NT - 25.04.1984, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. apríl 1984 5
Seyðisfjörður:
Árlegt inn-
brot í útibú
kaupfélagsins
■ Innbrot var framið í úti-
bú Kaupfélags Héraðsbúa á
Seyðisfirði um páskahelg-
ina. Par var brotinn upp
nýlegur peningaskápur og
greinilegt er að þjófurinn
hefur búið sig vel út því m.a.
voru notuð logsuðutæki til
að opna skápinn. Þjófurinn
hafði þó ekki erindi sem
erfiði því skápurinn var tóm-
ur og ekkert mun hafa horfið
fémætt úr búðinni.
Að sögn lögreglunnar á
Seyðisfirði er þetta í þriðja
skipti sem brotist er inn í
kaupfélagið þar, síðast um
páskana árið 1982. Öll inn-
brotin eru óupplýst, og ekk-
ert sérstakt bendir til að
sami maðurinn hafi verið að
verki í öll skiptin.
Fjárlagagatið:
Túkalls hækkun
á bensínverði?
- vefst fyrir stjórnarþingmönnum
■ Hugmyndin um að afla auk-
inna tekna með hækkuðu ben-
sínverði var meðal þess sem
stjórnarþingmönnum gekk
hvað erflðast að sætta sig við í
gær þegar þeim voru kynntar
þær leiðir sem nú er áformað að
fara til að loka fjárlagagatinu.
Ef ná á þeim 140 til 150 milljón-
um króna með þessum hætti
eins og ráðgert er þýðir það að
hækka þarf verðið á bensínlítr-
anum um 2 krónur.
Framsóknarmenn vilja frekar
setja á veggjald, eða svokallað-
an kílótoll sem myndi gefa svip-
aða upphæð. Sjálfstæðismenn
eru ekki tilbúnir til þess enda
lögðust þeir mjög eindregið
gegn því á Alþingi fyrir ári
síðan þegar frumvarp þess efnis
var lagt fram í þinginu. Sömu
skoðunar voru reyndar vöru-
bílstjórar sem umkringdu al-
þingishúsið mcð trukkum sínum
og þeyttu lúðra, eins og frægt
var. Líklegast er því að fallið
verði frá þessu gjaldi og upp-
hæðinni sem þarna átti að ná
inn gleymt í bili en tekið viðbót-
arlán sem því nemur. Ef þetta
atriði og fáein önnur eru frá
talin virðist sem stjórnarsinnar
séu almennt á því að afgreiða
málið í meginatriðum eftir þeim
leiðum sem lagðar hafa verið
fram. Því verður væntanlega
lokið á fundum þingflokkanna í
dag og ráðherrum gefið umboð
til að Ijúka málinu á ríkisstjórn-
arfundi á morgun.
Sauðárkrókur:
Mesti afli sem borist
hefur á einum sólarhring
Mesta afla sem borist
hefur á land á Sauðárkróki
á einum degi var landað þar
á 2. páskadag. Tveir af tog-
urum Útgerðarfélags
Skagafjarðar lönduðu þá
tæpum 400 tonnum af fiski.
Þar af landaði Hegranesið
um 230 tonnum, af öllum
tegundum fiskjar allt frá
smákarfa og upp í stórlúður
sem viktuðu á annað hundr-
að kíló, auk þess sem togar-
inn var með um 90 tonn af
þorski.
Aílinn skiptist á milli
tveggja frystihúsa á Sauðár-
króki auk þess sem hluta af
honum var ekið til Hofsóss.
Mjög mikil vinna er því í
frystihúsunum á Sauðár-
króki og Hofsósi núna m.a.
fyrir skólafólkið sem fengið
hefur verið til starfa í páska-
fríinu og reynt er að halda í
þar til skólinn kallar á ný..
Arnarflug áfram í sólar-
landaflugi fyrir Belga
■ Arnarflug hefur gert
samning við belgíska flugfé-
lagið Trans European Airw-
ays um leigu á Boeing 737
flugvél Arnarflugs allar helgar
í maí. Flugvélin verður notuð
til að flytja belgíska fcrða-
langa til sólarlanda, Aþenu,
Túnis og Spánar og verða
farnar fjórar ferðir um hverja
helgi.
Samningur þessi er gerður
til að auka nýtingu á flugvél
Arnarflugs og í þessum mán-
uði hefur hliðstæður samning-
ur verið í gildi við annað
belgískt félag, Sobel Air.
Tvær bjórstofur
opnaáAkureyri
■ Tvær bjórstofur voru
opnaðar á Akureyri síð-
asta vetrardag. Þessar
stofur voru inréttaðar í
veitingahúsunum H.100
og Sjallanum og heita
Baukurinn og bikarinn.
Þarna er selt svokallað
bjórlíki, hliðstætt því
sem se!t er á bjórstofun-
um í Reykjavík.
Bjórstofurnar fengu
góðar viðtökur og var
komin biðröð fyrir utan
báða staðina áður en þeir
voru opnaðir.
■ Væntanlegir bjórstofu-
gestir Bikarsins • H-100
bíða eftir að staðurinn opni
að kvöldi síðasta vetrar,-
dags.
Heimsmeistarinn öruggur sigurvegari í Osló:
Karpov tefldi af nán-
ast óhugnanlegu öryggi
Frá Kristjáni Jóhanni Jóns-
syni í Osló
■ Afmælismóti taflfélags
Oslóar er nú lokið. Heims-
meistarinn Karpov sigraði,
hlaut 6 vinninga og tapaði
engri skák. Næstir urðu þeir
Miles og Makaritchev með 5
'h vinning. í 4.-6. sæti urðu
Nick deFirmian, Simen
Agdestein og Ungverjinn
Adorjan, sem gerði jafntefli
í öllum skákunum, oftast
eftir 14 til 16 leiki. í 7. sæti
varð Hubner með 4 vinn-
inga, og í neðsta sæti urðu
Wedberg, Jón L. Árnason
og Hort með 3 !ó vinning.
