Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 4
A s júkrahúsinu i Moskvu hefur mönnum tekizt aö venja börn viö aö vera allt aö þremur minútum undir yfirboröi vatns- ins. Takiö eftir loftbólunum, sem koma frá iitla munninum. ** ——--«c Konur í Sovétríkj- t unum fæða börn í vatni Barn fæðist. Það kemur út i hinn kalda og ónotalega heim á ótrúlega þægilegan hátt. t niu mánuði hefur það legið i móðurkviði umvafið hlýju — legið i heitu legvatninu. Nú hefur barnið sem sagt yfirgef- ið móðurkviðinn og fæðingin hefur verið eðlileg, sársauka- laus. Hægt og rólega hefur barnið runnið frá móður sinni, og fyrstu minúturnar eftir fæðinguna er það i nokkurn veginn sama umhverfi og það þekkir frá undanförnum mánúðum: i vatni. Hafi fæöingin veriö eölileg hvaö viö kemur barninu, þá er hægt aö segja þaö sama um móöurina. Fæöingin hefur fariö fram án nokkurrar spennu eöa sársauka. Engin vandamál hafa oröiö, og ekki hafa veriö notuö lyf eöa hjálpartæki. Fæöingin, sem hér um getur átti sér staö á siöasta ári á fæöingardeild I Moskvu. Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem fæöing fer fram i vatni. Geröar hafa veriö 4 tilraunir meöþessa aöferð undanfarin ár, og allmörg börn hafa fæöst á þennan hátt i Sovétrikjunum. 1 byrjun var ekkert um þetta rætt opin- berlega. Af ýmsum ástæðum fengu frétt- irnar af þessarinýjung ekki aö komast út ámeöal manna.Nú hefur hins vegar fariö aö ræöa málin á opinskárri hátt. Menn voru i upphafi nokkuö andvigir þessari nýju fæöingaraöferö, en andstaöan hefur siöarmikiö minnkaö. Heilbrigöisyfirvöld hafa boriö lof á þá lækna sem eru upp- hafsmenn aö þessari aöferö sem auöveld- ar bæöi móöur og barni fæöinguna, en þessi nýja aöferö hefur sýnt þaö og sann- aöaö hún hefurmjög jákvæö áhrif á bæöi likamlegan og andiegan þroska barnsins. Maöurinn, sem stendur bak viö þessar tilraunir eru læknirinn Igor Borisovitj Tjarkovskij.Meö honum vinna fjölmargir sérfræöingar á ýmsum sviöum, bæöi sál- fræöingar, lifeölifræöingar og barnalækn- ar. Allir hafa þessir menn nú hlotiö mikla viöurkenningu fyrir starf sitt. Tilraunir Tjarkovskijs hófust i byrjun sjöunda áratugsins. Þá var hann um þaö bil aö ljúka læknisnámi, og haföi sérstak- lega kannaö hæfileika spendýra til þess aö lifa i vatni. Þetta var mjög þýöingarmikil athugun og tengdist á vissan hátt rann- siMcnum annars vísindamanns, Ivan Pav-, lovs, um viöbrögö dýra. Tjarkovskij sýndi fram á aö hægt var aö fá kjúklinga til þess aö láta sér liöa mjög vel i vatni, sem annars er þeim framandi umhverfi. Hann setti kjúidingana i bala meö hæfilega miklu vatni til þess aö þeir gætu staöiö i þvi og tint upp fæöu af botn- inum meö nefinu. Smátt og smátt bætti hann svo vatni i balann og kjúklingarnir vöndust þvi aö erfiöa svolitiö viö aö ná matnum af botninum. Að lokum stungu þeir sér óttalausir til botns til þess aö ná i fóöriö sitt. Þegar kjúklingarnir voru orönir af full- vöxnum hænum fóru þeir aö balanum meö kjúklingana sina. Þær voru bUnar aö læra, aö þar var aö finna fæöuna. Hæn- urnar stungu sér og kjúklingarnir geröu slikt hiö sama. Mamma gerir nefnilega alltaf þaö rétta, þaö vita dýrin. Tjarkovskij geröi sams konar tilraunir á köttum. Læöa, sem haföi lært aö leita sér matar á botni balans, sem fullur var af vatni.kenndi kettlingum sínum aö gera slikt hiö sama. Þessar tilraunirhöföu mikla þýöingu og voru upphafiö af þvi, sem Tjarkovskij vinnur aö I dag og hefurgert hann frægan innan Sovétrikjanna: vatnsþjálfun fyrir þroskahefta.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.