Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 18
hélt á svipu i hendinni, silfurbúinni. — Quentin situr og biður eftir yður i kennslu- stofunni. Og svo bætti hún við, eins og hún neyddist til þess, vega breyttrar stöðu minnar á heimilinu: — Þér ætlið kannski að kenna Quentin lengur, nú þegar þér og John hafið... hafið komizt að samkomulagi ykkar i milli. Hún getur ekki einu sinni fengið sig til þess að segja það, hugsaði ég með mér hugsaði ég með mér hálfreið, að við John skulum ætla að gifta okkur. En ég var allt of hamingjusöm til þess að láta æsa mig upp og þar að auki hlaut þessi frétt að hafa komið Charlotte Barcley mjög á óvart. Ég reyndi að vera enn mýkri á manninn en venjulega og sagði: — Ég skil vel, að trúlofun min .... og Johns hlýtur að hafa komið yður á óvart. — Sjálf er ég nægilega gamaldags til þess að trúa þvi að fyrirvaralausar trúlofanir boði litið annað en óhamingju fyrir viðkomandi, sagði hún kuldalega. Var hún að hugsa um Celiu? hugsaði ég með mér. John hafði liklega ekki þekkt frönsku stúlkuna lengi, áður en þau trúlofuðu sig. Og svo spurði ég snöggt: — Eru til nokkrar myndir af mademoiselle Tougier hér á Fernwood? — Ekki svo ég viti. Hvað eigið þér við? — Rob sagði.... að ég liktist henni. Charlotte virti mig hugsandi fyrir sér. — Ef eftir Marcella Thum 15 til vill smávegis hvað litarhátt snertir.... En Celia Rougier var sérstaklega falleg kona. Ég hef aldrei séð nokkurn með jafn dökk og geislandi augu. Hún notaði jegrunarlyf, og hvita húðin var heldur ekki ekta, bætti hún við kuldalegri röddu. —-Ég reyndi sv^ sannarlega að láta mér falla hún i geð, fjölskyldunnar vegna, bætti hún við og það var broddur i þvi, sem hún sagði. — En frá upphafi sá ég glöggt, hvað hún hafði i hyggju. Hún atti einum bróðurnum gegn öðrum. Og svo leit helzt út fyrir, að henni stæði nákvæmlega á sama um þá alla. Þeir voru blindaðir, dáðust um of að henni til þess að geta séð, hvað hún ætlaði sér. Ég sá það. Ég skildi það. Hún hataði okkur öll innst inni. Hið fagra andlit Charlotte Barclays afmynd- aðist og gretta kom i stað bross, og hún næstum reif i sundur milli handa sinna fingerðan vasa- klútinn, sem hún hafði haldið á — Ég hef aldrei rætt þetta við nokkurn mann, en siðasta kvöldið fór ég upp i herbergi hennar. Ég grátbað hana um að yfirgefa Fernwood, áður en það væri um seinan. Hún hló bara að mér. Hún sagði, að ég væri öfundsjúk, þar sem ég gætiekki fætt Guy börn og að hún sjálf hefði hugsað sér að eiga fjöldamörg böm með John, fallega syni, sem gætu borið Barclay-nafnið áfram.... ó, hún var viðbjóðsleg og vond, og hún átti skilið að deyja! Ég spurði nú lágri og varfærnislegri röddu,

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.