Það sem mesta athygli
vekur í þessum úrslitum er
annars vegar einkar slæmur
árangur hjá Hort og raunar
hjá Hubner líka, og hinsveg-
ar stjörnutaflmennska
Agdesteins sem er yngstur
keppenda og lægstur á skák-
stigum. Agdestein er ein-
stakur keppnismaður og tefl-
ir hverja skák í botn og er
alls óhræddur við andstæð-
ingana, þó þeir séu heims-
meistarar. Hitt er svo annað
mál að í svona sterku móti
getur það orðið mönnum til
gagns að andstæðingarnir
hafa ekki sérlega mikið álit
á þeim. Ég gat ekki betur
séð en þeir Hort, Jón L. og
Wedberg kollsigldu allir í
vinningstilraunum á móti
Agdestein.
Ekki er ég þó með þessu
að gera iítið úr taflmennsku
hans heldur aðeins að benda
á að hann þurfti ekki að
kljást við þá þraut að vinna
andstæðinga sem gerðu sig
ánægða með jafntefli.
Þetta er í raun skiljanlegt
alltsaman. Munurinn á efsta
og neðsta manni í mótinu er
ekki nema 2 !ó vinningur svo
að ein vinningsskák skiptir
sköpum.
Annars er að vissu leyti
gaman að þessum norska
unglingi. Hann virtist ekki
beinlínis hafa hugsað útí að
hinir náungarnir í mótinu
kynnu að vera betri í skák en
hann. Eftir að hann tapaði
fyrir Karpov, sagði hann í
viðtali við Aftenposten,
stærsta dagblað hér í Osló,
að Karpov væri ótrúlega
góður. Hann sagðist vera
alveg steinhissa á hvað
heimsmeistarinn væri flinkur
að reikna út afbrigði.
Okkar maður hér í Osló,
Jón L. Árnason, tefldi ekki
sérlega vel. Veiki bletturinn
í taflmennsku Jóns var tví-
mælalaust undirbúningur-
inn. Það þýðir ekkert að
mæta á mót af þessu tagi
nema með beittar nýjungar í
ermum. Þær vantaði hjá
Jóni. Gangurinn í skákum
hans var alltof oft þannig að
hann þurfti að nota óratíma
vegna þess að andstæðing-
arnir komu honum á óvart
snemma í taflinu. Ef tekið er
dæmi af skákinni við Agde-
stein þá fór sú skák fljótlega
að renna eftir slóðum sem
voru Jóni með öllu ókunnar.
Hann hugsaði sig lengi um, -
fann góðan leik sem reyndist
vera fræðileg nýjung og fékk
mikið betri stöðu. Skák-
klukkufjandinn hafði þá
reiknað með því að hann
væri betur undirbúinn og
þegár tímahrakið nálgaðist
lagði Jón í sókn sem reyndist
illa grunduð og féll síðan á
tíma í tapaðri stöðu. Ég held
að Jón hefði unnið þá skák
ef hann hefði verið svona
háiftíma fljótari með að af-
greiða byrjunina. Og svo var
um fleiri skákir.
Vert er þó að geta að
lokum að eiginlega er þetta
ekkert stórslys hjá Jóni.
Hann er einn af þrem stiga-
lægstu keppendunum og 3 'h
vinningur á móti af þessari
styrkleikagráðu er alþjóð-
legur meistaraárangur.
Karpov tefldi af nánast
óhugnanlegu öryggi í þessu
móti. Nú nálgast óðfluga ein-
vígi hans við skáksnillinginn
Kasparov og margir hafa
spáð að honum muni takast
að velta heimsmeistaranum
úr sessi. Ég ætla hinsvegar
að ljúka þessu spjalli á því
að biðja menn um að gleyma
ekki umsögn norska skák-
meistarans Agdestein:
Heimsmeistarinn erótrúlega
flínkur að reikna út atriði í
skák.
1984 1985
Nýtt happdrættísár
með gölda stórra vínnínga
Verum því með í Happdrætti DAS
Jafnframt er hver MIÐIMÖGULEIKI til stór-vinnings
Búum öldruðum
áhyggjulaust ævíkvöld
Á rúmum þrem síðustu áratugum hefur Sjómanna-
dagsráð unnið þrekvirki í velferðarmálum aldraðra
með byggingu Hrafnistu í Reykjavík fyrir um 400 vist-
menn og Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir 190 vistmenn.
Þökk sé viðskiptavinum Happdrættis DAS svo þetta
hafi áorkast. Þrátt fyrir þennan góða árangur eru
langir biðlistar er bíða úrlausnar og ástand víða
hörmulegt, sérlega í hjúkrunarmálum aldraðra. Sjó-
mannasamtökin vinna jafnt og þétt að þessum málum
eftir megni og veittri aðstoð ykkar.
En þau eru heldur ekki ein um það og ber þar fyrst
að minnast hins merka brautryðjendastarfs Gísla Sig-
urbjörnssonar á elliheimilunum Grund í Reykjavík og
Áss í Hveragerði. Og á seinustu árum ýmissa félaga,
margra bæjar- og sveitafélaga og Reykjavíkurborgar
og Akureyrar.
En málefni aldraðra eru svo stór í sniðum að allir
að lecraia beim lið, svo sæmandi sé.
%
I Happdrætti^^.
1
m QG
Happdrættí '84-B5 1