NT - 25.04.1984, Síða 9
!n Miðvikudagur 25. apríl 1984 9
ju 1 ■ Minning
fremst áminning um að fara vel
með starfsorkuna og spara hana
fyrir lífið.
Þegar ég lýk þessum línum
finn ég mest til þess hve margt
er eftir að segja, sem máli
skiptir og hve margt við sem
urðum þess aðnjótandi að starfa
með Halldóri Pálssyni eigum
eftir að þakka honum fyrir. Við
munum greiða af þeirri skuld
hvenær, sem við minnumst
hans. Við hjónin sendum Sigríði
innilegustu samúðarkveðjur.
-Jónas Jónsson
t
Deyr fé, deyja frœndur,
deyr sjálfur it sama
en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getr.
Dr. Halldór Pálsson, fyrrver-
andi búnaðarmálastjóri lést á
Landspítalanum þann 12. apríl
sl. tæplega 73 ára gamall. í tvo
áratugi hafði hann oft átt við
mikil veikindi að stríða, en
alltaf verið sístarfandi, þegar
orkan leyfði. Hann var atorku-
samur, eins og forfeður hans,
sem voru glöggskyggnir
búmenn, ásamt aflasælum og
hugrökkum útgerðarmönnum.
Halldór ólst upp á heimili
foreldra sinna í hópi margra
systkina. Hann hlaut ágæta
menntun. Varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík.
Stundaði framhaldsnám við há-
skólana í Cambridge og Edin-
borg. Lauk doktorsprófi Ph.D.
1938. Eftir að námi lauk gerðist
Halldór starfsmaður Búnaðar-
félags íslands og vann hann þar
alla tíð eða í nær 47 ár alls. Fyrst
sem sauðfjárræktarráðunautur
frá 1937 til 1962 eða í aldarfjórð-
ung. Búnaðarmálastjóri frá árs-
byrjun 1963 þar til í maí 1980 að
hann kaus að hætta því starfi
sakir þess að heilsan var aldrei
nógu góð. Eftir það var hann
áfram kosinn af stjórn Búnaðar-
félags íslands í stjórn Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins og
gegndi hann því starfi til dauða-
dags. Hér verða ekki rakin til
hlítar störf Halldórs því ef gera
á þeim sómasamleg skil þá yrði
það bæði stór og fróðleg bók.
Þegar Halldór tók við sauð-
fjárræktarráðunautsstarfinu
herjuðu miklir sjúkdómar í
sauðfénu, bæði mæðiveiki og
garnaveiki. Kynbótastarfið var
því ekki auðvelt. Pað er fyrst
eftir að fjárskipti á sýktum
svæðum voru afstaðin og bólu-
setning hófst gegn garnaveiki
sem hægt var að hefja kynbóta-
starfið að nýju. Eftir þriggja
áratuga baráttu við sjúkdóma
þessa tókst að útrýma þeim.
Það var langur tími og kostaði
líka mikið fjármagn, vinnu og
þekkingu. Bændastéttin og ís-
lenska þjóðin var heppin að
hafa Halldór fyrir sauðfjárrækt-
arráðunaut á þessum árum.
Mann með skarpar gáfur, mikla
þekkingu og ódrepandi áhuga á
sauðfjárræktinni. Samhliða
ráðunautsstarfinu var hann m.a.
sérfræðingur í búfjárrækt við
búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans og forstjóri þeirrar
deildar frá 1942-1963. Hann
beitti sér fyrir tilraunastöð í
sauðfjárrækt og hófust tilraunir
að Hesti í Borgarfirði árið 1943.
Tilraunabúið að Hesti hefur
sýnt það og sannað að kynbætur
íslenska fjárstofnsins hafa tekist
vonum framar, ekki síst þegar
það er haft í huga að landið er
allt sundurskorið af girðingum
og strangar reglur gilda um
flutning fjár og sæðis á milli
hólfa. Frá Hesti hafa komið
margir úrvals hrútar til sæð-
ingarstöðva og með sæðingum
hefur tekist að kynbæta fjár-
stofninn verulega.
