NT


NT - 25.04.1984, Side 4

NT - 25.04.1984, Side 4
Lifendur munu öf- unda hina dauðu - eftir kjarnorkustyrjöldina i Það líða 7 mínútur frá því að forstjóri annars hvors ógnarveldisins „ýtir á hnappinn", þar til fyrstu kjamasprengjurnar springa yfir „óvinalandi“. Hinn forstjórinn hefur 5 mínútur til að ákveða hvort og hvemig eigi að svara árásinni. Þrjátíu mínútum síðar er styrjóldinni lokið með fullkomnum ósigri allra aðila. Mestur hluti mannvirkja á norðurhveli jarðar em nú kolarústir einar og til himins stígur biksvartur mókkur sem byrgir alla sólarsýn og veldur margra mánaða kuldaskeiði. ■ Séð yfir hluta áheyrenda í Norræna húsinu á föstudaginn langa. Húsfyllir var á samkomunni og munu sumirhafa orðio fráað hverfa. -NT-mynd Róbert Miðvikudagur 25. apríl 1984 Þessi lýsing sem um margt minnir á fornar spásagnir um ragnarök og fimbulvetur, er megin niðustaðan af þeirri dagskrá sem læknar og eðlis- fræðingar gengust fyrir í Norr- æna húsinu á-föstudaginn langa. Það vakti sérstaka athygli hversu skammur umhugsunar- tími gefst til að taka ákvörðun um hvort árás skuli svarað. Þar við bætist að þær upplýsingar sem fyrir hendi eru á þessum tíma gefa ekki óyggjandi full- vissu um að árás sé í raun og veru hafin. Kjarnorkuárás annars heims- veldisins á hitt mundi trúlega hefjast á þann veg, að samtímis yrði skotið af stað hundruðum langdrægra eldflauga og 4-5 eldflaugum frá kafbátum í ná- grenni „óvinalandsins". Tveim mínútum síðar taka að berast viðvaranir frá gerfihnöttum sem búnir eru innfrarauðum skynjur-' um sem skynjað geta útblástur ' flauganna. Þessar viðvaranir eru þó ekki óyggjandi í þeim skilningi að engin fullvissa gefst fyrir því að hér sé um árásar- fíaugar að ræða en ekki eitthvað annað. Það tekur langdrægu eld- flaugarnar u.þ.b. 25-30 mínútur að komast á leiðarenda, en eldflaugar þær sem skotið er frá kafbátum ná ákvörðunarstað sínum á 7 mínútum. Aðalhlut- verk kafbátaflauganna er að greiða „óvinalandinu" rafsegul- högg sem eyðileggur ýmsan við- kvæman fjarskipta- og rafeinda- búnað og gerir þannig illkleift eða jafnvel með öllu ómögulegt að ná sambandi manna í milli. Það er þannig á þessu stutta tímabili, frá þriðju til sjöundu mínútu sem taka þarf hina ör- lagaríku ákvörðun um það hvort tortíma skuli gervallri heimsbyggðinni. Ákvörðun, sem svo eftir allt saman gæti hugslega hafa grundvallast á misskilningi. Eftir að fyrstu sprengjurnar springa á 7. mínútu er að sjálf- sögðu fengin býsna örugg vissa fyrir því að árás sé hafin, en rafsegulhöggið hefur á hinn bóginn valdið gífurlegum skemmdum á fjarskiptakerfinu. Þeir sérfræðingar sem töluðu í Norræna húsinu á föstudaginn virtust þó álíta að enn myndu vera eftir nokkrir möguleikar til gagnárásar. Kaífas messar í Seðlabankanum ■ Trúuðum íslendingum hef- ur lengi leiðst hve fábreytt og dauft trúarlíf landsmanna er. Eftir að Þjóðkirkjan tók Mar- tein Lúther inn á gafl, árið 1550 eða svo, er ekkert púður í helgiathöfnum lengur. íburð- ur í klæðum, húsakynnum, söng og serimóníum er í al- gjöru lágmarki. Þá er næsta lítið um uppljómandi helgi- leiki. Þó er ein deild Þjóðkirkj- unnar sem sker sig úr hvað þetta snertir. Það er Seðla- bankinn. Þar er yfirleitt vel til helgihaldsins vandað. Ekki vantar þar heldur frumlegheit- in. Enda er Seðlabankinn lang vinsælasti söfnuður landsins. Kemur það meðal annars fram í því að þjóðin ætlar nú að reisa honum glæsilegt musteri við sinn helgasta