NT


NT - 24.04.1984, Side 20

NT - 24.04.1984, Side 20
Vextir: (ársvextir) Frá og meö 21. janúar 1984 Innlánsvextir: 1. Sparisjóösbækur........ 2. Sparisjóösreikningar, 3 mán,1) 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 4. Verötryggöir 3 mán. reikningar.... 5. Verötryggöir 6 mán. reikningar.... 6. Ávisana- og hlaupareikningar....... 15,0% 17,0% 19,0% 0,0% 1,5% 5,0% Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæöur í dollurum......... 7,0% b. innstæöur í sterlingspundum... 7,0% c. innstæður í v-þýskum mörkum. 4,0% d. innstæður i dönskum krónum . 7,0% 1) Vextir færöir tvisvar á ári. Utlánsvextir HÁMARKSVEXTIR (Veröbótaþáttur í svíga) 1. Víxlar, forvextir.. (12,0%) 18,5% 2. Hlaupareikningar... (12,0%) 18,0% 3. Afuröalán, endurs.. (12,0%) 18,0% 4. Skuldabréf......... (12,0%) 21,0% 5. Visitölubundin skuldabréf: a. Lánstimi minnst 1 'k ár 2,5% b. Lánstími minnst 2VL ár 3,5% c. Lánstímí minnst 5 ár 4,0% 6. Vanskilavextir á mán....... 2,5% Lífeyrissjóðslán: Lífeyriss|óöur starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 260 þúsund krónur og er lánið vísitölubundið meö lánskjaravisitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt að 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins el eign sú, sem veö er i er lítílfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstimann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aðild að lífeyrissjóðnum 120.000 krónur, en fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár bætast við lánið 10.000 krónur.unz sjóðsfélagi hefur náð 5 ára aðild að sjóðnum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára sjóðsaðild bætast við höfuðstól leyfilegar iánsupphæðar 5.000 krónur á hverjum árs- fjórðungi, en eftir 10 ára sjóðsaðild er láns- upphæðin orðin 300,000 krónur. Eftir 10 ára aðild bætast við 2.500 krónur fyrir hvern ársfjórðung sem liður. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóðnum. Höfuðstóll lánsins er tryggður með bygg- íngavisitölu, en lánsupphæðin ber 2% árs- vexti. Lánstiminn er 10 lil 32 ár að vali lántakanda. Lánskjaravisitala fyrir aprilmánuð 1984 er 865 stig, er var fyrír marzmánuð 854 stíg. Er þá miðað við vísitöluna 100 í júni 1982. Hækkun milli mánaðanna er 1,29%. Byggingavisitala fyrir april til júni 1984 er 158 stig og er þá miðað við 100 i janúar 1983. Handhafaskuldabréf i fasteignavið- skiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20% Gengisskráning nr. 77-18. apríl. 1984 <1.09.15 Kaup Sala 01—Bandaríkjadollar 29.120 29.200 02-Sterlingspund 41.460 41.574 03-Kanadadollar 22.762 22.824 04-Dönsk króna 3.0090 3.0172 05-Norsk króna 3.8402 3.8507 06-Sænsk króna 3.7216 3.7319 07-Finnskt mark 5.1668 5.1810 08-Franskur franki 3.5887 3.5986 09-Belgískur franki BEC 0.5408 0.5422 10-Svissneskurfranki 13.3242 13.3608 11—Hollensk gyllini 9.7932 9.8201 12-Vestur-þýskt mark 11.0525 11.0829 13—ítölsk líra 0.01786 0.01791 14-Austurrískursch 1.5711 1.5754 15-Portúg. Escudo 0.2173 0.2179 16-Spánskur peseti 0.1948 0.1954 17-Japanskt yen 0.12998 0.13034 18—írskt pund 33.839 33.932 20-SDR (Sérstök dráttarréttindi) 30/03.30.8340 30.9187 Belgískur franki BEL 0.5276 0.5290 DENNIDÆMALAUSI „Hann hljóp í skarðið fyrir mig á meðan ég fór á klósettið." Kvöld- nætur og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík vikuna 20. til 26. april er í Lyfjabúðinni Iðunni. Einnig er Garðs Apótek opið til kl. 22 alla virka daga. Læknastofur eru lokaðar á laugar- dögum og helgidögum, en hægt er að ná sambandi við lækna á Göngu- deild Landspítalans alla virka daga kl. 20 til kl. 21 og á laugardögum frá kl. 14 til kl. 16. Sími 29000. Göngu- deild er lokuð á helgidögum. Borgar- spítalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilis- lækni eða nær ekki til hans (sími 81200) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (simi 81200), en frá kl. 17 til kl. 8 næsta morguns i síma 21230 (lækn- avakt). Nánari upplýsingar um lyfj- abúðlr og læknaþjónustu eru gefn- ar í stmsvara 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Is- lands er í Heilsuverndarstöðinni á laugardögum og helgidögum kl. 10 til kl. 11 f.h. