NT - 25.04.1984, Qupperneq 19
Miðvikudagur
25. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Bjarni Guðráðsson,
Nesi, Reykholtsdal talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis
Karlsson" eftir Maríu Gripe Þýð-
andi: Torfey Steinsdóttir. Sigurlaug
M. Jónasdóttir lýkur lestrinum (I8).
9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tón-
leikar. 9.45 Þingfréttir.
10.10 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og kór-
ar syngja
11.15 Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir
11.45 íslenskt mál Endurt. þáttur Ás-
geirs Blöndals Magnússonar frá
laugard.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttif. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 „fslenskar dægurlagasöng-
konur Erla Þorsteinsdóttir, Ingibjörg
Þorbergs, Ellý Vilhjálms o.fl. syngja.
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar
Egilssonar; seinni hluti Þorsteinn
Hannesson les (10).
14.30 Miðdegistónleikar Zdenek Bru-
derhans og Pavel Stephan leika
Flautusónötu nr. 8 í G-dur eftir
Joseph Haydn.
14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Sinfóniu-
hljómsveit sænska útvarpsins leikur
Sinfóníu nr. 2 eftir Wilhelm Peter-
son-Berger; Stig Westeberg stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla
Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Mar-
grét Ölafsdóttir og Jórunn Sigurðar-
dóttir
20.00 Bamalög
20.10 Ungir pennar Stjórnandi: Hildur
Hermóðsdóttir
20.20 Útvarpssaga barnanna: „Vesl-
ings Krummi" eftir Thöger Birke-
land Þýðandi: Skúli Jensson. Einar
M. Guðmundsson les (5).
20.40 Kvöldvaka a. Á Siglufirði Er-
lingur Davíðsson flytur fyrri hluta
frásagnar sinnar. (Síðari hlutinn
verður fluttur á sama tíma n.k.
föstudag). b. Skemmtanir í sveit-
um í lok 19. aldar Eggerf Þór
Bernharðsson heldur áfram að lesa
úr fyrirlestri Bríetar Bjamhéðinsdótt-
ur „Sveitalífið og Reykjavíkurlífið"
er hún flutti 1894.
21.10 Hugo Wolf - 4. þáttur:
„Spánska Ijóðabókin" Umsjón:
Sigurður Þór Guðjónsson. Lesari:
Guðrún Svava Svavarsdóttir.
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein
nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les
valdar sögur úr safninu í þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar (1).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 I útlöndum Þáttur i umsjá Emils
Bóassonar og Ragnars Baldursson-
ar.
23.15 Islensk tonlist Gisli Magnús-
son leikur tvö píanólög, Rapsódíu
og Barkarole eftir Sveinbjöm Svein-
björnsson / Elín Sigurvinsdóttir
syngur lög eftir Siguringa E. Hjör-
leifsson. Guðrún A. Kristinsdóttir
leikur með á pianó / Sinfóniuhljóm-
sveit íslands leikur lög eftir íslensk
tónskáld; Ragnar Björnsson stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok
Miðvikudagur
25. apríl
10.00 - 12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson og Jón Ólafsson.
14.00 - 16.00 Allrahanda Stjórnandi:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
16.00 - 17.00 Rythma blús Stjórn-
andi: Jónatan Garðarsson
17.00 - 18.00 Konur í rokkmúsík
Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir.
Miðviicudagur
25. apríl
18.00 Söguhornið. Blástakkur -
ævintýri eftir Sigurbjörn Sveinsson.
Sögumaður Kristjana Emma Guð-
mundsdóttir. Umsjónarmaður Hrafn-
hildur Hreinsdóttir.
18.10 Tveir litlir froskar 3. þáttur
Teiknimyndaflokkur frá Tékkó-
slóvakiu. Þýðandi Jón Gunnarsson.
Sögumaður Sigrún Edda Björnsdótt-
ir.
18.25 Svona verður baðmullarefni
til Þáttur úr dönskum myndaflokki
sem lýsir því hvernig algengir hlutir
eru búnir til. Þýðandi Bogi Arnar
Finnborgason. (Nordvision
Danska sjónvarpið).
18.45 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
; 20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 EPCOT - Miljarðadraumurinn
Þýskur sjónvarpsþáttur um EPCOT-
skemmtigarðinn í Flórída þar sem
Disney-fyrirtækið gefur gestum kost
á að skyggnast inn i heim framtíðar-
innar. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir.
Þulur Guðni Kolbeinsson.
21.35 Synir og elskhugar. Fimmti
þáttur. Framhaldsmyndaflokkur í sjö
þáttum frá breska sjónvarpinu, sem
gerður er eftir samnefndri sögu eftir
D.H. Lawrence. Þýðandi Veturliði
Guðnason.
22.30 Fiðrildin víðförlu Bresk frétta-
mynd um kóngafiðrildi og ferðir
þeirra um meginland Ameríku. Þýð-
andi Bogi Arnar Finnbogason.