Árangur starfsins á Hesti er
augljós, stóraukin frjósemi
ánna. miklu betur vaxnir dilkar
og mun meiri afurðir eftir hverja
á, ásamt hagnýtri fóðrun og
hirðingu allri. Það er síaðreynd
að tilraunabúið á Hesti hefur
með árunum endurgoldið þjóð-
inni það fjármagn sem hún hef-
ur lagt af mörkum til starfsem-
innar og bændastéttin er vel í
stakk búin til þess að búnast
betur í framtíðinni. Áhugi,
dugnaður og þekking Halldórs
Pálssonar hefur á fjölmörgum
sviðum reynst notadrjúgur landi
og þjóð.
Halldór tók við embætti bún-
aðarmálastjóra árið 1963 er
Steingrímur Steinþórsson fyrr-
verandi forsætisráðherra lét af
því starfi, en sem kunnugt er
var hann mikilhæfur félagshyg-
gjumaður og stjórnandi góður.
Samstarf þeirra Steingríms og
Halldórs var alla tíð mikið og
náið.
Halldór hlaut í vöggugjöf
mannkosti þá er einkennt hafa
forfeður hans og formæður en
það eru fjölþættar gáfur, ein-
urð, hreinskilni, orðheppni og
skarpskyggni á menn og má-
lefni. Starfsmaður var hann
ágætur. Drengur góður og vildi
leysa hvers manns vanda og
tókst það oft. Hann var raun-
sær, áhrifaríkur og naut mikils
trausts. Menn virtu hann og
dáðu og þótti hann skemmti-
legur í viðtali og frásögnum.
Hann þekkti flestalla bændur
landsins og þeim fannst hann
ágætur leiðbeinandi. Þeir tóku
eftir því sem hann sagði og
mundu ýmislegt vel eins og t.d.
það er hann sagði. „Sá bóndi
sem alltaf á nóg hey og fóðrar
fénað sinn vel hann getur veitt
sér alla hluti.“ Parna er í stuttu
máli undirstrikuð þýðingar-
mestu atriðin í búskap, ræktun,
heyöflun, góð fóðrun og hirðing
búfjár.
Hjá stórri stofnun með marg-
þætt verkefni, eins og Búnaðar-
félag íslands hefur undir hönd-
um er dagleg umsjón mikil og í
mörg horn að líta, svo hægt sé
að fylgjast með gangi mála.
Halldóri tókst vel að stjórna og
fylgjast með útávið sem innávið.
Kannski hefur einhverjum þótt
nóg um hve vakandi hann var í
öllum þeim störfum er honum
voru falin. Hann gætti sparnað-
ar, en krafðist þess að Búnaðar-
félagið fengi í sinn hlut það sem
því bar og að í hvívetna væri
fylgt settum reglum um störf og
framkvæmdir þær er félaginu
tilheyrðu. Búnaðarmálastjóri
hefur alltaf mikil samskipti við
marga opinbera aðila og mér er
nær að halda að Halldór hafi
notið fyllsta trausts hjá þeim
öllum, hvar í flokki sem þeir
voru. Það vissu allir að Halldór
var framsóknarmaður og því
leyndi hann heldur ekki. Hann
var þekktur fyrir það að fara
gætilega með fjármuni annarra
og að standa við gerða samninga
og hann krafðist þess af öðrum
að þeir gerðu slíkt hið sama.
Búnaðarmálastjórastarfið er
vandasmt og það ekki síst í
seinni tíð. Annarsvegar verður
að standa á rétti bænda og
hinsvegar að fara vel með það
fjármagn sem ríkisvaldið leggur
fram til margþættrar starfsemi,
það reynist erfitt því kröfur eru
miklar. Halldór gerði aldrei
óhóflegar kröfur til ríkisvaldsins
og með því vann hann sér og
Búnaðarfélagi íslands traust og
voru tillögur hans skoðaðar og
metnar í ljósi fenginnar reynslu.
Halldór reyndist vinsæll stjórn-
andi svo ekki var á betra kosið.
Hann vann mikið sjálfur og
skapaði gott fordæmi, sem aðrir
tóku sér til fyrirmyndar. Hann
var hress og hlýr í viðmóti og
hélt heilnæmu andrúmslofti í
kring um sig hvar sem hann var.
