Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 20
að enginn yrði þar, en þegar þangað kom rakst ég á Rowenu og skuggalegan, dökkleitan mann. Rowena stóð og snéri bakinu i mig, og þau töluðu saman lágum rómi, og ég heyrði ekki, hvað þau sögðu. Þegar maðurinn kom auga á mig, þagnaði hann samstundis, og Rowena snéri sér snöggt við, náföl i framan. Skömmustuleg sagði ég: — Afsakið, ef ég hef truflað. Ég vissi ekki að... Móti vilja sinum kynnti Rowena manninn fyrir mér sem hr. Watkins. — Ég var i þann veginn að fara, sagði hann og hnaut næstum um stól, svo mikið lá honum á. Mér fannst ég þyrfti að biðja Rowenu afsök- unar. — Mér þykir fyrir þvi, að vinur yðar gat ekki stoppað lengur. Ég vona, að ég hafi ekki.... Rowena leit út, eins og hún væri i þann veg- inn að bresta i grát. Með hálfkæfðri röddu sagði hún: — Sam Watkins er ekki vinur minn. Hann var að koma með kjúklinga i hádegisverðinn. Það mátti greina biturleika i rödd hennar, og það var mun verra en hefði hún verið reið. — Eftir striðið tókst Sam Watkins að skrapa saman nægilega miklu fé til þess að kaupa svolitið land af Barclay-fjölskyldunni. En það nægir honum þó ekki til þess að mega aka eftir aðalveginum, þegar hann kemur hingað til Fernwood. Ég horfði á Rowenu full efasemda. — Ef yður likar vel við hann, sagði ég uppörfandi, —• hvers vegna giftizt þér honum þá ekki? Hvers vegna látið þer hlægilegt stolt standa i milli yðar og hans? Það komu rauðir flekkir á háls Rowenu. — Stolt! Hvað vitið þér um stolt, hvæsti hún næst- um. — Ég hef að minnsta kosti til að bera nægi- legt stolt til þess að segja ekki já við þann mann, sem biður min á sama augnabliki og hann fær að vita, að ég á von á miklum arfi. Ég horfði skilningslaust á Rowenu. Hvað var hún að segja? Hún fór með hendina á bóla kaf niður i svuntuvasa sinn, og svo dró hún upp bréf, sem hún rétti mér. Það var stilað til min, og áritað fyrra heimilisfangi minu i Richmond og stimpillinn var frá Boston og var nokkurra vikna gamall. Bréfið var skrifað i stuttorðum og gagnorðum setningum. Lögfræðifyrirtæki tilkynnti mér, að frænka min, Agnes Bailey, hefði látizt af langvarandi sjúkdómi, og arfleitt mig að húsi, peningum og öllum eigum sinum. 20 Verðmæti alls þessa var talið nema um hálfri milljón dollara. Fyrst létti mér stórlega. Það var þá þess vegna, sem ég hafði ekki heyrt frá Agnesi frænku eftir dauða föður mins. Um leið fann ég til sektar, vegna þess að ég fann ekki að ég gæti fyrirgefið henni á nokkurn hátt. Svo leit ég algjörlega ringluð i átt til Rowenu. — Ég skil þetta alls ekki. Hvernig stendur á þvi, að þér eruð með þetta bréf? — Ég var að taka til inni i herbergi Johns morguninn eftir að hann kom heim frá Richmond. Þegar ég fór að leita i töskunni hans að fötum, sem þyrfti að þvo rakst ég á þetta bréf. Hún starði á mig full mótþróa. Það var opið. Ég renndi tungubroddinum yfir varirnar. Þær voru svo þurrar, að mér fannst þær myndu springa, þegar ég snerti þær. Rowena leit niður fyrir sig svolitið óróleg og muldraði: — Fyrirgefið mér. Ég hefði ekki átt að segja frá þessu. John er svo hrifinn af yður, ég er viss um það. Ég beið ekki eftir þvi að hún segði fleira, heldur snérist á hæl og flýtti mér eins og ég gat vegna meidda fótarins út i átt að tóbaksakrin- um, þar sem ég vissi að John^var við vinnu sina. Þegar hann kom auga á mig, kom hann brosandi i átt til min með útréttar hendur. — Jenny, þú hefðir ekki átt að ganga alla leið hingað út.... — Ég varð að fá að tala við þig. Hann horfði rannsakandi á mig, og kinkaði svo kolli i áttina þar sem skjól var að fá. — Þarna getum við verið i friði. Um leið og við vorum komin inn i skýlið, sem hann hafði bent á, og angaði af tóbakslykt, sagði ég: — John — fórstu til Richmond vegna einhverra fjárhagsvandræða? Hafði hann orðið undrandi á spurningu minni, þá sýndi hann það ekki. — Ég hefði helzt viljað komast hjá þvi, að ræða við þig um þetta, sagði hann hægt, — en þú verður að fá að vita um það. Ég kom of seint. Bankinn, sem Barcley-fjölskyldan hefur ævinlega verzlað við, var farinn á hausinn. Hlutabréfin, sem Charlotte kom með i búið eru svo að segja verðlaus. Hann veifaði hendinni þreytulega og hélt svo áfram: — Húsið... akrl- arnir og tóbakið... það er það eina sem Barclay-fjölskyldan á eftir. Þú giftist ekki til fjár, ástin min. — En það gerir þú — ekki satt, John? sagði

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.