NT - 24.04.1984, Page 2
-ia: Fréttir '
Jóhanna llff| Tryggvadóttir IW forstjóri * *1 Heilsuræktar- y innar í Glæsi- ■ 1 bæ: I latarlaus mánuð
„Drekk soðið vatn með örlítilli mjólk út í og ekkert annað“
Þriðjudagur 24. apríl 1984 2
■ Gkki var hægt að sjá að tæplega eins mánaðar næringarskortur
væri farinn að hafa áhrif á Jóhönnu Tryggvadóttur í gær þegar
Ijósmyndari NT smellti þessari mynd af henni.
Við ákváðum að
verða kaþólskar
Tvær systur, 9 og 10 ára skírðar við
kaþólska messu á páskanótt
■ Jóhanna Tryggvadóttir for-
stjóri Heilsuræktarinnar í
Glæsibæ er enn uppistandandi
og með ólíkindum hress þrátt
fyrir nær mánaðarlangt svelti.
Hún hefur verið í hungurverk-
falli síðan 29. mars. Ég reyni að
hugsa sem minnst um það
■ Árni Johnsen
Gatið er
„albert“
■ Árni karlinnJohnsengetur
fleira en svarað fyrir sig að
sjómannasið. I góðra vina hópi
á þingi sunnlenskra sveitarfé-
laga fyrir skemmstu útskýrði
hann fjárlagagatið hans Al-
berts vafalítið að „sjómanna-
sið“.
Göt eru misgóð sagði Árni. ■
Þau sem eru loðin og teygjan-
leg eru afskaplega indæl. En
þessu er öðruvísi farið með gat
ríkisstjórnarinnar, það er ekk-
ert loðið heldur bara „albert"
Viðskiptastríð
í fámenninu!!
■ Það þarf ekki neina risa
eins og Miklagarð og Hagkaup
til að heyja hið harðasta við-
skiptastríð. Eitt slíkt stríð er
nú sagt hafið á Laugabakka í
Miðfirði, rúmlega 100 manna
byggðakjarna í V-Hún., milli
fyrirtækja sem gamansamir
Húnvetningar hafa gefið nöfn-
in Eiríkskjör og Tröllagarður
(í stíl við Miklagarð).
Á Laugabakka hefur maður
hvernig mér líður, sagði hún í
gær, þegar NT spurði hana um
líðanina
Næristu á einhverju?
- Ég drekk soðið vatn með
örlítilli mjólk útí, ekkert annað.
Ég ætla að halda þessu áfram
að nafni Karl rekið Essó bensín-
stöð og svolitla sjoppu um
árabil og minnast Dropar þess
að heyra í viðtali við hann í
útvarpinu í fyrrasumar að við-
skiptin væru heldur lítil, enda
staðurinn fámennur. Að Karli
gengnum skrifaði þó hrepps-
nefndin Kaupfélaginu á
Hvammstanga og vildi fá það
til að koma upp útibúi á
staðnum. Kaupfélagsmenn
voru seinir til svara þar sem
þeir töldu einsýnt að slíkt úti-
bú yrði aldrei rekið nema með
stórtapi.
Einn stjórnarmanna kaup-
félagsins sá sér hins vegar leik
á borði, hélt til Reykjavíkur
og samdi við Essókónganá urn
rekstur sjoppunnar. Auk
venjulegs sjoppuvarnings selur
hann nú í Eiríkskjöri nokkrar
brýnustu nauðsynjar svo sem
mjólk, brauð, tannkrem og
dömubindi, sem hann fær frá
Kaupfélaginu á Hvamrns-
tanga.
Húnverskir hreppsnefndar-
menn bæru ekki nafn með
rentu létu þeir sigra sig svo auð-
veldlega, enda vilja slíkir
venjulega láta nokkuð eftir sig
liggja. Höfðu þeir hið snarasta
samband við Olískóngana í
Reykjavík, sem brugðu við
skjótt og létu hvorki stórhríðir
né frosthörkur á Þorra hamla
sér frá að hefja gröft fyrir
nýjum Olístanki um 50 metra
frá Essótankinum á Lauga-
bakka. Þarna í Tröllagarði eru
nú auk tanksins risnir tveir
myndarlegir Olísskúrar þar
sem m.a. eru seldir vinnugall-
ar, vasahnífar, derhúfur og
fleira góss, allt sagt á góðu
verði og að sjálfsögðu merkt
Olís. Er nú svo komið að
Vestur-Húnvetningar sjást
vart búnir öðru en Olísgöllum
nema kannski einstaka sann-
kristnir Framsóknarbændur.
Tröllagarðskonur eru hins veg-
ar heldur sárar út í þjónustuna
ennþá, þar sem þeirra mánað-
arlega nauðsynjavara mun
ekki enn á vörulista Olís. Að
leita á náðir Eiríkskjörs gera
þær örugglega ekki fyrr en í
fulla hnefana svo annað hvort
er talið að þær muni nú í
þangað til égsigra kallana. Ekki
var á henni að heyra að neitt
þokaðist í samkomulagsátt milli
hennar og borgaryfirvalda. Hún
sagði það hörmulegt hvað nú-
verandi ráðamenn borgarinnar
skorti mikið skilning á málefn-
um heilsuræktarinnar.
hópum ráðast í barneignir hið
snarasta eða reyna að breyta
gangi náttúrunnar á einhvern
hátt.