22.40 Eiturefnafaraldur í Dyflinni
Bresk fréttamynd um geigvænlega
útbreiðslu heróínneyslu í höfuðborg
Irlands síðustu ár. Þýðandi Bogi
Arnar Finnbogason.
22.55 Fréttir í dagskrárlok
Otvaipkl. 11.15:
„Úr ævi og starf i
íslenskra kvenna“
■ Björg Einarsdóttir var
beðin að segja svolítið frá út-
varpsþætti sínum kl. 11.15 Úr
ævi og starfi íslenskra kvenna,
en þetta verður síðasti þátturinn
um þetta efni að sinni sem hún
flytur. Þessir þættir hafa vakið
mikla athygli hiustenda. Björgu
segist svo frá um þennan þátt:
„Þáttur minn Úr ævi og starfi
íslenskra kvenna, sem fluttur
verður að þessu sinni, er 29.
þátturinn um þetta efni og sá
31. sem útvarpað er, því tveir
eldri þættir hafa verið endur-
fluttir. Þessi þáttur er síðasti
þátturinn að þessu sinni. Ég hóf
þessa þáttaröð um íslenskar
konur sl. haust. Fyrir mér vakir
fyrst og fremst að vekja athygli
á fjölþættu starfi kvenna og að
þær eigi sér sögu, þó að lítið fari
fyrir henni í hinni almennu
söguritun.
Að þessu sinni mun ég fjalla
um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur,
brauðryðjanda í réttindabaráttu
íslenskra kvenna um áratugi.
Hún fæddist 27. sept. 1856 og
lést 16. mars 1940.
Fyrsta blaðagrein eftir konu
hér á landi, sem vitað er um,
birtist í Fjallkonunni 5. júní
1885, var eftir Bríetu og bar
yfirskriftina: Nokkur orð um
frelsi og menntun kvenna.
Fyrirlestur er hún hélt í Reykja-
vík 30. des. 1887 nefndist: Fyrir-
lestur um hagi og réttindi
kvenna. Kom hann út sérprent-
aður og á titilblaðinu stendur
m.a.: Fyrsti fyrirlestur kven-
manns á íslandi.
Bríet stofnaði 1895 Kvenna-
blaðið og gaf það út í 25 ár. Hún
var frumkvöðull að stofnun
Kvenréttindafélags íslands 27.
jan. 1907, formaður þess frá
stofnun og óslitið til 1926. Af
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur er
mikil saga sem ekki hefur verið
rituð til fulls ennþá. Nú er verið
að undirbúa söguritun Kven-
■ Björg Einarsdóttir hefur
flutt um 30 þætti um líf og starf
íslenskra kvenna, sem vakið
hafa mikla athygli hlustcnda.
Ráðgert er að þeir komi bráð-
lega út í bók og verður hffn gott
innlcgg í íslenska söguritun.
NT-mynd Róbert
réttindafélags íslands og þar
hlýtur hennar þáttur að verða
stór.
Aðalbjörg Sigurðardóttir lýs-
ir Bríeti svo í grein um hana jog
lífsstarf hennar 1947: Frú Bríet
var gunnreifbardagakona, enda
sóttu fæstir gull í greipar henni
í vopnaviðskiptum. Hnyttin og
hárbeitt tilsvör hennar, er hún
var að verja áhugamál sín, lifa
enn í minningu margra“.
Sjónvarp kl. 20.40:
Framtíðarheimur?
„EPCOT - Milljarðadraumur"
■ Á dagskrá sjónvarps kl.
20.40 er þýskur sjónvarpsþátt-
ur, EPCOT - Milljarðardraum-
urinn. Fjallar hann um EPCOT-
skemmtigarðinn í Florida, en
þar gefst gestum kostur á að
skyggnast inn í framtíðina, eins
og skapendur garðsins gera sér
hana í hugarlund.
Með opnun EPCOT-garðsins
í nágrenni Orlando í Florida í
október 1982 gekk í uppfyllingu
síðasti stórdraumur loftkastala-
smiðsins Walts Disney. Þessi
draumur var dýru verði
keyptur, kostaði alls einn mill-
jarð dollara, og er ekki enn séð
fyrir endann á kostnaðinum,
þar sem draumurinn verður sí-
fellt að endurnýjast.Hannfjallar
nefnilega um framtíðina, og
hver getur séð framtíðina fyrir
alveg fullskapaða? Ætlunin er
að þarna standi stöðug heims-
sýning, þar sem tekið verður
tilllit til hugsanlegrar framþró-
unar.
Ellert Sigurbjörnsson hjá
Sjónvarpinu tjáði okkur, að
þetta væri afskaplega spennandi
■ Söngkonan SADE verður kynnt í þætti Jónatans Garðarssonar „Rythma blús“. SADE er söngkona
frá Nígeríu, sem varð þekkt á árinu 1983 fyrir mjúkar jasballöður, sem hæfa vel í næturklúbbum. Eitt
af þekktari lögum hennar er “Smooth Operator“.
