NT - 24.04.1984, Page 21
Nigeria:
Eignakönnun
sem bragð er að
Gjaldmiðillinn innkallaður óg landamærunum lokað
■ Herforingjastjórnin í Nigeriu tilkynnti í gærkvöldi að öllum
landamærum ríkisins væri lokað. Yfirlýsingin kom snögglega og
óvænt og jafnframt var tilkynnt að gjaldmiðill landsins yrði
innkallaður og nýir seðlar og mynt gefín út. Næstráðandi ríkisins,
Idiagbon, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi, að bankar mundu
skipta gamla gjaldmiðlinum, naira, frá og með miðvikudagsmorgni
og samtímis eru gömlu seðlarnir sem ekki eru í landinu sjálfu orðnir
verðlausir.
Naira er ekki skráður erlend-
is, en bankar kaupa hann með
afföllum. Idiagbon sagði að að-
gerðir þessar væru nauðsynlegar
þar sem miklu fjármagni væri
smyglað úr landi og væri það
einn meginþátturinn í skemmd-
arverkum sem unnin eru á.
nigerisku efnahagslífi. Peninga-
skiptunum á að ljúka 6. maí
n.k. Einstaklingum verður leyft
að skipta sem svarar 200 þús.
ísl. kr. fyrir nýja seðla. Stærri
upphæðir verða að leggjast inn
á bankareikninga og verður að
fylgja vottorð um hvernig við-
komandi hafi eignast féð og
gera þannig grein fyrir fjárhag
sínum.
Er þetta gert til að koma í veg
fyrir spillingu.
Aðgerðir þessar eru taldar
koma illa við marga efnaða
Nigeríumenn sem þekktir eru
fyrir að geyma háar fjárupphæð-
ir heima hjá sér. Mjög strangt
eftirlit er haft með ferða-
mönnum sem koma til landsins
til að koma í veg fyrir að
naiörum sé smyglað og verður
svo gert áfram á meðan pening-
askiptin ganga yfir. Herstjórnin
hefur hótað þeim sem staðnir
eru að smygli á gjaldmiðli til
landsins að þeir verði leiddir
fyrir herrétt og ákærðir fyrir
skemmdarverk.
Umsjón; Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson
Þriðjudagur 24. apríl 1984 21
■ Banst var i Beirut a páskum þrátt fyrir vopnahlé og samninga-
viðræður leiðtoga um stjórnmálalega lausn. Hér er lítil stúlka með
dúkkuna sína í rústum heimaborgar sinnar. Myndin var tekin nú
um páskana. Símamynd Polfoto
Líbanon:
■ Bandaríski ljós-
myndarinn Ansel
Adams lést í gær 82
ára að aldri. Adams er
löngu heimskunnur
fyrir listrænar Ijós-
myndir sínar, en hann
hefur búið lengst af í
Kaliforníu og frægustu
myndir hans eru af
landslagi á þeim
slóðum.
Adams hefur oft verið kall-
aður skáld með myndavél
enda búa verk hans yfir ljóð-
rænni fegurð, sem fáum ljós-
myndurum tekst að höndla.
Ansel Adams lærði ungur
píanóleik og ætlaði að verða
hljómlistarmaður en snéri sér
síðan að ljósmyndum einvörð-
ungu. Hann hefur haft mikil
áhrif á sínu sviði og átti sér
marga nemendur.
Myndir Adams eru mjög
verðmætar og dæmi eru um að
einstök mynd eftir hann hafi
selst á 50 þús. dollara.
Ronald Reagan ásamt eiginkonu sinni í Honolulu þar sem hann undirbýr ferð sína til Kina.
Samninga-
viðræður
og skothríð
■ Beirut-Reuter. Bardagar brutust út á „græna beltinu" í Beirut
í gær, á sama tíma og hin stríðandi öfl í landinu voru að reyna að
ná lokasamkomulagi um friðsamlega skipan mála. Græna beltið
svonefnda skilur að sveitir kristinna manna, sem hafa austurhluta
borgarinnar á sínu valdi og múhameðstrúarmanna sem ráða lögum
og lofum í vesturhlutanum. Frá þessu svæði hcyrðist vélbyssuskot-
hríð og gnýr frá eldflaugasprer.gjum. Þetta er annar dagurinn í röð
sem bardagar gjósa upp á græna svæðinu.
