NT - 24.04.1984, Page 14

NT - 24.04.1984, Page 14
Þriðjudagur 24. apríl 1984 14 ■ Það starfsfólk NT, sem var á vakt í gær, tók sér örstutt hlé til að skoða hinn nýja sendibíl fyrir- tækisins, sem á eftir að koma að miklu gagni við að dreifa blaðinu til kaup- enda þess. Róbert yfir- Ijósmyndari notaði tæki- færið og smellti mynd af liðinu. l Það fer ekki milli mála, að með útgáfu þessa tölublaðs hefur átt sér stað bylting í íslenskum blaða- heimi. Á markaðinn er komið blað, sem er sérhannað fyrir þarfir nútímamannsins á þessum níunda áratugi 20. aldarinnar, áratugi hraða, tækni og snerpu. Þetta blað heitir NT og þessi grein fjallar um tilgang þess, markmið og skipulag. Staðnaðir risar Útbreiddustu blöð lands- manna, Morgunblaðið og Dag- blaðið, hafa nú um nokkurt skeið setið í vissri einokunar- aðstöðu á íslenskum blaða- markaði. Morgunblaðið vegna fornra tengsla sinna við einka- fjármagnið í landinu og Dag- blaðið vegna sérstöðu sinnar á síðdegisblaðamarkaðinum eft- ir að gamli Vísir var innlimað- ur. Þessi sérstaða við kjötkatl- ana hefur svo leitt til þess, að fjárhagsleg afkoma Mbl. og Dagblaðsins hefur verið mjög góð. Sést það ef til vill best á þeim fjárfestingum, sem blöð- in tvö hafa lagt út í. Bæði standa þau í húsbyggingum og tölvuvæðingu og eins hefur Morgunblaðið nú fest kaup á fullkominni prentvél, sem er sögð kosta meir en 100 milljón- ir íslenskra króna og verður Dagblaðið prentað í sömu vél. Til eru gömul sannindi í hagfræðinni, sem segja að í einokunarfyrirtæki, ér vegni vel, finnist lítill hvati til að betrumbæta og þróa. Þau sannindi eiga vel við í þessu tilfelli, því Ijóst er að þessi útbreiddustu blöð landsmanna eru fyrir löngu stöðnuð hvað fréttir og fréttameðhöndlun varðar og skipta þá dýrar fjár- festingar engu. Það eina sem hefuref til vill þróast hjá þeim, er fjöldi yfirmannastaða á rit- stjórnunum. Mbl. hefur nú átta stjóra og Dagblaðið sex meðan t.d. risablöðin í Vestur- Þýskalandi láta sér nægja 2-3 stjóra að öllum jafnaði. Þessi einkennilega staða, þ.e. friður og skortur á samkeppni, hefur því miður orðið til þess að ýmsar nýjungar í blaða- mennsku, sem hafa verið að ryðja sér til rúms úti.í hinum víða heimi á undanförnum árum, hafa ekki borist til íslands. Þessu ætlum við á NT að breyta. Hvers vegna byiting? Það er Ijóst frá því, sem hér hefur komið fram, að róttækra breytinga er þörf í íslenskum blaðaheimi. En það er þó ekki eini hvatinn að þeirri byltingu, sem með þessu blaði hefur átt sér stað á gamla Tímanum. Hér kemur einnig til, að fjár- hagsstaða Tímans hefur nú um lengri tíma verið mjög slæm og því kominn tími til að gera þar bragarbót á. Við á NT treystum okkur vel til að koma af stað nútímalegu fréttablaði, sem hefur í heiðri harða en þó hlutlausa og heiðarlega blaða- mennsku. Það eru þó kaup- endur einir, sem taka loka- ákvörðunina um framtíð blaðsins. Um niðurstöður þeirrar ákvörðunar óttumst við hins vegar ekki, svo framarlega sem lesendur taki fordóma- laust á móti blaðinu. Hvernig byiting? Lesandi nýja blaðsins kemst ekki hjá því að taka eftir þeim miklu breytingum, sem hafa orðið á gamla blaðinu. Til að nefna aðeins örfá dæmi, nægir að benda á erlendar fréttir, erlendar símamyndir af at- burðum líðandi stundar, meira íþróttaefni, stærra blað, nýtt letur, nýja myndasögu og fleiri á leiðinni, nýja liti og nýtt nafn til að nefna eitthvað. Þá er ljóst, að á næstu dögum munu fleiri nýjungar koma fyrir augu landsmanna, svo sem varðandi helgarblað NT, aukablöð og nýja þætti. Allar þessar breytingar hafa tekið fleiri mánaða undirbún- ingsvinnu og höfum við haft hliðsjón af því besta, sem ger- ist meðal þróuðustu og nú- tímalegustu dagblaða hins vestræna heims. Þó á eftir að geta þeirrar breytingar, sem hvað mest mun setja svip sinn á íslenska blaðamennsku á komandi áratugum. Er það ritstjórnarmiðstöðin svo- nefnda eða „deskurinn“, eins og við köllum miðstöðina í daglegu máli. Ný og lifandi efnismeðferð Það er ekki ætlun okkar að gera of nákvæmlega grein fyrir núverandi starfsskipulagi á rit- stjórn NT. Við verðum að leyfa þeim á Mbl. og Dagblað- inu að hafa eitthvað fyrir hlut- unum. Þó skal segja, að hér er átt við skipulag þar sem desk- stjóri, blaðamenn, ljósmynd- arar og útlitsteiknarar vinna í sameiningu að hönnun frétta- síðna blaðsins, þannig að full- komið samræmi milli hinna þriggja mikilvægu þátta, efnis, Ijósmynda og útlits náist sem best. Ein afleiðing þessara vinnubragða er sú, að smærri fréttir verða ekki lengur merktar þeim blaðamanni, sem skrifaði viðkomandi frétt. Nýttfólk blandast í hópinn Svo ritstjórn NT sé fær um að gegna hinu nýja og mikla hlutverki sínu, hafa margir nýir blaðamenn gengið til liðs við hana. Innlenda fréttadeild-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.