NT


NT - 24.04.1984, Síða 4

NT - 24.04.1984, Síða 4
Þriðjudagur 24. apríl 1984 4 Tillögurnar sem nú eru ræddar til að stoppa upp I fjárlagagatið: Auknar erlendar lántök ur og stór niðurskurður - ásamt söluskatti á þjónustu arkitekta, lögfræðinga og verkfræðinga Auknar erlendar lántökur, lækkun á niður- greiðslum landbúnaðarvara, söluskattur á þjón- ustu verkfræðinga, lögfræðinga, arkitekta og fleiri þjónustuaðila, hækkun á lyfjaverði og þjónustu sérfræðinga, hærra bensínverð. Þetta eru nokkrar þeirra tillagna sem nú eru ræddar til að loka fjárlagagatinu. aukafundi í þingflokkum Kynnt í morgun A fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst í morgun voru kynnt- ar tillögur um það hvernig stoppað skuli í fjárlagagatið. Samkomulag varð um þessar tillögur á fundi síðast liðinn fimmtudag þar sem mættir voru auk fjármálaráðherra Alberts Guðmundssonar, Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Páls- son, Jón Helgason og em- bættismenn. Gert er ráð fyrir að þessar hugmyndir verði kynntar a aukatunai í stjórnarflokkanna síðdegis. Fallist menn á þá afgreiðslu málsins sem þarna er lögð til er þess jafnvel að vænta að fyrir helgina verði lagður fram á Alþingi bandormur með þeim lagabreytingum sem gera þarf svo hægt verði að fara þær leiðir sem þarna eru markaðar. Þrjár meginleiðir í meginatriðum má flokka tillögurnar í þrjá þætti. f fyrsta lagi erlendar lántökur, í öðru lagi niðurskurð á útgjöldum og í þriðja lagi ný tekjuöflun. Sam- kvæmt heimildum NT er um helmingi fyrirsjáanlegs halla, sem er um 2000 milljónir króna, mætt með niðurskurði á útgjöld- um ríkisins, eða með tilfærslum meðal annars yfir til sveitarfé- laga. Þessum niðurskurði verð- ur skipt niður á ráðuneytin og er við það miðað að þau dragi úr útgjöldum um 5% að jafnaði til viðbótar við það sem gert var ráð fyrir við fjárlagagerðina. Ljóst er þó að um það getur ekki orðið að ræða í öllum ráðuneytunum, þannig verður sparnaðurinn nokkuð misjafn frá einu ráðuneyti til annars. Enn er haldið við 300 milljóna króna sparnað í heilbrigðiskerf- inu og jafnvel talað um að auka hann um 40 milljónir til viðbót- Garðar Hólm fer víða ■ Oft er hægt að komast langt með auglýsingum og með því að „spila sig stóran“, eins og sagt er. Hver man ekki eftir sögu Halldórs Laxness um gervi- söngvarann Garðar Hólm, sem fór til útlanda og lét sem hann gerði þar garðinn frægan. Af sendibréfum heim á Garðars- hólma mátti skilja að hann hefði hlotið mikla vegsemd og unnið svo stóra sigra að hann varð brátt „heimsfrægur á íslandi". Margir hafa orðið til að reisa. slíka loftkastala um persónur sínar um dagana, og sumir með hinum mestu klókindum. Fáir hafa þó blásið upp meiri reykmerkjum í kringum slíkar leiksýningar en sagnfræðingur- inn Hannes Hólmsteinn Gissur- arson. í nokkur ár hefur hann gert sig gjaldgengan með því að fjölfalda ítrekað í dagblöð valda kafla úr öfgakenndum ritum útlendinganna Milton Fried- mans og Friðriks Hayeks. Öfg- arnir ganga, í sem stystu máli, út á það, að syngja Íof og prís um ríku mennina og færa rök fyrir því að þeir þurfi að hafa frelsi til að kaupa sér næturkon- ur, vímugjafa og klámrit. Þetta er svo kallað „frjálshyggja". Ríku karlarnir hafa skiljan- lega haft gaman af þessu. Ragn- ar Halldórsson forstjóri ÍSAL, sem er frægur spaugari, bauðst meira að segja til að halda Hannesi þessum afmælisveislu þegar hann varð þrítugur, ef hann aðeins lofaði að sprella dálítið um kommaskratta og segja klúrna brandara. Dreng- urinn hélt þetta vera