Andlitslyfting
á Þjóðviljanum
■ Það eru fleiri en Tíminn
sem taka stakkaskiptum þessa
dagana, því Dropar heyra að
einmitt þessa dagana sé Þjóð-
viljinn á teikniborðinu hjá
■ Gísli B. Björnsson
Auglýsingastofu Gísla B.
Björnssonar. Stendur til að
gera verulega uppstokkun á
efni og útliti blaðsins, þó áfram
eigi það að þjóna Alþýðu-
bandalaginu dyggilega nú sem
fyrr. Eina sem vitað er er að
útsíðurnar eiga að vera kjurrar
á sínum stað, en aðra hluti á
eftir að fastsetja.
Erfið ráðn-
ing prests
■ Eitt af erfiðustu hlutverk-
um hverrar kirkju er að kalla
góðan prest til starfa. Sóknar-
nefndarmaður nokkur, sem
staðið hafði í ströngu í þessum
efnum missti loks þolinmæð-
ina. Hann sá hvernig umsækj-
endunum var hafnað, hverjum
á eftir öðrum, vegna einhvers
- Alvar Alto hreifst hins veg-
ar svo af hugmyndinni um sam-
norræna heilsuræktarstöð fyrir
alla aldursflokka að hann teikn-
aði það hús sem ég vil nú láta
reisa, sagði Jóhanna Tryggva-
dóttir.
sem hægt var að finna að þeim.
Loks stóð hann upp á sóknar-
nefndarfundi og las upphátt
bréf frá enn einum umsækj-
andanum.
Þar stóð m.a.: „Mér skilst
að ykkur vanti prest. Mig lang-
ar til að sækja um stöðuna. Ég
er gæddur rnörgum góðum eig-
inleikum. Ég hef predikað
lengi og hlotið mikið lof fyrir...
Ég er rúmlega fimmtugur að
aldri og hef aldrei predikað
samfleytt á neinum stað lengur
en þrjú ár. Sums staðar hef ég
horfið á braut eftir að hafa
komið af stað óeirðum og deil-
um. Ég verð að viðurkenna að
ég hef verið í fangelsi 3svar til
4 sinnum, samt ekki vegna
glæpsamlegs athæfis að ég
tel... Mér hefur aldrei samið
vel við trúarleiðtoga á þeim
svæðum sem ég hef dvalið á...
Að halda kirkjubækur er ekki
mín sérstaka hlið. Ég man t.d.
ekki alltaf eftir þeim sem ég
hef skírt. Ef þið hafið þörf
fyrir mig mun ég gera mitt
.besta.“
Sóknarnefndarmaðurinn
leit á hina og spurði: „Hvað
finnst ykkur? Eigum við að
kalla hann til starfa?"
Hinir frómu safnaðar-
leiðtogar voru bálreiðir. Að
kalla sjúkling, vandræðagepil,
tugthúslim, sem þar að auki
væri viðutan! Var sóknar-
nefndarmaðurinn orðinn rugl-
aður? Hvaða maður var þetta?
Hvernig dirfðist hann að sækja
um?
Sóknarnefndarmaðurinn
leit í kringum sig og sagði
síðan: „Bréfið er undirritað:
Páll postuli."
■ „Pabbi og mamma vildu
láta okkur ráða hvort við yrðum
kaþólskar eða lútcrskar, og við
ákváðum að verða kaþólskar.“
Þetta sagði Harpa Katrín
Gísladóttir, 10 ára, í samtali við
NT, en Harpa Katrín og systir
hennar, Ásta Sif Theódóra 9
ára, voru skírðar við messu í
Landakotskirkju á páskanótt.
Það var kaþólski biskupinn á
íslandi, Hendrik Frehen, sem
framkvæmdi skírnina.
Harpa Katrín sagði, að það
hefði verið ágætt að láta skíra
sig, þó að hún væri orðin þetta
gömul, en það hefði kannski
verið svolítið skrítið, og hún
bætti við, að nú ætluðu þær
systur í messu á hverjum sunn-
udegi.
Foreldrar þeirra Hörpu og
Ástu heita Katrín Theódórs-
dóttir og Gísli Sigurðsson.
■ Kaþólski biskupinn skírir Hörpu Katrínu Gísladóttur við tnessu á páskanótt.
Ásta Sif Theódóra systir hennar horfir á.
NT-mynd Sverrir
Laugavegi20 Sími 20181
★ Fyrstir með nýjar plötur
★ Gott úrval af litlum
★ Gott úrval af 12” plötum
★ Gott úrval af nýjum stórum plötum
Sérpöntum allar fáanlegar: Popp-
Rock - Diskó og millimúsík plötur.
Sendum í póstkröfu