Bardagarnir brutust út þegar
aðilar beggja vegna vopnahlés-
Reagan undirbýr „langa
friðarferð“ til Kína
■ Honolulu-Reuter. Forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan,
er nú í Honolulu ásamt eiginkonu sinni Nancy. Þar býr hann sig
undir sex daga heimsókn til Kína.
í ræðu sem Reagan hélt á
páskadag kallaði hann ferð
sína til Kína „langa friðar-
ferð“. Reagan fór hörðum
orðum um árásarstefnu Sovét-
ríkjanna og Víetnam eins og
hún birtist í Afganistan og
Kambodíu. Hann lagði
áherslu á að í þessum málum
væri afstaða Bandaríkjanna og
Kína mjög svipuð.
I gær hitti Reagan svo sér-
fræðinga sína í kínverskum
málefnum sem gáfu honum
ítarlega skýrslu um gang mála
Fegurðardís hótað á Filippseyjum
■ Manila-Reuter. Einn af
frambjóðendum stjórnarand-
stæðinga á Filippseyjum í kom-
andi kosningum er fegurðar-
drottningin Aurora Pijuan-
Manotoc, en hún sigraði í al-
þjóðlegri fegurðarsamkeppni
árið 1970. Aurora, sem er betur
þekkt undir nafninu Au Au, var
áður gift Tommy Manotoc en
hann er nú giftur dóttur Mar-
kosar forseta Filippseyja.
Tommy Manotoc hvarf í sex
vikur árið 1982 en þá var hann
nýkominn heim frá Bandaríkj-
unum þar sem hann hafði leyni-
lega gist dóttur Markosar í
andstöðu við forsetann. Þegar
hann kom síðar í leitirnar sagði
hann að skæruliðar kommúnista
hefðu rænt sér.
Þegar fegurðardrottningin
Au Au átti að koma fram á
sínum fyrsta kosningafundi í
gær hjá stjórnarandstæðinga-
flokknum UNIDO hvarf hún
skyndilega. Fyrst héldu margir
að henni hefði verið rænt en
vinir og vandamenn segja að
henni hafi verið hótað svo að
hún hafi ákveðið að fara í felur
og hún hafi hætt við að koma
fram á fundinum þar sem 2500
manns biðu hennar.
í Kína auk þess sem hann
kynnti sér nánar hver staða
Sovétríkjanna í Asíu er. í dag
flýgur Reagan til Guam þar
sem Bandaríkjamenn hafa
mikilvæga herstöð en á fimm-
tudagsmorgun flýgur hann
áfram til Peking.
Þetta verður í fyrsta skipti
sem Reagan heimsækirkomm-
únískt land. Hann segist sjálf-
ur binda miklar vonir við ferð
sína og segist vona að hún
verði til þess að samskipti
Bandaríkjamanna og Kín-
verja verði enn betri. Þannig
verði „enn eitt yfirvegað en
um leið ákveðið skref stigið í
átt til friðar og vináttu milli
kínversku og bandarísku þjóð-
anna.“
línunnar neituðu að hverfa frá
stöðum, sem samið hafði verið
um að þeir ættu að hverfa frá.
Útvarpsstöð sem rekin er af
krístnum mönnum sagði að í
gær hafi að minnsta kosti einn
látið lífið og tveir hafi særst í
austurhlutanum í skothríðinni.
Líbanskar öryggissveitir hafa
tekið sér stöðu á 15 km langri
línu frá Beirut að fjallabænum
Souq Al-Gharb. Jarðsprengjur
hafa tafið mjög fyrir að öryggis-
sveitirnar geti komið sér fyrir.
Samningaviðræður um frið-
samlega lausn í Líbanon fóru
fram í allan gærdag. í Beirut og
Damaskus sátu menn á rökstól-
urn og ræddu hvernig mögulegt
væri að koma á stjórn sem allir
aðilar gætu sætt sig við. Sýrlend-
ingum er mjög í mun að stöðug-
leiki komist á í líbönsku stjórn-
málalífi því staða þeirra þar er
mjög sterk eftir að bandaríska
öryggisliðið var kvatt á brott í
febrúar sl. Sýrlenski utanríkis-
ráðherrann sagði í gær að Sýr-
land væri eini aðilinn sem hefði
bolmagn til að sameina hin
stríðandi öfl í Líbanon.
Þeir sundurleitu hópar sem
eru að semja um að koma á fót
samsteypustjórn eiga erfitt með
að finna mann til að mynda
stjórnina sem aliir geta samein-
ast um.