hól, Arnarhól í Reykjavík. Er það mál manna að Seðlakirkja þessi verði glæsilegri en aðrar kirkj- ur sem fyrir eru í landinu. Eitthvað hafa vantrúaðir leikmenn verið að nöldra yífir framkvæmdum þessum. Drengir þessir efast um að hagkvæmt og nauðsynlegt sé að reisa svona hús. Þeir telja þetta muni engu skila í þjóðar- sarpinn, heldurstanda sem dýr minnisvarði um offjárfestingar þær allar sem bankinn hefur hjálpað þjóðinni út í síðustu áratugina. Hið rétta í þessu máli er að hagfræðideild Þjóðkirkjunnar hefur fyrir laungu reiknað arð- semi musterisins. Leikmenn skilja að sjálfsögðu ekki niður- stöðurnar, enda er ekki reikn- að í krónum og aurum. Arð- semi svona bygginga verður aðeins metin í astralmyntum sem ekki hafa skráð gengi í Seðlabankanum. í ár voru þeir með páska- messuna í fyrra fallinu í Seðla- bankanum, eða á þriðjudegin- um fyrir páska. Eitthvað mun það tengjast því, að ólíkt öðrum prestum neita Seðla- bankamenn að vinna á sunnu- dögum. Engu að síður mæltist yfir 100 prósent. Nú sagði hann að tekist hefði að hemja þennan hættulega dans á einu ári, og það án þess að loka einu einasta diskóteki. Væri þar góður árangur því eins og allir vita er offjárfestingin til lands og sjávar geigvænleg. Risu of fast í lurginn tekið. Frægt var til dæmis þegar sálfræðing- ar sönnuðu að börn lands- manna pissuðu iðulega undir nóttina eftir að æðsti prestur- inn hafði birst á skjágluggum heimilanna og fellt gengið. Varð þetta til þess að útvarps- athöfnin vel fyrir, en hún kall- ast ársfundur í ritningu bankans. Mikið var um söng og synda- kvitteringar en hápunkti náði athöfnin er æðstiprestur bankans, Kaífas, sté í stólinn með reikningsskil syndanna fyrir þjóðarbúið. Þessararstól- ræðu er ætíð beðið með mikilli eftirvæntingu því í henni opin- berar presturinn þá háttu sem landsmönnum "leyfist að við- hafa næsta árið. Hann er flínk- ur vandamálafræðingur hann Kaífas og geymir ráð undir rifi hverju. Fyrst leit hann til baka. Á páskafundinum fyrir einu ári sagði hann að dansinn í kring- um gullkálfinn væri orðinn svo villtur að verðbólgan stefndi menn síðan úr sætum til að fagna því að tekist hefur að kveða verðbólgudrauginn niður. Eitthvað var um fermingar- börn við messuna og fóru þau með trúarjátninguna í kór: „Ég trúi á guð almáttugan, Milton Friedman og peninga- kenningu hans o.s.frv.". Var þetta hinn fríðasti hópur vel fiðraðra páskahænsna. Eitt var lang merkilegast í ræðu æðstaprestsins. Hann boðaði nýja stefnu í gengismál- um þjóðarinnar. Það verður að segjast eins og er, að oft hefur vor andlegi leiðtogi verið grimmur og fellt gengi lands- manna ótæpilega. Víst hafa sauðirnir átt refsingu sína skilið, en mörgum hefur þótt stjórinn bannaði að birt yrði mynd af prestinum með frétta- tilkynningum þessum. Nú hafa sem sé orðið sinna- skipti í Seðlabankanum. Ritn- ingin hefur verið túlkuð upp á nýtt og nú á gengi landsmanna að vera stöðugt. Kaífas kallaði það „höfuðnauðsyn" að þessu sinni. Víst mun langþreyttum söfnuðinum þykja skrýtið að þessi nýi siður skuli svo snögg- lega upp tekinn. Voru þá allar refsingar fyrri ára til einskis? Ekki mun það vera, að sögn prestsins. Því til áréttingar benti hann á að vegir Fried- mans eru órannsakanlegir, eins og tölfræðingurinn David Hendry hjá Englandsbanka sannaði fyrir skömmu. Skuggi Á tíundu mínútu töldu eðlis- fræðingarnir að væri síðasta tækitæri tii að sfeóta langdræg- um flaugum, ef menn