NT - 24.04.1984, Síða 19
Þriðjudagur 24. april 1984
Þriðjudagur
24. apríl
7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi -Stefán Jökulsson -
Kolbrún Halldórsdóttir - Kristín
Jónsdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónína
Benediktsdóttir (a.v.d.v.)
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sig-
urðar Jónssonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morg-
unorð - Unnur Halldórsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „El-
vis Karlsson" eftir Mariu Gripe
Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Sigur-
laug M. Jónasdóttir les (17).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tón-
leikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. landsmálablaðanna.
10.45. „Man ég það sem löngu !eið“
Ragnheiður Viggósdóttir sér um
þáttinn.
11.15 Við pollinn Ingimar Eydal velur
og kynnit létta tónlist (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Lög frá landsbyggðinni
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar
Egilssonar, seinni hluti Þorsteinn
Hannesson les (9).
14.30 Upptaktur -Guðmundur Bene-
diktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk tónlist Sinfóniuhljóm-
sveit Islands leikur
17.10 Síðdegisvakan Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson og Borgþór S.
Kjaemested.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Mar-
grét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðar-
dóttir.
20.00 Barnalög
20.10 Á framandi slóðum. (Áður útv.
1982). Oddný Thorsteinsson segir
frá Indónesiu og leikur þarlenda
tónlist, síðari hluti.
20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall
um þjóðfræði Dr. Jón Hnefill Aðai-
steinsson tekur saman og flytur. I
þessum þætti verður einkum fjallað
um bæjardrauginn. b. Tvísöngur:
Jóhann Danfelsson og Eirfkur
Stefánsson syngja Undirleikari:
Guðmundur Jóhannsson.
21.15 Skákþáttur Stjómandi: Jón Þ.
Þór.
21.40 „Þúsund og ein nótt“ og
Steingrímur Thorsteinsson Stein-
unn Jóhannesdóttir flytur erindi
vegna lesturs úr sagnasafninu sem
hefst á sama tima á morgun.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar a. Dansasvita
eftir Béla Bartók. Sinfóníuhljóm-
sveitin í Chicago leikur, Sir Georg
Solti stj. b. Sinfónía í C-dúr eftir Igor
Stravinsky. Sussie Romande-hljóm-
sveitin leikur, Charles Dutoit stj. c.
„Söngvar förusveinsins" eftir
Gustav Mahler. Dietrich Fischer-
Dieskau syngur með Sinfóníuhljóm-
sveit útvarpsins i Múnchen, Rafael
Kubelik stj. - Kynnir: Ýrr Bertelsdótt-
ir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnend-
ur: Páll Þorsteinsson. ÁsgeirTómas-
son og Jón Ólafsson.
14.00-16.00 Vagg og velta Stjórnandi:
Gísli Sveinn Loftsson.
16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjóm-
andi: Kristján Sigurjónsson.
17.00-18.00 Frístund Stjórnandi: Eð-
varð Ingólfsson.
19.35 Hnáturnar 7. Litla hnátan hún
Frekja Breskur teiknimyndaflokkur.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
Sögumaður Edda Björgvinsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáll
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.15 Snákurinn (Greggio e Perico-
loso). Nýr flokkur -Fyrsti þáttur.
Leikstjóri Enzo Tarquini. Aðalhlut-
verk: Claudio Cassinelli, Mara Veni-
: er og Vittorio Caprioli. Sendiráði
arabaríkis i Róm berst hótun um að
gerð verði opinber leyniskýrsla um
oliuforða heimsins ef ekki verði reitt
af hendi morð fjár. Arabamir bregð-
ast við af hörku því að miklir hags-
munir eru i húfi. Þýðandi Þuríður
Magnúsdóttir.
22.10 Upprisan Samræður í sjón-
varpssal i tilefni nýliðinnar páskahá-
tiðar. Gunnlaugur Stefánsson guð-
fræðingur ræðir við fimm biskups-
vigða menn um þann grundvöll
kristinnar tníar sem upprisan er. Þeir
eru: Pétur Sigurgeirsson, biskup
Islands, dr. Sigurbjörn Einarsson
biskup, dr. Sigurður Pálsson vigslu-
biskup og núverandi vigslubiskupar,
sr. Sigurður Guðmundsson á Grenj-
aðarstaö og sr. Ólafur Skúlason,
Reykjavil. Ohætt er að fullyrða að
jafnmargir biskupar hafa aldrei kom-
ið fram i sama sjónvarpsþætti hér-
lendis.