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10-13 og sunnudag kl. 10-12. Upplýs- ingar i símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Ápótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19. Á helgidögum er opið frá kl. 11-12, og 20-21. Á öðrum timum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í sima 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga kl. 9-19. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8-18. Lokaö í hádeginu milli kl. 12.30 og 14. Þriðjudagur 24. apríl 1984 20 AUSTURBÆJARBÍÓ Afómstöðin -ísl. kl: 5,7,9 _ BÍÓHÖLLIN Salur l: Silkwood -am. kl: 5,7:30,10 Mjallhvít og dverg- arnir sjö -am. kl: 3 Salur 2: Heiðurskonsúllinn, kl:5,7,9,ll, Bönnuð innan 14. Skógarlíf (Jungle Book) -am. kl: 3 Salur 3: Maraþon maðurinn (Mara- thon man) -am. kl: 5,7:30,10. Bönnuð innan 14. Allt á hvolfi, kl:3. Salur 4: Goldfinger -br. kl: 3,9. Porkys II, kl: 5,7,9. Bönnuð innan 12 '____ HÁSKÓLABÍÓ Staying alive -am. kl: 5,7,9,11 HAFNARFJARÐARBÍÓ Hrafninn flýgur, ísl. kl: 5,9. Bönnuð innan 12. Æinvígi Kóngulóarmannsins, kl: 3 LAUGARÁSBÍÓ Scarface, -am. kl: 5,9. Bönnuð innan 16 NÝJA BÍÓ Stríðsleikir (War games) -am. kl: 5,7:15,9:30 REGNBOGINN A-salur: Heimkoma hermanns- ins -br. kl: 7,9,11 Jón Oddur og Jón Bjarni -ísl. kl: 3,5 B-salur: Bryntrukkurinn -am. kl. 3:05,5:05,7:05,9:05,11:05. Bönnuð innan 14. C-salur: Shogun -am kl: 9:10. Bönnuð innan 12. Gallipoli ást. kl: 3:10,5:10,7:10. Bönnuð innan 12. D-salur: Ég lifi -fr. kl: 9:15. Hefndaræði -am. kl: 3:15,5:15,7:15 Bönnuð innan 14. E-salur: Francis -am. kl: 3,6,9. STJÖRNUBÍÓ Educating Rita -br. kl: 5,7,9,11:10. B-salur: Snar- geggjuð kl: 3,5,7,9,11._______ TÓNABÍÓ Svarti folinn snýr aftur -am. kl:3,5,7,9 Kvikmyndir - Laugarásbíó - Scarface ■ Tony Montana (Al Pacino) er kominn yfir toppinn niðurleiðin er greið. Kókaínið hefur séð fyrir því. || ■■ heima leikir ■ Scarface. Bandaríkin, 1983. Handrit: Oliver Stone. Kvik- myndataka: Hohn A. Alonzo. Tónlist: Giorgio Moroder. Leikendur: Al Pacino, Steven Bauer, Michelle Pfeiffer, Mary Elisabeth Mastrantonio, Ro- bert Loggia. Leikstjóri: Brian DcPalma. Brian DePalma hefur unnið mikið þrekvirki með þessari kvikmynd. Hún er tæpir þrír klukkutímar og heldur áhorf- andanum hugföngnum hverja einustu minútu. Scarface er endurgerð sam- nefndrar kvikmyndar Howards Hawks frá árinu 1932 að því leytinu til að beinagrind sögunn- ar er sú sama, uppgangur og hnignun glæpaforingja, auk samskiptamunsturs aðalpersón- anna. Brian DePalmahefurhins vegar flutt atburðarásina frá Chicago bannáranna til Miami í Florida á árinu 1980. Og í stað áfengisins verslar undirheima- lýðurinn með kókaín. Tony Montana er einn þeirra rúmlega eitthundrað þúsund Kúbumanna, sem Fidel Castro veitti brottfararleyfi til Banda- ríkjanna árið 1980. Tony kemst fljótlega í þjónustu eins at- hafnamesta kókaíninnflytjanda Flórída, ásamt með vini sínum Manny. En Tony færir sig smám saman upp á skaftið, uns hann kemst sjálfur á toppinn. Og af toppinum er aðeins ein leið, niðurleiðin, sem er greiðfær mjög. Tilvera Tonys snýst um það eitt að verða eitthvað, og í þeim heimi sem hann lifir og hrærist í eru það peningarnir einir sem færa mönnum völdin. Brian DePalma fylgir Tony þyrnum