Einn af hans aðdáendum og
vinum sagði um hans lærdóm og
vísindi. „Hann er vísindamaður
að lærdómi og langþjálfaður af
innlendri reynslu, eigin reynslu
og annarra. f>ví er þekking hans
allt í senn víðtæk, raunhæf og
staðgóð, svo sem best má verða.
Og þegar saman fer með þvílíkri
þekkingu brennandi áhugi. mik-
il orka og einbeitni er eigi kyn
þótt maðurinn marki spor.“
Svo sannarlega hefur Halidór
markað djúp spor sem lengi
munu sjást innan landbúnaðar-
ins og félagasamtaka bænda-
stéttarinnar. Pessi spor eru líka
víðar stigin en á íslenskri grund,
því oft var Halldór kvaddur til
starfa og lausnar vandasömum
rannsóknum hjá vísinda-
mönnum erlendis. í þessu samb-
andi má geta þess að Halldór
naut mikillar virðingar og
trausts hjá Búfjárræktarsamb-
andi Evrópu en hann var forseti
Sauðfjár- og geitadeildar sam-
bandsins um árabil. Spor hans
liggja því víða og hafa þau
aukið hróður hans persónulega
og ekki síður hróður íslands
fámennrar þjóðar útávið.
Halldór var ritstjóri Búnaðar-
ritsins 1963-’80 og ritaði fjölda
greina og skýrslna um búnað-
armál í erlendum og innlendum
blöðum og tímaritum s.s. rit
búnaðardeildar Atvinnudeildar
Háskóla íslands, Búnaðarritið,
Frery og í dagblöðin m.m.
Hann var heiðursfélagi Bún-
aðarfélags íslands.
Það er stutt síðan ég hitti
Halldór Pálsson kátan og hress-
an að vanda. Eigi datt mér þá í
hug að það yrði í síðasta sinn.
Það hljómaði ekki vel í eyrum,
er mér var tilkynnt lát hans
morguninn 12. apríl. Þessu ber
að taka sem öðru er óviðráðan-
legt reynist á lífsins braut. Ég
hef margs að minnast frá því ég
sá Halldór fyrst á heimili mínu
fyrir rúmum 40 árum síðan.
Kynni okkar urðu meiri síðar
og samstarfið mikið eins og að
líkum lætur, þar sem stjórn
Búnaðarfélags íslands heldur
tíða fundi, ásamt búnaðarmála-
stjóra. PersónulegaáégHalldór
mikið að þakka. Hann reyndist
mér ráðagóður og traustur undir
hvaða kringumstæðum sem ég
leitaði til hans. Búnaðarfélag
íslands, bændastéttin og ís-
lenska þjóðin á dr. Halldóri
mikið að þakka. Forystuhæfi-
leikar hans, þekking og dugnað-
ur hafa átt sinn þátt í því að
ryðja brautina til hagsbóta fyrir
land og lýð. Fyrir hönd Búnað-
arfélags fslands flyt ég þakkir
fyrir mikilhæf störf og eiginkonu
Halldórs, Sigríði Klemenzdótt-
ur innilegar samúðarkveðjur.
Halldór Pálsson var gæfu-
samur maður og eftir hann ligg-
ur mikið og farsælt ævistarf.
Hann stóð aldrei einn í barátt-
unni, þar sem hans ágæta eigin-
kona Sigríður Klemenzdóttir
var. Hún var mikilhæf mann-
kostakona, sem studdi mann
sinn í blíðu og stríðu, var hon-
um samhent og annaðist hann í
öllum hans veikindum og bar
mikla umhyggju fyrir líðan hans
og heilsu. Hún á miklar þakkir
skildar.
Sigríður, ég þakka þér fórn-
fýsi og dugnað og votta þér
innilega samúð okkar hjóna.
Guð blessi minningu Halldórs
Pálssonar.
Ásgeir Bjarnason
t
Eftir að ég fregnaði lát dr.
Halldórs Pálssonarfv. búnaðar-
málastjóra 12. apríl síðastlið-
inn, fann ég til mikils söknuðar
og minningarnar urðu áleitnar.
