Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 8
Vera er 18 ára gömul. Hún er sænsk og hætt i skóla, og farin að vinna. Hins vegar býr hún enn heima hjá foreidrum sinum. Hún þarf að borga heim meðsér, og eftir nokkrar boilaleggingar og athuganir komst hún að samkomulagi við foreldra sina um að hæfi- legt væri, að hún borgaði 600 krónur sænskar, 57 þúsund is- lenzkar, heim á mánuði. Auk þess verður hún að leggja fyr- ir 200 krónur sænskar, 19.000.00 ísl. á mánuði, ,sem henni er ætlað að nota, þegar hún sjálf fer að búa. Ef hún ekki leggur þessa peninga fy rir, verður hún að borga somu upphæð til foreldranna. Vera hætti í skóla siðast liöið vor, og vinnur nii í verzlun. Hún fær ca. 333 þúsund krónur i mánaðarkaup, en þegar búið er að draga skatta frá laununum fær hún ekki nema 237 þúsund útborgaðar. Við þessa upphæð var stuözt, þegar hún og móðir hennar settust niður og fóru að reikna út, hversu mikið Veru bæri aö borga heim. Þær mæðgur studdust aö nokkru leyti viö töflu um kostnaö vegna unglinga, sem neytendasamtökin hafa sentfrá sér,ogbirtist hún hér með, og eru tölurnar allar yfirfærðar I islenzkar krónur. Vera, bróðir hennar og foreldrar búa I fimm herbergja ibúö i háhýsi i Taby i Svlþjóð. Vera hefur rúmgott herbergi, sem hefur sérinngang, enda hugsað sem leiguherbergi. Mæðgumar fóru fyrst að reikna út húsaleiguna. Ibúðin kostar 123.500 á mán- uði, og þessvegna töldu þær ekki óréttlátt að ætla, að Vera greiddi einn fjórða af þeirriupphæð, eða rúmar 30 þúsund krón- ur. Vera notar auðvitað meira af Ibúðinni en herbergið sitt eitt, og innifalið i þessari upphæð er rafmagn, hiti og tryggingar- gjöld. Mjög stutt er fyrir Veru i vinnuna, svo hún kemur alltaf heim I hádegismatinn. Haustið 1979 var reiknaö meö aö fæðis- kostnaöur 18 ára stúlku, sem borðaöi öll mál heima væri rúmlega 41 þúsund á mánuði. — Matvörur eru óskaplega dýrar, það sé ég núna, þegar ég þarf aö sitja við kassann ibúðinni og stimpla inn, þaö sem fólkið kaupir, svo mér finnst þetta ekki óréttlát upphæö. Til kaupa á þvottaefni, sápu, tann- kremi, uppþvottalegi og ööru álika er reiknað með 2400 krónum, en öðrum KSMBMMHm Foreldrar og hálfstálpuð börn þeirra eru ekki oft á eitt sátt um það, hvort ung- lingarnir eigi að borga eitt- hvað heim með sér, eftir að þeir eru hættir í skóla og farnir að vinna fyrir sér. Börnin halda þvi fram, að foreldrarnir eigi að sjá fyrir þeim en foreldrunum finnst á hinn bóginn sanngjarnt að börnin fari að taka einhvern þátt i kostnaðinum við heimilishaldið. Nýlega rakst ég á grein um þetta atriði I sænska blaðinu Vor bostad, sem er gefiö út af sænsku leigjenda- samtökunum.Hef égleyftméraö þýða þessa grein, enda er ég viss um, að hún getur skapaö heilbrigan umræðu- grundvöll á mörgum Islenskum heimilum. Undanfarin velgengnisár og kannski ekki siöur þröngur fjárhagur margra fyrr á árum, hafa oröið þess valdandi, að foreldrar hugsuðu sem svo, aö það væri ekki rétt að vera að taka pening- ana af blessuöum börnunum, ef það væri ekki lifsnauösynlegt fyrir afkomu - heimilisins. En væri slikt ekki meira uppeldisatriði en nauðsyn, þegar öllu er á botninn hvolft? Getur ekki verið gott, að vita i hvað peningarnir fara? Margir unglingar, sem eru nýsloppnir út úr skólum fá fyrir venju- lega dagvinnu á þriðja hundrað þúsund krónur á mánuði. Sem betur fer erhluti þessarar upphæöar tekinn I skyldusparnað, svo ekki er öllu eytt, sem unnið er fyrir. En ef unglingi nægja ekki um 200 þúsund krónur á rnánuði til þess aö leika sér fyrir, og hann hefur ekki ráð að borga heim með sér.hvernig getur þá sá hinn sami reiknað með þvi, að foreldrar hans.sem kannski þurfa aö sjá fyrir einhverjum öörum börnum, auk þess sem flestir þurfa aö standa straum af rekstri bfls, og alls annars sem til heimilishalds telst, geti komizt af með kannski aðeins helmingi hærri upphæð á mánuöi, þegar skattar hafa verið dregnir frá. 1 sumum tilfellum getur þessi upphæö jafnvel verið enn lægri. Krakkar, já og foreldrar einnig, takið þetta mál til umræðu næst þegar fjölskyldan setst niður og ræöir málin. Bezt er aö allir sýni þolinmæði og skilning I slikum viðræöum, og leggiö tölurnar hreinlega á borðið fyrir börnin, ef annað dugar ekki. fb. 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.