23.10 Fréttir í dagskrárlok.
Sjónvarp á páskum:
Fegurð
lands-
ins og fleira
■ Aðstandendur sjónvarpsmyndarinnar um Ásgrím Jónsson, iistmálara.
■ Ásgrímur Jónsson, listmálari.
■ Þá eru páskarnir liðnir og
kominn Nýr Tími sem líkt og sá
gamli vill láta sig menningarmál
varða. Góðar óskir fylgja hon-
um úr hlaði. - Á páskum er
jafnan margt um að vera,
kannski of margt því fáum end-
ist þrek til að fylgjast með öllu
því sem fram er borið, og nú
bættist við friðarvika í Norræna
húsinu, myndarlegarogfjölsótt-
ar samkomur og listsýningar. -
Það hefur verið iðja mín í vetur
að segja í Tímanum frá leiklist-
arflutningi í höfuðstaðnum, svo
og ríkisfjölmiðlum. Um hátíð-
ina flutti útvarpið leikrit Hein-
richs Böll, Efemíu Grandet,
gert eftir sögu Balsacs, og sjón-
varpið sýndi nýtt íslenskt leikrit,
Matreiðslunámskeiðið eftir
Kjartan Ragnarsson. Frá hvor-
ugu þessu verður greint hér, en
um sjónvarpsleikinn mun annar
maður fjalla, þar sem samtímis
því að hann var á skjánum
frumsýndi Stúdentaleikhúsið
nýtt verk sem sinna þurfti.
Sjónvarpsdagskrá hátíðar-
innar var bæði vönduð og fjöl-
breytt. Kvikmyndirnar, frá
Þýskaland, föla móðir til Pyg-
malions, sem My fair Lady er
samin upp úr; - þetta ætti að
þjóna flestum áhorfendahóp-
um. Það er þó innlenda efnið
sem sérstök ástæða er til að gefa
gaum. Einnig þar var vel að
verki staðið.
Kvikmyndin um Skaftárelda
var gott framtak þótt ekki væri
hún beinlínis til þess fallin að
líma mann við tækið. Þetta er
raunar fræðslumynd og ætti
skýlaust að fara beint í skóla
eins og raunar fleira af því tagi
sem sjónvarpið hefur gert. Mér
skilst að höfundarréttarmál hafi
staðið í vegi fyrir því að innlend-
ir fræðsluþættir úr sjónvarpi
nýtist skólum og er tími til
kominn að greiða úr slíkum
vandræðum. í Skaftárelda-
myndinni var gripið til þess ráðs
að nota myndir úr eldgosum
seinni ára til að skýra atburði
fyrir tveim öldum. A þessu fór
vel, og gaman að hlýða á
skýringar Sigurðar heitins Þór-
arinssonar, en umfjöllun hans
um Skaftárelda mun hafa verið
síðasta verkefni hans við al-
þýðufræðslu um vísindi sín á
löngum frægðarferli. Það eina
sem mátti virðast ankannalegt
í myndinni var sviðsetning eld-
messunnar. Þar var reynt að
vekja hugboð um ógnirnar úti
fyrir nánast með því einu að
kertastjakar á altari taka að
hristast öðru hverju og séra Jón
Steingrímsson grípur um þá til
að varna því að þeir falli niður!
Það er vandasamt að bregða
upp sannfærandi mynd svo
dramatískrar senu sem þjóðin
hefur haft fyrir hugskotssjónum
kynslóðum saman, enda tókst
það ekki hér.
Umræðuþáttur um krossfest-
inguna á föstudaginn langa var
góðra gjalda verður, en nokkuð
stirðlega stjórnað. Fáfræði
manna um undirstöðuatriði
kristindómsins er með ólíkind-
um í þessu nafnkristna landi, og
ekki nema sjálfsagt að nota þau
tækifæri sem bjóðast á stórhá-
tíðum til að reyna að bæta úr
því. Hins vegar er fáum lagið að
útskýra á ljósan og skilmerkileg-
an hátt svo torveld efni sem
sumar trúarhugmyndir eru, í
augum margra að minnsta kosti.
Þátttakendum í umræðu sjón-
varpsins tókst það misjafnlega,
en bestur þótti mér hlutur
Björns Björnssonar prófessors.
