Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 13
GRUNNSNW AÐ SKYRTU OG KJÓL, SEMNOTA MÁ Á ÝMSANHÁTT suðlægum ströndum, allt eftir þvi sem hentar hverju sinni. Hitt er siður sloppur eða slá, sem einnig má nota við mörg og margvisleg tækifæri. Ef þið til dæmis saumuðuð þennan slopp saman á hliðunum gæti hann orðið að síðum kvöld- kjól, náttkjól eða innislopp, sem gott væri að bregða sér i á kvöldin og svo má lika hafa hann yfir sundbolinn á ströndinni. Efnisval myndi i þessu tilfelli ákveða til hvers þessar tvær flikur yrðu notaðar. Ef viö byrjum á þvi að lýsa skyrt- unni þá er hún sniðin Ur efni, sem er 90 cm breitt. Það er nauðsyniegt aö kaupa tvöfalda siddina, þar sem breiddin er látin ráða ermalengdinni. Brjótið efnið saman eins og sýnt er á teikningunni, sem hér fylgir með. Klippið svo utan af hliöunum, einnig samkvæmt teikningu. Þið getið ráðiö þvi hversu hátt upp þið látið klaufarn- ar ná. Einnig má velja um, hvort maður vill hafa ermarnar viðari eða þrengri. Allt fer þetta eftir þvi, til hvers skyrtan á að vera, eða hver smekkur hvers er. Ermaviddin er I þessu tilfelli ca. 45 cm. Þið veröið aö mæla brjóstviddina, áður en {»ð klippið efnið sundur og einnig ákveða hversu við skyrtan á að vera yfir mjaðmirnar. Þegar þið eruð búnar aö sniða skyrtuna, klippið þið úr fyrir hálsmálinu. A þessari teikningu er hálsmálið klippt 30 cm út og 5 cm niður, en kannski finnst ykkur það of vítt, þá klippiö það aðeins minna eftir smekk. Fallegt gæti verið að sauma ská- band i hálsmálið og einnig utan um skyrtuna að neðanoguppi klaufarnar. Þið getið lika sleppt klaufunum alveg, ef það hentar betur. Og svo er það siði sloppurinn, kjóll- inn eða sláin. Þar er nauðsynlegt að kaupa tvisvar sinnum sfddina og 35 cm að auki fyrir hettuna, ef þið ætlið að hafa hana og efnið á að vera 90 cm breitt. Efnisvalið fer eftir þvl til hvers þið ætlið að nota þennan búning. Frotté er ágætt ef þetta á að vera inni- sloppur, eða baðstrandarklæönaður, bómullarefni sömuleiðis eða eitthvað finna, ef þið ætlið aö hafa þetta fyrir kvöldkjól og þá verður aö sjálfsögðu að sauma saman hliðarnar, svona að einhverju leyti aö minnsta kosti. Klippið niður hettu og slá, eftir teikningunni. Saumið saman. Brjótiö fimm cm inn I að framan á hettunni og saumið hettuna á. Hettan á ekki aö ná lengra fram en svo að 20 cm séu frá öðrum kanti hennar yfir að hinum i hálsmálinu. Ef þið ætlið að hafa þetta fyrir inni- slopp eða kjól saumiö þið saman hliðarnar, annars verðiö þið að brjóta inn af þeim og falda, svo þetta verði snyrtilegt og fallegt. 011 mál á að vera hægt að lesa af teikningunum sem fylgja hér með bæði af hettunni og slánni sjálfri. Kafað í körfuna 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.