„Léttjassað popp“ í „Rythma blús“-
þætti Jónatans Garðarssonar
■ Jónatan Garðarsson byrjaói
með sína þætti þegar Rás 2 hóf
starfsemi. Hann hefur kynnt
„Rythma blús“ að undanförnu.
Nú ætlar Jónatan að skipta yfir
í aðra tegund tónlistar, sem er
að koma fram í Bretlandi um
þesar mundir, en það er létt
blanda af jássi og poppi, eða
„léttjassað popp“ eins og hann
kallar það.
í dag milli kl. 16.00 og 17.00
kynnir hann þá tegund tónlistar,
og aðallega þó söngkonuna
SADE, sem er afrísk í aðra
ættina. Faðir hennar er frá
■ Verður þetta algeng framtíðarsýn?
Nigeríu en móðir hennar ensk.
Hún er sögð hafa ekki ólíka
rödd og Billie Hollyday.
Jafnframt ætlar Jónatan að
leika lög með öðrum poppur-
um, t.d. mun hann leika eitt
gamalt lag með Bítlunum, þar
sem þeir fara aðeins út í jassinn.
Síðan tekur hann fyrir ýmsa
þekkta listamenn, sem hafa að-
eins leikið sér með jassinn, svo
sem hljómsveitina Clash, sem
kom hér á Listahátíð 1978.
Jónatan hefur í sínum þáttum
mikið kynnt Afríkutónlist, svo
sem frá Nigcríu, Zaire, Kenya,
Kongó, Suður-Afríku o.fl.
löndum. Aðspurður sagðist hann
ekki hafa verið í Afríku sjálfur,
en alltaf reynt að kynna sér
afríska músík er hann hafi verið
á ferð í útlöndum, þar sem
afrískir tónlistarmenn voru á
ferð eða höfðu aðsetur.
þáttur. Þar er reynt að gefa
mynd af heimi framtíðarinnar í
ýmsum sýningaskálum og á opn-
um svæðum. Gestunum þykir
t.d. spennandi að sjá t.d. sam-
göngutæki framtíðarinnar og
tölvubúnað alls konar.
Annan hluta af þessum
skemmtigarði segir Ellert Sigur-
björnsson vera eins konar
heimssýningu, þ.e.a.s. kynning
á ýmsum þjóðum heimsins. Þá
er reynt að móta sýningarsvæðið
eftir hverju landi, t.d. eru bjór-
stofur, Týrólardans o.þ.h. á
þýska svæðinu.
I sjónvarpsmyndinni erleitast
við að sýna, hvernig þessi fram-
tíðardraumur átti upptök sín og
viðbrögð gesta garðsins við út-
færslu Disney-draumsins.
Þýðandi er Kristrún Þórðar-
dóttir og þulur Guðni Kolbeins-
son.
Útvarp kl. 22.35:
Heilsu
Þjóðverja
hrakar
vegna
mengaðs
andrúms-
lofts
■ Á dagskrá útvarps í kvöld
kl. 22.35 er þátturinn f út-
löndum í umsjá Emils Bóas-
sonar og Ragnars Baldursson-
ar.
Efni þáttarins er fjölbreytt
að venju. M.a. verður að sögn
Ragnars Baldurssonar fjallað
um áætlanir Kínverja um
skógrækt, sem ætlað er að
stöðva landeyðingu og minnka
flóðahættu. Þá verður sagt frá
áætlunum pakistanskra yfir-
valda um að minnka ólæsi.
Fornleifafundir í Norð-vestur
Kína eru líka á dagskrá, en
þeir sýna vel hvað silkivefnað-
ur er gömul listgrein í Kína.
Mengað andrúmsloft í
Evrópu hefur verið talsvert til
umræðu að undanförnu, ekki
síst í sambandi við „súrt regn“,
sem er á góðri leið með að
eyðileggja skóga á meginland-
inu. En mengað andrúmsloft
hefur vond áhrif á heilsu fleiri
lifandi vera en trjánna. Þannig
hefur komið í ljós, að heilsufar
Þjóðverja fer versnandi af
sömu orsökum.
í þættinum verður einnig
fjallað urn fjármálaerfiðleika
Filippseyinga og, til mótvægis,
bjartsýni Thailendinga vegna
hækkandi heinismarkaðsverðs
á hrísgrjónum, en þeir eru
stærstu útflytjendur hrísgrjóna
í heiminum. Og í Búrma er
mikill hagvöxtur.
■ Ragnar Baldursson er um-
sjónarmaður þáttaríns í út-
löndum ásamt Emil Bóassyni.
í þáttunum eru sérstaklega
teknar fyrir fréttir úr þriðja
heiminum, sem vilja yerða út-
undan í almennum fréttum.
NT-mynd Róbert