Það mun hafa verið fyrir tæp-
lega 30 árum, að ég sá hann í
fyrsta skipti, á hrútasýningu
norður í Húnaþingi, og þótti
mikið til koma. Á unglingsárun-
um heimsótti ég stundum Ás-
geir frænda minn frá Gottorp og
Ingibjörgu konu hans, sem áttu
heima á Leifsgötunni rétt hjá
Halldóri og Sigríði. Skömmu
áður en Ásgeir lést hafði hann
kynnt mig fyrir Halldóri því að
ég hafði miicinn áhuga á búvís-
indanámi að stúdentsprófi
loknu. Fyrsta heimsókn mín á
Leifsgötu 18, sumarið 1963, er
mér ákaflega minnisstæð. Þá og
ætíð síðar voru móttökurnar
höfðinglegar hjá þeim sóma-
hjónum. Húsbóndinn spurði
frétta, sagði frá mönnum og
málefnum af sérstakri snilid og
beitti kimnigáfunni óspart. Vart
var hægt að hugsa sér samrýmd-
ari hjón en þau Halldór og
Sigríði.
Á námsárum mínum í Wales
hafði ég öðru hvoru samband
við Halldór og þótti m.a. vænt
um hve fljótt og vel hann svaraði
bréfum frá mér, þrátt fyrir mik-
ið annríki við embættis- og
rannsóknarstörf. Góð ráð voru
vel þegin og hvatningar hans
voru ætíð uppörvandi í dagsins
önn, ekki síst eftir að ég réðst
til Búnaðarfélags íslands á síð-
ustu árum Halldórs þar. Það var
ómetanleg reynsla og sérstakt
lán að fá tækifæri til að vinna
undir stjórn hans. Dugnaður-
inn, vandvirknin, fyrirhyggjan,
víðsýnin og fjöldi annarra eðlis-
kosta hans voru öðrum góð
fordæmi. Hann hafði einstaka
hæfileika til að beita fræðilegri
þekkingu til hagnýtra leiðbein-
inga og var sérlega glöggur bæði
á fénað og menn. Það var unun
að tala við hann um landbúnað,
sérstaklega um fjárbúskap, og
finna hve bóndinn og fræðimað-
urinn höfðu tengst órofa bönd-
um í einum og sama manninum.
Halldóri var jafn tamt að ræða
við bændur undir réttarvegg og
að flytja fyrirlestra í hópi búvís-
indamanna á ráðstefnum heima
og erlendis. Hann blandaði auð-
veldlega geði við fólk og var
hrókur alls fagnaðar á mann-
fundum. Hvílíkur lífsþróttur og
gleði þrátt fyrir vsnheilsu um
árabil. Persónuleiki hans er
ógleymanlegur. Vissulega
munu margir minnast slíks af-
burðamanns með virðingu og
þökk.
Dr. Halldór Pálsson varð
þekktur af störfum sínum, inn-
an lands og utan, og afköstin
voru óhemju mikil. Um það
bera m.a. margvísleg ritstörf
hans vitni. Hann skrifaði vand-
aðan texta, hvort sem var á
íslensku eða ensku. Vísinda-
maðurinn, ráðunauturinn og
búnaðarmálastjórinn munu lifa
áfram í minningu margra.
Bóndasonurinn frá Guðlaugs-
stöðum kom víða við, en aldrei
rofnuðu tengslin við átthagana
í Blöndudalnum. íslenska
sveitamenningin reyndist hon-
um hið besta veganesti. Ég met
störf Halldórs mikils. Stöðugt
var hann að miðla af þekkingu
sinni og reynslu. Þau samskipti
hafa reynst mér bæði menntandi
og mannbætandi. Þegar horft er
um farinn veg er okkur hjónun-
um þó efst í huga trygglyndi og
hugulsemi Halldórs við marg-
vísleg tækifæri. Raungóður var
hann með afbrigðum. Þessi
góðu kynni eru ómetanleg og
við þökkum þau af heilum hug.
Söknuðurinn er sár, en
minningin um góðan dreng lifir.
Kæra Sigríður, við Svana og
börnin samhryggjumst þér inni-
lega og sendum þér og öðrum
aðstandendum einlægar samúð-
arkveðjur.
Ólafur R. Dýrmundsson
t
Ég vil með örfáum orðum
minnast husbónda míns Hall-
dórs Pálssonar, er lést hinn 12.
apríl sl.
