og glæstan fararskjóta á landi en á legi, er hann æki um Þrændalög. Þvi miöur hefur ekki verið hægt að fá staðfestingu á þessari sögu. Billinn hefur nú verið lagfæröur, og búiö er aö mála á hann merki keisarans. Keisarabill þessi frá Þrándheimi mun vera sá eini sinnar tegundar, sem enn er til I heiminum, Packard árgerö 1913. Þaö var ekki fyrr en upp úr 1920, sem fariö var aö framleiöa Packard-bilana i storum stil. 1913-árgerö- in er sú fyrsta, sem er búin rafmagnsljós- um. Bilar, sem framleiddir höföu veriö fyrir þann tima voru búnir gasljósum. Rafmagniö Ibilnum, lagnir og annaö líkj- ast einna mest raflögnum i gömlu húsi, og þar er meira aö segja aö finna kassa meö öryggjum eða varatöppum, eins og þaö heitir vist á góöri Islenzku. 1 bílnum er þess vegna „startari” eins og I bilum I dag, en þegar kalt var I veöri varö þó aö snúa hann I gang. 16 A Aalholm Automobil-safninu eru einnig aörir fornbilar sem fundizt hafa I Noregi. Annars eru þar bllar vlöa aö úr heiminum. Elzta Ford-árgeröin, sem þarna er fannst I hlööu I Wisconsin I Bandarlkjunum. Safniö hefur á liðnum árum komið sér upp eins konar leyniþjón- ustu, sem aflar upplýsinga um, hvar gamla blla er aö finna, og lætur þegar I stað vita, ef einhvers staöar er á boöstól- um einn þessara dýrgripa. Þaö er oröiö dýrt tómstundagaman aö safna fornbllum. Safniö á Aalholm, sem opnaö var áriö 1964, hafði tryggt sér all- marga fornbíla, áöur en veröiö rauk upp úr öllu valdi, og áöur en menn fóru fyrir alvöru aö safna þessum gömlu bllum. Ný- lega var fornblll seldur á uppboöi hjá Sotheby I London fyrir 400 þúsund Banda- rlkja-dali. — Upphæöir sem þessi eiga ekki heima I raunveruleikanum segir Raben-Levent- zau barón. —Það er ekki til sá blll, sem er svona mikils viröi, og tæpast viröi eins tíunda af þessari upphæö. Menn hafa þó talið, aö gott sé að fjárfesta I fornbllum, I þeirri von, aö einn góðan veöurdag birtist auðmaður, sem þarf aö leggja peningana slna I eitthvað, og vilji kaupa. A bllasafninu I Aalholm-höll eru margir verömætir bflar, sem á frjálsum markáöi myndi áreiöanlega fást fyrir stjarnháar peningaupphæöir. Raben-Leventzau barón selur hins vegar ekki bllana slna —en hann heldur stööugt áfram aö kaupa bfla. Hann veit ekki nákvæmlega hversu marga bila hann er meö á safninu. Hann á lika safn hestvagna, og smá jarnbrautar- safn. Uppi undir lofti hangir svo ein af flugvélum Wright-bræöranna frá 1905—10. Rolls Royce bak við vegg Saga safnsins hófst meö þvl, aö einn góðan veðurdag átti aö rlfa niöur múr- vegg I vagnahúsinu. Bak viö vegginn stóö gamall, viröulegur Rolls Royce, sem allir voru fyrir löngu búnir aö gleyma, aö geymdur var þarna. Einhvern tlma upp úr 1920 vildi einn af aðalsmönnum Aalholm selja Rolls Royce-inn sinn, sem var þá kominn úr tlzku. A þeim tlma höföu menn ekki tekiö upp á þvi aö safna gömlum bflum, og herramaðurinn fékk ekki nema 15 þúsund króna tilboö I bflinn. Það fannst honum til háborinnar skammar, fyrir jafn ágætan bil ogþennan„og I staöþess aöselja hann, kom hann honum fyrir innst í vagnahús- inu, þar semeinnig var geymt alls konar annaödrasl. Svo kom aö þvl, aö fariö var að breyta húsinu, og settur var upp skil- veggur, sem hldi allt þetta gamla drasl, sem þarna var, og þar meö gleymdist allt, sem þarna var geymt. Þegar svo bfllinn og dótiö fannst vakti þaö áhuga barónsins á Aalholm á gömlum bílum. Siöan var bflasafniö sett á fót. I byrjun var þetta einvöröungu fristunda- gaman barónsins, en eftir þvl sem hann rakst á fleiri merkilega og sjaldgæfa bíla víöa um lönd, fór hann aö hugsa um aö stofna bflasafn. Nú er safniö sjálfs- eigagnarstofnun. Hagnaöurinn af rekstr- inumer notaöurtilþessaöviöhaldasafninu og safngripunum og til margra annarra gagnlegra hluta. Baróninn segist ekki hafa gert safniö aö sjálfseignarstofnum I þeim tilgangi aö losna viö að borga af þvi skatta, heldur til þess aö þaö líöi ekki und- ir lok, þótt hann hrökkvi upp af einn góöan veöurdag.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.