vildu vera vissir um að þær yrðu ekki fyrir skemmdum af völdum röntgen- geisla frá háloftasprengingum, meðan hreyflar þeirra eru í gangi. Á meðan þessu fer fram held- ur árásaraðilinn áfram að skjóta eldflaugum frá kafbátum og þær munu springa í 100-200 metra hæð yfir skotstöðum sínum, að meðaltali ein á mínútu. Eftir 25-30 mínútur frá því að fyrstu eldfláugunum var skotið ná svo langdrægu flaugarnar takmarki sínu og sprengja í loft upp síðustu leyfar siðmenning- arinnar. Árásarstórveldið mun að sínu leyti fá nokkurn veginn alveg sömu útreið og hér hefur verið lýst en fær kannski gálgafrest sem nemur tíu mínútum eða svo. - Áhrif sprengjunnar. Það er erfitt að gera sér í hugarlund þá óstjórnlegu eyði- leggingu, ógn og fjöldadauða sem verður þegar kjarna- sprengja springur. í Hírósíma bjuggu um 100 þúsund manns þegar Bandaríkjamenn þurrk- uðu hana út af landabréfinu árið 1945 með einni kjarna- sprengju. Þó hafði sú sprengja ekki nema lítið brot af sprengi- mætti þeirra sprengja sem nú eru algengastar í vopnabúrum stórveldanna. Sprengimátturinn er geigvænlegri en unnt er að lýsa með orðum. Sömu sögu er að segja um hitann sem myndast við sprenginguna. Jafnvei á sólinni mun ekki að finna slíkan hita. Síðast en ekki síst ber svo að geta um geislavirknina sem berst yfir miklu víðara svæði en önnur áhrif sprengjunnar og drepur allt sem hún nær til. Hluti geislavirkninnar berst upp í háloftin með sprengistróknum og getur borist þar um óravegu áður en hún fellur til jarðar sem geislavirkt regn og eitrar allan gróður og allt drykkjarvatn. - Kjarnorkuveturinn mikli. Enn er þó ekki öll sagan sögð. Við hinn ægilega hita sem myndast við sprengingarnar, verða miklir brunar um þann hluta jarðarkringlunnar sem fyrir kjarnorkustríðinu verður. Reykjarmekkirnir sem stíga munu til himins frá öllum þess- um brunum, telja eðlisfræðing- ar nú að munu nægja til að hylja allan norðurhluta hnattarins og jafnvel munu þeir teygja sig eitthvað yfir á suðurhvelið. Geislar sólarinnar munu ekki ná að brjótast í gegnum þetta biksvarta útflæði nema að litlu leyti og afleiðingin verður því sú að hitastig lækkar verulega - er jafnvel álitið að lækkunin geti numið tugum gráða. Þetta þýðir á venjulegu máli að vetur gengur í garð, jafnvel þótt þessir atburðir yrðu um hásumar. - Lifendur og dauðir. - En hvað verður um allt fólkið. Stór hluti mun tætast í sundur og stikna í sprengingunni sjálfri, allmargir til viðbótar munu óhjákvæmilega deyja af geisla- sýkinni á mislöngum tíma. Ein- hverjir munu þó lifa af, en þeirra bíður ekki glæsileg veröld. Stærstur hluti lækna og hjúkrunarliðs mun farast í sprengingunum og þeir sem eftir lifa munu hvorki ráða yfir tækni né lyfjum til að hlynna að hinum slösuðu. Matur verður af skornum skammti og hinir lifandi munu heldur ekki hafa neina mögu- leika til að vita hvort maturinn sem þeir leggja sér til munns sé eitraður af völdum geislunar eða ekki. Sömu sögu er að segja um drykkjarvatnið. Einn þeirra lækna sem töluðu í Norræna húsinu á föstudaginn, lýsti sálarástandi þeirra sem kunna að lifa af með þessum. orðum: „Hinir lifandi munu öfunda þá sem dóu.“ ■ Á Friðarviku ’84 í Norræna húsinu var starfrækt myndsmiðja fyrir börn og fullorðna undir handleiðslu myndlistarmanna. Ljós- myndarinn festi þessar tvær ungu konur á fdmu sína, þar sem þær eru önnum kafnar við að mála sólina og regnbogann.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.