Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 12
1 EÍLIFÐARVÉLIN — er hægt að búa hana til? Fyrri hluti Er hægt að búa til eilífðar- vél? Margir hafa gert tilraunir til þess/ en árangurinn orðið lítill, nema þá helzt til skemmtunar. Meö eilifðarvél er átt við hreyfil, sem án aðstoðar utanaðkomandi orku annarrar en þyngdaraflsins, getur haldiðáfram aðhreyfast, unz hann er oröinn Utslitinn. Sumir fullyrða, aö til þess að „apparatiö” geti talizt eilifðarvél, veröi það að framleiða meiri orku en þá sem þarf til þess að knýja það áfram. Það eru til nokkrar leiðir til þess að viðhalda stöðugri hreyfingu, ef eitthvert náttUruafl er notað. Til dæmis eru til ýmsar ár, sem vitað er að aldrei þorna, og sem hægt er að láta snúa hjóli eins lengi og hjól- ið endist. Jafnvel eins óstöðugt afl og vindinn mætti nota til aö lyfta lóði og safna þannig orku sem nota mætti i logni. En þetta geta ekki talizt eilifðar- hreyflar, þvi að þeir þurfa utanað- komandi orku til að knýja sig áfram. Fyrsta tækið, sem búið, var til og snúast átti til eillföar, var hjólið, sem sést á 1. mynd. Þvi er lýst i teiknibók frá þrettándu öld eftir Willars de Honcourt, byggingameistara. Siðan hefur hjól þetta veriö fundið upp mörg hundruð sinnum. Eins og sjá má á myndinni, eru vogarstengur meö lóöum á endanum festar við hjólið. Stengurnar eru á hjörum, þannig að til annarrar hliöarinnar leggjast þær upp að hjól- inu, en til hinnar hliðarinnar standa þær beint út. Með þvi að lóðin hægra megin hafa lengri vogararm, þyngja þau hjólin meira niður þeim megin, og á þá hjólið að snúast réttsælis. Gallinn er hinsvegar sá að lóðin verða alltaf fleiri þeim megin á hjól- inu, sem vogararmarnir eru styttri, þ.e. vinstra megin, eins og sjá má á myndinni. Eins ogstaöa hjólsins er á myndinni, er vogarafl lóðanna hægra megin aðeins 80% af þvi, sem það er vinstra megin. Ætla mætti þá, að hjól- iðsnerist rangsælis, en svo er ekki. Hjólið mundi fara af staö i þessari stöðu, en áður en næsta vogarstöng félli yfir sig, yrði vogaraflið orðið jafnt og hjólið mundi stöðvast. Margar tilraunir með eilifðar- hreyfla hafa byggzt á eiginleikum vökva. A 2.mynd sést bikarlaga ilát, sem mjókkar til botnsins, unz það veröur að pipu, sem beygir upp á við og siðan niður i bikarinn. Hugmyndin er sú, að vatnið I bikarnum sé miklu þyngra en vatniöipipunni og hljóti þvi að ýta þvi upp, unz það tekur að renna ofan i bikarinn aftur, og þannig myndist hringrás, sem ekki muni hætta fyrr en vatnið hefur gufað upp. Veilan i þessari hugmynd er sú, að þrýstingur I vökva fer aöeins eftir dýpt hans, en ekki magni. Þó að milljónir lesta af vatni væri i bikarn- um, mundi yfirborð vatnsins I pipunni eftir sem áöur vera jafnhátt og I bik- arnum. Föndur-hornið Ef ykkur langar til þess að sauma eitthvað auðvelt en um leið gagnlegt, þá koma hér tvær hugmyndir, sem enginn ætti að eiga er- fitt með að gera að raun- veruleika. Annað er sið skyrta sem má nota sem náttkjól, skyrtu yfir siðbux- ur, eða utan yfír sundbol á 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.