Heimilistíminn - 07.02.1980, Side 29

Heimilistíminn - 07.02.1980, Side 29
Mamma: Spuröu þeir meira um heim- iliö? Borgþór: Þeir spuröu, hvort ekki væri gaman heima stundum. Ég sagöi, aö þaö væri núsjaldan Og ég sagöist vilja fá aö vera inni I stofu, þegar gestir koma, svo ég þurfi ekki aö fela mig bak viö gardfn- urnar til aö hlusta. Ég hef svo gaman af aöhlusta á, hvaö fulloröna fólkiö er mont- iö. Og þaö gerir allt ööruvisi skammar- strik en viö. Pabbi: Og þau skammarstrik langar þig auövitaö til aö læra. Borgþór: Onei, fulloröna fólkiö biöur eftir þvi, aö viö veröum nógu gömul, svo þaö geti reytt af okkur alla okkar peninga — haft skemmtanir og búöir til aö taka allt af okkur. Pabbi: Sagöiröu eitthvaö fleira af þvl, sem þú heyröir gestina tala um? Borgþór: Já, þegar Silfurrefurinn kom og----- Pabbi: Hvaö sagöiröu? Hver? Borgþór: ÞU kallaöir hann Silfurrefinn, þegar gestirnir voru farnir. Fyrst var ekkert gaman. Þá var bara veriö aö tala um peninga. En svo fór Silfurrefurinn aö tala um sjálfan sig: Hann sagöist hafa sungiö svo vel f fatageymslunni á Hótel Borg, aö allir héldu, aö hann væri Guö- mundur Jónsson og sendu fram mann til aö biöja hann blessaöan aö koma inn aftur og syngja meira. Og einu sinni sat hann á HótelSögu, og þá fóru tvær fallegar stúlk- ur aö stinga saman nefjum um, aö hann væri Marlon Brandó. Mamma: Sagöiröu, aö pabbi þinn heföi kallaö hann Silfurrefinn? Borgþór: Já, ég segi oftast satt. Pabbi: Þetta ernú kunningiokkar, sem oft kemur I bankann Nefndiröu einhver nöfn? Borgþór: Ég nefndi eitthvaö af nöfn- um, minnir mig. Og Silfurrefurinn var aö tala um einhvern karl, sem hann kallaöi Skollafótinn. Og þiö hlóguö svo mikiö aö þvl. Pabbi: Hvaö svo meira? Borgþór: Ég sagöi lika frá þvl, sem kerlingarnar segja I mjólkurbúöinni. Ein sagöi, aökarlar, sem hafa ofealega mikla peninga, eigi aö kaupa allt sjálfir, svo aumingja mömmurnar þurfi ekki aö lesa ofsalega leiöinlegar bækur I skóla og vera aöheimanallan daginn og fá svo vinnu og vera þá Uka aö heiman allan daginn. Mamraa: Sagöiröu þetta? Borgþór: A barnaárinu mega krakkar segja allt. Pabbi: Hver segir þaö, aö krakkar megi segja allt, sem þeir vilja á þessu ári? Borgþór: Mig minnir, aö einhver segöi þaö I útvarpinu. Pabbi: Hræddur er ég um, aö þaö sé misminni. Borgþór: Fólk misminnir oft. En nú er égbúinn aö segja allt, sem mig langar til aösegja tbráöina. Og þaö er ekki hægt aö taka aftur þaö, sem prentaö er. Hann Gaukur kennarisegir, aö égsé svo ágætur aötjá mig. Éggetekki lært þessar leiöin- legu bækur. En Gaukurinn ætti aö heyra til strákanna á Valabergi. Þeir kunna sko aötjásig. Égvil fara aö Valabergi næsta sumar. Pabbi: Þetta hefur nú stundum veriö kallaö kjaftavit. Bergþót: Þaö er llka ágætt orö. Mamma: Vlst geturöu lært, ef þú nenn- ir þvl. Pabbi: Hvers vegna hefuröu ekki sagt okkur þetta fyrr, um viötaliö? Borgþór: Mamma er aldrei heima. Og þú sefur alltaf, þegar J>ú ert ekki aö horfa á sjónvarpiö. Pabbi: Ég verö aö hringja til Heimilis- gleöinnar. Mamma: Já,um fram allt, geröu þaö. Borgþór: Þetta veröur rosalega stór mynd af mér. Pabbi: (I simann) Þetta er Styrleifur Styrleifsson bankastjóri. Drengurinn minn segir, aö blaöiö hafi haft viö hann samtal — — Já, já — já. Þetta er ekki leyfilegt, aö hafa svona eftir ómyndugum börnum.--------Er siöur erlendis.------ Mér er sama, hvaö þeir gera erlenndis. Þetta ermittheimili. Baragrin.-----Ég skil ekki svona gamansemi. Ég vil fá þtta viötal og myndina af drengnum.-----Of seint.------Ha, er myndin af hnakkan- um á honum.------Til þess hann þekkist ekki.-----Hvaö segiröu, margar fjöl- skyldur eins og viö----ha, jæja, þá þaö. ----Lagaötil, svo þaö þekkistekki.----- Viö vonum þaö.------Ekkert aö þakka. Mamma: Þekkist þá ekkert? Pabbi: Ekki segir hann. En Borgþór minn, ertu vissum, aö myndin hafi verib af hnakkanum á þér? Borgþór: Alveg viss. Og kannske verö- urbráöum hættaö mynda andlitiö. Sumir láta mynda á sér lappirnar eöa rassinn. Mamma: Þetta var ljóta sjokkiö. Pabbi: Ogleymanleg skelfing. Mamma: Ég er fegin, aö þetta er liöiö hjá. Þá vil ég heldur landskjálfta. Bokki minn, viö skulum koma I leik viö ykkur Petru. Borgþór: Eigum viö aökeppa og búa til ofsalega löng orö? Vita, hver getur buiö til lengsta oröiö. Pabbi: Æ, nei. Komdu meö þetta mengi þitt, Borgþór minn. Ég skal athuga hvernig þaö er. Mamma: Petra min, Petra min. Ekki loka þig inni I herbergi. Komdu ég skal lesa fyrir þig þetta, sem þú varst aö skæla yfir, Bókmenntafélagsfræöina. Var þaö ekki hún? Þérgengurbetur aö lesa á eftir. 0, éger svo fegin, aö strákurinn setti ekki allt okkar llfsmynstur I hönk. Petra: (opnar herbergiö) Mamma mln, m-mamma mln. Ertu heima? Mamma: Ég skal segja ykkur, elsk- urnar mlnar allar, aö ég hef aldrei á ævi minni tekiö inn róandi lyf. En þaö lá nærri, aö ég heföi þurft þess núna. Þetta var hræöileg stund. Petra: Mamma mln, mamma mln, þú ert heima. Lokfyrriþáttar. Aö sjálfsögðu er ekki allt satt/ sem kona mín segir, enda fyrirfinnst ekki svo mikill sannleikur f þessum heimi. * Það er eitthvað að yfir- manni mínum... í gær fór hann með konuna sína út að borða, í staðinn fyrir að fara með einkaritarann. * Rikur maður er ekki annað en fátækur maður með peninga. * Margt má fá gert, ef ekki skiptir máli, hver fær heið- urinn af því að hafa gert það. Málamiðlun er samningur, þar sem enginn fær það, sem hann hefur óskað sér. % I sögunni er aðeins sagt frá einum karlmanni, sem var ómissandi.... Adam. * Gerið ekki fyrir aðra, það sem þið nennið ekki að gera fyrir sjálfa ykkur.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.