Glansnúmer sjónvarpsins á
þessum páskum var kvikmyndin
um Ásgrím Jónsson. Þar er
dæmi um verkefni sem sjón-
varpinu ber að sinna meira en
gert hefur verið. Slíkir þættir
um myndlistarmenn eru efni
sem sérlega er fallið til sjón-
varpsmeðhöndlunar, en einnig
mætti taka fyrir önnur menning-
arsöguleg atriði: hvenær fáum
við að sjá þátt um Jóhann
Sigurjónsson í líkingu við hina
vönduðu þætti Norðmanna um
Ibsen sem sýndir voru á dögun-
um?
Hrafnhildur Schram tók eink-
ar vel og smekklega á efninu í
Ásgrímsþættinum. Listfræði-
legum skilgreiningum var stillt í
hóf, en meira lagt upp úr því að
bregða upp mynd af manninum
sjálfum, meðal annars með við-
tölum við fólk sem þekkti
Ásgrím. Þar var sérlega dýr-
mætt viðtalið við Þorvald Skúla-
son og undirstrikar á skemmti-
legan hátt samhengið í íslenskri
myndlistarsögu, svo eðlilega,
blátt áfram og af miklum trú-
verðugleik sagði Þorvaldur frá
kynnum þeirra. Vel á minnst:
Um Þorvald er nú komin út
mjög vönduð bók Björns Th.
Björnssonar þar sem ævi hans
og verkum eru gerð prýðileg
skil. Ennþá vantarslíka bók um
Ásgrím, - kannski vill Hrafn-
hildur Schram ráðast í að skrifa
hana? Það þyrfti að gerast fljót-
lega meðan enn er til frásagnar
það fólk sem besta aðstöðu
hafði til að fylgjast með ferli
Ásgríms.
Myndin um Ásgrím var öllum
til sóma sem að henni stóðu.
Gaman var að hlýða á frásagnir
Húsafellsbræðra af veru Ás-
gríms þar sumar eftir sumar, og
öllu næmari lesara á texta Ás-
gríms og Tómasar Guðmunds-
sonar í minningum málarans
var vart hægt að fá en Árna
Kristjánsson.
Ég ætla ekki að þykjast
öðrum færari til að xjalla um list
Ásgríms, en ætíð hafa vatnslita-
mýndir hans heillað mig mest.
Næmleiki hans á birtu landsins
er fágætur, og síst er það ofmælt
sem í þættinum sagði að hann
og samtímamenn hans meðal
íslenskra málara kenndu þjóð-
inni að skynja fegurð lands síns
á nýjan hátt. Hinir þrír stóru
málarar, Ásgrímur, Kjarval og
Jón Stefánsson, eru allir meist-
arar sem hver stórþjóð getur
verið stolt af. Af þessum þrem
hefur Jóni Stefánssyni verið
minnstur gaumur gefinn í seinni
tíð. Hann á þó síst skilið slíkt,
tómlæti, því að hinum tveim
ólöstuðum hygg ég að enginn
hafi séð dýpra en hann.
Ég get ekki látið hjá líða,
vegna þess hve Ásgrímsmynd
sjónvarpsins tókst vel, að skora
á sjónvarpið að efna nú í hlið-
stæða mynd um Jón Stefánsson.
Á aldarafmæli hans fyrir þrem
árum var kjörið tækifæri til að
efna til stórrar yfirlitssýningar á
list hans líkt og oft er gert á
slíkum minningarárum. Þetta
var ekki gert. Fyrir slíka van-
rækslu má bæta með góðri kvik-
mynd um list Jóns og líf. í seinni
tíð hafa komið fram á sjónar-
sviðið nýir og álitlegir listfræð-
ingar, og má því vænta þess að
á næstu árum verði unnið vel að
því að varpa ljósi á ýmsa þá
þætti í myndlistarsögu okkar
sem síst mega gleymast, þar á
meðal framlag þeirra meistara
sem á sínum tíma opnuðu augu
þjóðarinnar fyrir fegurð lands-
ins og greiddu heimslistinni veg
til hennar.
Við eigum þegar gott yfirlit
um íslenska myndlist frá um
1947, aftur að kynslóð septem-
bersýninganna svonefndu, sem.
Björn Th. Björnsson ritaði.
Rannsóknir á einstökum málur-
um skortir þó enn að mestu, og
jafnframt þarf að gera þjóðinni
grein fyrir hlut þeirra hvers og
eins. {þeim efnum er sjónvarpið
áhrifaríkast, auðvitað ásamt
listaverkabókum, en útgáfa
þeirra hefur nú hafist að nýju á
síðustu árum eftir langt hlé.
Gunnar Stefánsson
Útiliuröir — Gluggar
^ Fullkomin samsetning
Gerum verötilboö Sendum gegn póstkröfu.
TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F-
HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06