mikinn frama fyrir sig, enda bjó Ragnar til veislunnar á sama hátt og tíðkast um sjötugsafmæli þjóð- höfðingja. Drykkjubræðrum Ragnars þótti þetta^hins vegar hin besta skemmtun. Vildu þeir ólmir að slík uppátæki yrðu gerð að föstum lið í samkvæmislífi yfir- stéttarinnar í Reykjavík. Þetta varð til þess að þeir ákváðu að stofna næturklúbb um slíkar skemmtanir. í dúr við kímni- gáfu sína völdu þeir klúbbnum sprenghlægilegt heiti. Þeir kölluðu hann „Rannsókna- stofnun Jóns Þorlákssonar1' og boðuðu til stofnfundar með mat og drykk. Hugmyndin er svo stórkostleg að rnaður hlýtur að harma að DV skuli ekki veita menningarverðlaun’fyrir brand- ara ársins. Þessi er sá albesti á árinu 1983, og kemur svo mikið á óvart. Ekki var vitað að virðu- og frjálshyggja eiga saman. Hann ætlar væntanlega að sýna fram á hvernig góðum og virðu- legum íhaldsmönnum sæmir að fara í vændishús og reykja hass. Heyrst hefur að ritgerðin byggi á kenningunni um tvöfalt sið- gæði. Hannes virðist hins vegar litlu hafa komið í verk á því sviðinu, ef nokkuð er að marka persónu- leg sendibréf hans hingað heim. (Móttakendur þessara bréfa hans hafa væntanlega frá honum fyrirmæli um að leka þeim kerf- isbundið í Morgunblaðið eða DV). í bréfum þessum tíundar liann afrek sín og frama í legir menn eins og Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans og Guðmundur Magnússon Háskóla- rektor, sem voru kosnir í fyrstu skemmtinefnd, hefðu sömu mergjuðu kímnigáfuna og Ragnar Halldórsson. Að loknum veisluhöldunum fór Hannes Hólmsteinn aftur út til Oxford þar sem hann segist ætla að skrifa fræðilega ritgerð um það hversu vel íhaldsstefna útlöndum, að hætti Garðars Hólm. Mest virðast þetta vera .samkvæmissögur. Þannig segir hann frá því að hann hafi borðað hádegisverð með höfuðgoði frjálshyggjunn- ar, Milton Friedman. Hannes Hólm segir frá því að hann hafi kynnt Friedman uppgötvun sína frá íslandi um að ekki væri til neitt sem héti ókeypis hádeg- isverður. Menn þurfi alltaf að ar. Búið var að reikna með 100 milljóna króna sparnaði í menntamálaráðuneytinu með því að hætta við að brúa að fullu svonefnda umframfjárþörf náms- manna. Samkvæmt heimildum NT er nú lagður til enn frekari sparnaður í menntamálaráðu- neytinu um 70 til 80 milljónir króna. Hvar sparnaðarhnífnum verður beitt til að ná þessari viðbót er ekki ljóst, en talað um aukna þátttöku sveitarfélaga í rekstri skólanna til dæmis í sambandi við skólaakstur. Þá er rætt um 40 milljóna króna sparn- að í málaflokkum iðnaðarráðu- borga fyrir sig á einhvern hátt. Var Hannes Hóim greinilega ansi stoltur af því að geta hjálp- að Friedman við að finna nýja fræðilega hugmynd. Friedman er hins vegar hógvær maður, miðað við Hannes, og hafði hann ekki orð á að hann þekkti kenningu þessa mætavel - enda hefur hann skrifað um hana nokkrar bækur. Þá segir Hannes frá því að liann liafi hitt Hayek gamla og stofnað um hann gúrúfélag, og einnig hafi hann snætt málsverð með Harris lávarði í London. Ein vegsemdin sem Hannes hefur greint frá er sú, að honum hafi hlotnast aðgangur að fjáll- gönguklúbbi frjálshyggju- manna, Mont Pelerin samtökun- num svokölluðum. Sá klúbbur heldur skemmtanir einu sinni á ári upp á samnefndu fjalli í Kaliforníu. Þar eru fluttar frjálshyggnar ræður, skálað og sýndar frjálshyggnar myndir að hætti Kaliforníumanna. Nýjasta vegsemdin á löngum lista Hannesar Hólm er sú sem hann greinir frá í fréttatilkynn- ingu sem hann sendi í Morgun- blaðið fyrir skömmu. Þar segir hann að sér hafi hlotnast sá mikli heiður að fá nokkur Sterl- ingspund í styrk frá stúdenta- garði þeim er hann dvelur á, ásamt leyfi til að drekka kaffi í návist kennara sinna. Þessu til staðfestingar sendir hann einnig mynd af sjálfum sér þar sem hann hefur hvolft svörtu smjör- fati yfir hnakkann á sér. Námsmenn erlendis segja að styrkveitingar slíkar séu hvers-. 