NT - 24.04.1984, Page 1

NT - 24.04.1984, Page 1
ALBERT ■ - Petta er helvíti mikið gat hjá ykkur, varð Albert Guð- mundssyni á orði er hann hóf að stoppa í NT-sokkinn. Fjármála- ráðherra varð ljúflega við þeirri beiðni að stoppa í gatið fyrir okkur, enda kominn með nokkra reynslu í að fást við slíkt. Um páskana var upplýst að fjár- málaráðherra og forystumenn stjórnarflokkanna sem undan- farið hafa fjallað um fjárlaga- gatið, hefðu nú komist að niður- stöðu um hvernig það skuli afgreitt. Eins og fram kemur 'annars staðar í blaðinu eru endar' _enn lausir í þeim prjónaskap eins og reyndar var einnig raunin á þegar glímt var við NT-sokkinn. Meðal þeirra tillagna sem nú eru ræddar í sambandi við fjár- lagagatið eru auknar erlendar lántökur, lækkun á niður- greiðslum landbúnaðarvara, söluskattur á þjónustu t.d. verk- fræðinga, lögfræðinga og arki- tekta. Hækkun á lyfjaverði og þjónustu sérfræðinga og hærra bensínverð. Er við spurðum Albert Guðmundsson að því hvort ekki væri við hæfi að geyma eitthvað af gati NT-sokksins til næsta árs, sagðist hann enga ástæðu sjá til þess og var snöggur að rimpa í það. Fram kom að þetta er fyrsti sokkurinn sem Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra stoppar í um dagana. NT-mynd Róbert Sjá nánar bls. 4 Doktorsritgerðinni hafnað: Höfðar meiðyrðamál gegn dómnefndinni ■ Eiríkur Jónsson, fyrrum menntaskólakennari og höf- undur bókarinnar „Rætur ís- landsklukkunnar“, sem hann hugðist verja sem doktorsrit- gerð við Háskóla íslands hefur höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur vegna ummæla sem dómnefnd heimspeki- deildar HÍ viðhafði í álitsgerð um verkið en dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki tækt til doktors- varnar óbreytt. „Eiríkur telur að í álitsgerð nefndarinnar séu meiðandi ummæli um hann sjálfan. Hann gerir þá kröfu eina að þessi ummæli verði dæmd ómerk“ sagði Jóhannes L. L. Helgason, lögmaður dóm- nefndarinnar, í samtali við NT. Jóhannessagði, að ummælin hefðu verið á þá leið að ýmis- legt sem bent væri á í ritgerð- inni hefði áður komið fram á prenti, meðal annars í ritgerð eftir Peter Hallberg, sem raun- ar var einn dómnefndarmanna. Þá mun sagt á einum stað að við tiltekið atriði hafi Eiríkur tæplega staðið fullheiðarlega að verki. Ennfremur setur nefndin út á notkun Eiríks á Orðabók Háskóla fslands. Auk Peters Hallberg áttu þeir Ólafur Halldórsson, hand- ritafræðingur og Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, sæti í dómnefndinni. Sveinn Skorri vildi ekki tjá sig um málið þegar NT ræddi við hann í gær. Málið var dómtekið og flutt 14.apríl síðastliðinn. Að sögn Auðar Þorbergsdóttur, borg- ardómara, er dóms að vænta innan tíðar. stoppar í gatið ■ Bretar hafa slitið stjórnmáiasambandi við Líbýu og skipað sendiráðsmónnum fráLondonn.k.sunnu- dag. Bresku dipló- matamir í Tripoli eru þegarfamiraðpakka saman og hér eru bóm sendiherrans farinaðtínaeigursín* ar niður í ferðapok- ana. Jóhanna Tryggvadóttir: Matarlaus - erþóennuppi* standandi og hress - sjá bls 2 -

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.