NT - 25.04.1984, Síða 28
HRINGDU ÞÁI SÍMA 8-65-38
Við tökum við ábendingum um fréttir allara sólartiriraginn.
Greiddar verða 1000 krönur fyrir hverja áberadingu sem leiðir
til fráttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir
til bitastæðustu fráttar mánaðarins. Fullrar nafraleyndar er gaett
En þetta mót var nánast upp-
hitun fyrir skákmótið sem hófst
í New York í gær. Þar tefla 60
skákmenn í opnum flokki sem
er takmarkaður við þá sem,
hafa 2400 skákstig og þar yfir.
30 stórmeistarar taka þátt í
mótinu m.a. Bent Larsen, Laios
Portish, Brown, Christiansen og
Georghiu. Þar verða tefldar 9
umferðir eftir Monrad-kerfi.
Jóhann og Helgi verða báðir
meðal þátttakenda.
■ Silungapollur var reisulegthússemvissulegamargir munu sakna. Ástæðan fyrír
niðurrifinu er hættan á að byggð á þessu svæði geti valdið mengun á vatnsbóium
Reykvíkinga. -NT-mynd Ámi Sæberg
Til tryggra
áskrifenda
■ Eins og áskrifendur taka
eftir fylgir blaðinu í dag síð-
degisútgáfan af NT í gær, sem
kemur út á fyrsta degi hverrar
nýrrar viku, þ.e. yfirleitt á
mánudögum. NTbiðst velvirð-
ingar á þessari töf, en unnið er'
að því að síðdegisblaðið berist
til fastra áskrifenda á réttum
tíma frá og með næsta eða þar
næsta mánudegi. Eins og les-
endur gera sér áreiðanlega
grein fyrir, þýðir þetta mikla
uppstokkun á núverandi dreif-
ingakerfi blaðsins og slíkt
tekur því miður alltaf sinn
tíma.
Silungapollur
rifinn niður
-hlutihússinsreist-
ur annars staðar
Gleypti krónu
og var send í
uppskurð suður
- sex sjúkraflug hjá Örnum
■ Þessi unga barnapía á ísafirði er greinilega þeim góða kosti
búin að „deyja ekki ráðalaus.“ Þegar fólkið hópaðist i fjóllin í
hundraðatali í þvi blíðskaparveðrí sem ríkti á ísafirði um
páskana þótti henni eðlilega súrt í broti að sitja heima - svo því
ekki að taka bara „litla manninn1' með i fjaliið.
-NT-mynd Finnbogi
■ Silungapollur, sem til
skamms tíma var ein af afvötn-
unarstöðvum SÁÁ en þar áður
sumardvalarheimili fyrir börn,
er nú að hverfa af sjónarsviðinu.
Flokkur manna hefur að undan-
förnu unnið við að rífa húsið
niður en til stendur að reisa að
minnsta kosti hluta þess á nýjum
stað.
Að sögn Leifs Blumenstein,
byggingafræðings hjá Reykja-
víkurborg, var húsið í sjálfu sér
í mjög góðu lagi, að minnsta
kosti allir innviðir þess. Ástæð-
an fyrir niðurrifinu mun hins
vegar vera sú, að Hólmsland,
sem húsið stendur á, er raun-
verulega friðað fyrir allri byggð
vegna vatnsverndunarsjónar-
miða, en vatn af svæðinu rennur
í vatnsból höfuðborgarbúa og
getur mengun þess því orðið
afdrifarík.
Silungapollur var byggður
árið 1927 eftir teikningum Sig-
urðar Guðmundssonar, arki-
tekts.
■ Flugfélagið Ernir á ísafirði
þurfti að fara í 6 sjúkraflug um
páskahelgina. Fyrsta flugið var
á skírdag frá Flateyri til ísa-
fjarðar með barn sem fengið
hafði botnlangakast. Aftur
þurfti að fljúga frá Flateyri að-
faranótt föstudags með sjúkling
á Sjúkrahúsið á Isafirði.
Áðfaranótt laugardagsins var
beðið um vél frá Örnum til
Króksfjarðarness til að flytja
mann sem fengið hafði hjartaá-
fall til Reykjavíkur. Kl. 9 á
laugardagsmorguninn þurfti
síðan að fljúga með barn frá
Bolungarvík, sem gleypt hafði
krónupening og þurfti aðfara í
uppskurð á sjúkrahúsi í Reykja-
vík.
Á 2. páskadag flugu Ernir til
Reykjavíkur með mann frá
Reykhólum sem fengið hafði
þungt höfuðhögg og sama dag
með mann frá Bíldudal sem
slasast hafði á fæti og þurfti að
komast á sjúkrahús á Isafirði.
Vopnahlé í Kókó
mjólkurdeilunni
Nefnd fjögurra ráðherra sett í að leysa málið
■ Á fundi ríkisstjórnarinnar í
gærmorgun var samið vopnahlé
í deilunni um verðlagningu
Kókómjólkur og fleiri drykkja.
Nefnd fjögurra ráðherra var til-
nefnd til að fara í málið og reyna
að finna lausn á þessari deilu. í
nefndinni eiga sæti Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra,
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra, Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra og Matthías
A. Mathiesen viðskiptaráð-
herra. Nefndin kom saman strax
í gærdag og fékk þá í hendur
skýrslu um verðmyndun Kókó-
mjólkurinnar og hinna drykkj-
anna tveggja sem stríðið stendur
um, Mangósopa og Jóka. Þessi
skýrsla er nú til skoðunar.
Steingrímur Hermannsson sagði
í gærkvöldi að þarna kæmi fram
að aðalskýringin á háu verði
Kókómjólkur væri sú að í hana
væri notuð geymsluþolin mjólk,
svokölluð G-mjólk. Einnig væri
smásöluálagning á geymslu-
þolna mjólk helmingi hærri í
prósentum en á venjulega mjólk
vegna þess að kaupmenn þurfa
að geyma hana lengur. Þá sagði
hann að fram kæmi að hagnaður
af þessari framleiðslu væri ætíð
tekinn með í útreikningi á afkomu
mjólkurstöðva og kæmi því til
lækkunar á venjuiegri mjólkur-
vöru. Hann sagði að það væri
spurning hvort rétt væri að láta
þessar vörur greiða mjólkina
niður.
f gærdag var iagt fram á
Alþingi áður boðað frumvarp
Páls Péturssonar og fleiri fram-
sóknarmanna um að nýmjólk og
aðrar mjólkurvörur skuli undan-
þegnar söluskatti.
Helgi og Jóhann
íNewYork:
Mættu of seint
og misstu af
verðlaunasæti
■ Helga Ólafssyni og Jóhanni
Hjartarsyni lókst ekki að ná
verðlaunasæti á New York
Open skákmótinu sem lauk um
helgina. Sigurvegari varð
Bandaríkjamaðurinn Kevin
Spragget sem hlaut 7 vinninga
af 8 mögulcgum. Jóhann og
Helgi fengu 5 vinninga hvor.
Alls tefldu 175 keppendur í
opnum flokki.
í samtali við NT sagði Helgi
Ólafsson að möguleikar þeirra
Jóhanns á verðlaunasæti í mót-
inu hefðu orðið að engu þegar
þeir mættu of seint í eina um-
ferðina vegna misskilnings og
töpuðu skákum sínum.