'dagslegt brauð sem flestir fái að bíta í. Auk þess sé víða góð aðstaða til kaffidrykkju, líkfog á íslandi. Þykir þcim þetta lítið fréttaefni, en heyrst hefur að mönnum hafi þótt gaman að spaugi þessu í skemmtiklúbbi Ragnars í álverinu. Skuggi neytisins til viðbótar við þær 60 milljónir sem búið var að áætla. Minni niður- greiðslur á móti láglauna- tilfærslum Til að greiða fyrir samningum á vinnumarkaðinum lofaði ríkisstjórnin 300 milljóna króna tilfærslum til aðstoðar við þá sem lökust hafa kjörin. Til að mæta þessu er nú ráðgert að minnka niðurgreiðslur á ýmsum landbúnaðarvörum um samtals 200 milljónir króna. Nýir tekjustofnar Með því að herða innheimtu söluskatts og fækka undanþág- um er stefnt að því að afla allt að 200 milljóna króna. Fallið hefur verið frá hugmynd- inni um að leggja söluskatt á alla matvöru. Þess í stað er hugmyndin að innheimta sölu- skatt af þjónustu sem verið hefur undanþegin skattinum, til dæmis þjónustu lögfræðinga, •verkfræðinga, arkitekta og ráð- gjafa svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir auknum sértekjum til dæmis í heilbrigð- isþjónustunni. Neytendur verði látnir taka ríkari þátt í kostnaði við sérfræðiþjónustu og í með- alakostnaði svo dæmi séu nefnd. Vegna kjördæmasjónarmiða treysta menn sér ekki til að skera niður útgjöld til vegamála en í staðinn hallast menn að veggjaldi sem tekið yrði í hækk- uðu bensínverði. Erlend lántaka aukin Síðast en ekki síst. Erlend lántaka verður aukin. Leitast verður við að framlengja lán sem falla í gjalddaga á árinu og ný lán tekin til að brúa bilið, og eru nefndar í því sambandi tölur á bilinu 600 til 700 milljón- ir króna þegar allt er tínt til. Talsverður hluti yrði jafnvel skammtímalán sem gerðu stjórninni klefft að dreifa hallanum yfir á næsta fjárlagaár, en undirbúningurfjárlaga næsta árs er þegar hafinn. Fjármála- ráðherra sagðist í gær gera sér vonir um að vegna aukinnar þjóðarframleiðslu þyrfti þessi aukna erlenda lántaka ekki að hafa í för með sér að hlutfall erlendra skulda af þjóðarfram- leiðslu færi upp fyrir 60%. Bandormur á fimmtudag Ljóst er að þær hugmyndir sem nú eru reifaðar hafa í för með sér að einhverjar laga-. breytingar verður að gera. Stjórnarsinnar sem NT ræddi við í gær sögðu að ef samstaða næðist um að fara þessar leiðir á fundi ríkisstjórnarinnar nú í morgun og á fundum þingflokk- anna sem að öllum líkindum verða boðaðir síðdegis megi jafnvel vænta þess að strax á fimmtudag verði lagður fram á Alþingi bandormur með þeim lagabreytingum sem gera þarf. Hins vegar lögðu allir áherslu á að það plagg sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í morgun væri aðeins hugmyndir. Þær gætu tekið breytingum í meðferð stjórnar og þingflokka. ■ Þessi bíll sem stóð á bílastæði við Krummahóla tók svikaiaust við sér þegar eigandinn gangsetti hann á fimmtudag því hann stóð þá fyrirvaralaust í björtu báli. Eigandinn komst út ásamt fjölskyldu sinni og kallaði slökkviliðið til. Þegar það kom á staðinn var bíllinn alelda. Slökkvistarflö gekk þó vel en bflar sem stóðu við sitthvora hlið bflsins skemmdust nokkuð af eldinum. NT mynd Sverrir

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.