Ég var einkaritari hans um 13
ára skeið og þar af leiðandi
daglegur samverkamaður.
Raunar má segja að ég hafi
verið í skóla hjá honum allan
þennan tíma. Hann kenndi mér
að meta landið, landbúnaðinn,
bændur landsins og hornstein
íslenskrar menningar, bænda-
menninguna.
Hann gerði söguna lifandi,
landið lifandi og sagði á ógleym-
anlegan hátt fra sérstæðu fólki,
bændum og fleirum, bæði lífs og
liðnum.
Hann var kröfuharður hús-
bóndi, enda vísindamaður, en
hann hafði lag á að blanda
saman starfi og skemmtun og
fróðleik, svo að hver dagur með
honum var dálítið ævintýri.
Halldór var gæfumaður á
öllum sviðum. Hann fékk að
starfa við það sem hann hafði
áhuga á og unni. Hann átti
einstakan lífsförunaut, þar sem
Sigríður Klemenzdóttirer, bæði
glæsileg og stórgreind kona, og
fullyrða má að honum hefðu
ekki auðnast þeir lífdagar sem
honum auðnuðust, ef ekki hefði
notið við frábærrar umhyggju
Sigríðar. Gæfa hans að lokum
var að fá að kveðja í starfi fram
á síðasta dag fyrir þá sem hann
unni og vildi veg sem mestan,
bændur þessa lands.
Ein mesta gæfa manns í lífinu
er að kynnast góðu fólki. Ég tel
það gæfu mína að hafa fengið
að kynnast hinum gáfaða, stór-
brotna og sérstæða manni sem
Halldór var og hafa fengið að
starfa fyrir hann.
Blessuð sé minning hans.
B.B.
t
Það mun hafa verið um miðj-
an júní 1945 að fundum okkar
Halldórs Pálssonar f.v. búnað-
armálastjóra bar saman fyrst.
Við höfðum ekki hist á skóla-
árum okkar, m.a. vegna þess að
heimsstyrjöldin síðari króaði
mig af í Danmörku, þar til
stríðinu lauk, og það var því
með nokkurri eftirvæntingu,
sem ég bar í brjósti, er ég hitti
hina ungu velmenntuðu búfræð-
inga og hæfileikamenn, sem
höfðu hafið störf undanfarinn
áratug við stofnanir landbúnað-
arins í Reykjavík og nágrenni.
Suma þessara manna þekkti ég
lítillega frá námsárunum, en
þarna birtust þeir mér í skörpu
ljósi heimkomu minnar, eftir
hin myrku stríðsár í Danmörku.
Engri rýrð er kastað á neinn
þeirra, þó að mér fyndist þá
strax Halldór Pálsson bera af
öllum íslenskum búfræðikand-
ídötum að gáfum og þekkingu,
og síðar varð mér Ijóst, að
eldlegur áhugi hans fyrir umbót-
um í íslenskum landbúnaði,
ásamt þrautseigju og dugnaði,
gerðu hann að þeim afreks-
manni, sem bændur landsins og
fjölmargir aðrir kynntust á til-
tölulega langri og starfsamri
ævi.
Fljótlega eftir heimkomu
mína 1945 tókst náið samstarf
með okkur Halldóri, fyrst og
Sjá næstu opnu
Sunnlendingar Rangœingar
Sumarhjólbarðar komnir — gerið verðsamanburð
Dæmi um verö
Fólksbílahjólbarðar (Sólaðir)
Dráttarvélahjólbarðar
155x13 kr. 1.255,- 10x28 kr. 9.800,-
165x13 kr. 1.350,- 11x28 kr. 11.290.-
175x14 kr. 1.520,- 12x28 kr. 12.660,-
185X14 kr. 1.800,- 13x28 kr. 14.200.-
165x15 kr. 1.510,- 14x28 kr. 17.300,-
GREIÐSLUKJÖR
Lpf
fOl
HJÓLBARÐA
VERKSTÆÐI
Björns Jóhannssonar, Lyngási 5, Rangárvallasýslu. Sími 5960
Opið kl. 8.00-22.00 sunnudaga kl. 13-18. Örugg þjónusta