NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 25.04.1984, Qupperneq 7

NT - 25.04.1984, Qupperneq 7
því að fólk er hætt að koma, þótt ekki vanti snjó. Um hvíta- sunnuna í fyrra var t.d. gott skíðafæri en fátt fólk. í vetur hefur verið eindæma ótíð, ég held að dagurinn í dag sé annar í röðinni af góðum dögum. Jú, reyndar var ein vika sem var svona sæmileg. Við opnum á mismunandi tímum, stundum um miðjan nóvember, og stund- um ekki fyrr en í endaðan janúar." - Nú er mikið umferðaröng- þveiti hér. Eru einhver áform um að bæta aðstöðuna? „Nei, ekki annað en að Ijúka við veginn til Hafnarfjarðar. En hann leysir ekki nema hluta af vandamálinu. Erfiðast er að halda bílastæðunum opnum, sem sagt moka af þeim. Svo vantar hérna hringakstur. Ann- ars er búið að gera mikið hér á tiltölulega stuttum tíma. Ég held að þetta sé eina íþrótta- greinin sem ekki hefur verið ágreiningur um að styðja við.“ Við gengum útfyrir að þessu viðtali loknu og hittum þar fyrir Ingibjörgu Árnadóttur. Hún hefur verið lengi á skíðum, og sonur hennar Bárður er' nú orðinn skíðakennari og vár ein- mitt að kenna þarna þennan dag. „Ég var mikið á skíöum i gamla daga. Þá voru engar lyft- ur og maður gekk bara upp, og ~"’*v engir snjójroðarar heldur, en mjög gaman samt sem áður. Nú eru líka skíðin og allur búnaður- inn orðinn miklu betri, komnar fínar bindingar og skór.“ - Ferðu oft hingað? „ Alltaf þegar hefur verið fært uppeftir. Ég er búin að vera hérna síðan staðurinn opnaði. Hérna er alveg eins hægt að vera á gönguskíðum og svig- skíðum. Ég var á svigskíðum í morgun, var núna að koma úr gönguferð á gönguskíðum og er að fara á svigskíði aftur.“ Eftir að hafa talað við Ingi- björgu lituðumst við ljósmynd- arinn um í skjannabirtunni, tókum myndir af skíðasvæði barnanna, sem kallast Dýra- garðurinn, og fórum síðan upp í stólalyftunni. Uppi á fjallinu sér vítt og breitt yfir íandið, bæði niður til Reykjavíkur- svæðisins og einnig austur á Suðurlandsundirlendi. Súfyrsta sem við hittum þar var Hulda Filippusdóttir, sem reyndar sagðist vera að leita að Ingi- björgu. Hún sagðist alltaf koma þegar fært væri, eins og Ingi- björg, og í dag væri hér öll fjölskyldan, börn hennar og barnabörn, alls 10 manns. „Það yngsta var að byrja í dag. Það er tveggja ára.“ - Hvenær byrjaðir þú sjálf á skíðum? „Þegar ég var unglingur. Þá ■ Öm Almarsson úr Hafnarfirði. J i fi Miðvikudagur 25. apríl 1984 7 vorum við í Jósepsdal á skíðum.“ í lokin upplýsti Hulda okkur um það að Árni Þór Árnason íslandsmeistari í svigi væri sonur hennar. Síðan var hún horfin án þess að okkur tækist að ná mynd. Næstur varð á vegi okkar 17 ára strákur úr Hafnarfirði, Örn Almarsson, sem sagðist hafa verið á skíðum síðan hann var 10 ára. - Hvað ertu búinn að koma hér oft í vetur? „Svona fjórum eða fimm sinnum, og ég ætla að reyna að koma oftar um helgina. Við erum hér öll fjölskyldan, en þau eru aðallega á gönguskíðum núna í dag. Ég hef sjálfur aldrei prufað gönguskíði." Skömmu síðar komum við auga á tvær ungar stúlkur, sem báðar voru staflausar. Þetta voru þær Linda Hrönn Gylfa- dóttir og Sigrún Ólafsdóttir, báðar 14 ára og úr Breiðholtinu. - Af hverju eruð þið ekki með stafi? „Það er betra að skíða niður brekkuna með enga stafi. Mað- ur er mikið frjálsari.“ - Dettiði ekki? „Stundum". - Eruð þið alltaf staflausar? „Yfirleitt. En það eru sumir sem ekki geta haldið sér uppi staflausir.“ Skammt frá stelpunum tveim- ur var hópur manna. Þetta reyndust vera skíðanemendur og kennarinn þeirra, Einar Ulfsson. Einar er yfirkennari í skíðaskóla Ármanns og var þarna með 5 nemendur. „Þetta er úrvalshópurinn í dag, sérstakur púðurskíða- flokkur.“ - Er fólk lengi að læra á skíðum? „Það tekur fimm tíma þangað til menn geta farið í auðvelda lyftu, ef menn koma í skíða- skóla. Það er ekkert mál að verða útlærður yfir páskana, það er meira en nógur tími fyrir fólk til að ná undirstöðuat- riðum. Fyrir lengra komna erum við með austurrískan skíðakennara sem heitir Hel- muth og er búinn að kenna í Kerlingarfjöllum síðustu 6 árin.“ - Hvað kostar? „100 kall á tímann." Við fengum Einar til að renna sér niður brekkuna á meðan Árni tók myndir. Síðan röltum við skíðalausir blaðamenn niður brekkuna og fengum ýmsar glósur frá skíðafólkinu fyrir skíðaléysið. En fegurð dagsins var slík að við fengumst ekki um það og fórum niður í skála til að fá hressingu. Skömmu síðar vorum við á leið heim, en skíðafólkið átti enn eftir einn tíma í paradísinni sinni. ■ Þorsteinn Hjaltason, stjórnandinn á svæðinu. DUNI — kaffistofa í hverjum krók! STANDBERG H.F. Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242. Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf að þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og að sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur. DUNI kaffibarinn getur staðið á borði eða hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli honum fyrirþrifum. Sérfræðingar í einnota vörum. Besti bar í bænum! AÐUR KR.12.700 KR. 10.652 SINGER 7146 Vegna hagstæðra samninga við SINGER verksmiðjurnar bjóðum við nú SINGER SAUMAVÉLAR gerð 7146 á um 2000 kr. lægra verði en áður. • FRÍARMUR + SJÁLFVIRKUR HNAPPAGATASAUMUR • STYRKTUR TEYGJUSAUMUR (OVERLOCK) • EINFÖLD í NOTKUN + SPÓLA SETT í OFANFRÁ • SKIPTING Á SAUMAFÓTUM AUÐVELD (SMELLTIR) • ALLUR HELSTI NYTJASAUMUR SINGER ER ALLTAF SPORI FRAMAR. smm SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38 900 - 38 903 SINGER 7146 ER MEST SELDA SAUMAVÉLIN í EVRÓPU í DAG.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.