stráða leiðina upp á toppinn af stakri fagmennsku; sýnir okkur aukin völd hans og áhrif með æ stærri skömmtum af kóki, sem fer upp í nösina á honum, sýnir okkur falsvinina margfalda í veggspeglunum; ekkert nýtt, en allt gert á óaðfinnanlegan hátt. Og þegar allt gengur í haginn fyrir Tony, flýgur auglýsinga- loftbelgur frá Pan Am flugfélag- inu í baksýn og á honum stendur: heimurinn er þinn. En þessi orð fá aðra merkingu í lokin, þegar Tony liggur dauður í sínu eigin húsi og við sjáum styttu, sem heldur á hnattlíkani, þar sem standa þessi sömu orð. Tony lítur á undirheimana sem eins konar leiksvið. Hann eralltafað leika. Stingur jafnvel upp á því að byrja upp á nýtt, þegar hann sækir kókaín í fyrsta sinn og atburðakeðjan verður ekki eins og hún á að vera. Rétt eins og hann væri í bíó. En þegar hann hættir að leita og lætur tilfinningarnar ráða, þá er voðinn vís og glötunin á næsta leiti. Scarface er einkar vel heppn- uð mynd, þar sem allir þættirnir falla saman í sterka og sannfær- andi heild. Það er sama hvort það er handritshöfundur, leik- stjóri eða leikarar, alls staðar má sjá handbragð manna, sem vita hvað þeir eru að gera og kunna til verka. Scarface er án efa ein besta myndin, sem boðið er upp á um þessa páska vilji einhver eiga skemmtilega kvöldstund í bíó, ætti hann að sjá Al Pacino og félaga. Við- kvæmum áhorfendum skal hins vegar bent á það, að myndin er all hrottafengin á köflum og orðbragðið eitt hið mesta, sem heyrst hefur í einni kvikmynd í langan tíma. Guðlaugur Bergmundsson KvHcmyndir Nýja bíó - Stríðsleikir Sprengjuat ■ Stríðsleikir er nokkuð vel heppnuð skemmtimvnd - með siðaboðskap. ■ Stríðsleikir (War Games). Bandaríkin, 1982. Handrit: Lawrence Lasker, Walter E. Parkes. Kvikmyndataka: Wil- liam A. Fraker. Tónlist: Arthur B. Rubinstein. Leikendur: Matthew Broderick, Dabney Coleman, John Wood, Ally Sheedy, Barry Corbin. Leik- stjóri: John Badham. Hvað gerist þegar tölvuleikja- óður unglingur fer í stríðsleiki við stýristölvu kjarnorkuvopna- búrs Bandaríkjanna og þykist vera Rússar í árásarhug? Jú. það má engu muna að jörðin farist. Kvikmynd Johns Badham kemur akkúrat á réttum tíma. Tölvuleikir fara eins og eldur í sinu um landið og baráttan gegn kjarnorkuógninni hefur náð hámarki sínu um páskana. Stríðsleikir eru fyrst og fremst skemmtimynd, þar sem allir þætti hennar miða að því að ná upp hámarksspennu í lokin og gefa áhorfendum síðan nokkrar mínútur til að jafna sig. Sem slík er myndin nokkuð vel _ heppnuð. Eftir stuttan formála, ’ sem sýnir okkur hvað við eigum í vændum, fer spennan smátt og smátt stígandi uns hápunktinum er náð. Og til stuðnings nokkuð þéttu og góðu handriti er tækni- vinna, sem er í fullu samræmi við ætlunarverk höfundanna: allt á að vera sem áhrifaríkast. Þar helst allt að, kvikmynda- taka, leikur og leikstjórn. En það má líta á Stríðsleiki sem meira en bara skemmti- mynd. Hún hefur líka ákveðinn siðaboðskap, sem gæslu- mönnum kjarnorkuvopnabúrs heimsins virðist oft veitast erfitt að skilja, nefnilega þann að enginn getur unnið kjarnorku- stríð. Þegar stýritölvan hefur farið yfir öll afbrigði kjarnorku- styrjaldar, meira að segja ís- landsafbrigðið, segir hún ein- faldlega: eini möguleikinn á að vinna þennan leik, er sá að byrja ekki. Þá varar myndin líka við þeirri oftrú, sem menn hafa á tölvunni í tilvikum sem þessum. Raunveruleikinn er kannski ekki alltaf í samræmi við það, sem tölvan segir. Stríðsleikir hefur flest það til að bera sem prýða má góða afþreyingu, enda náði hún mikl- um vinsældum vestanhafs. Eng- in ástæða er til að ætla að annað verði uppi á teningnum hér. Guðlaugur Bergmundsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.