NT


NT - 28.04.1984, Side 10

NT - 28.04.1984, Side 10
* f Laugardagur 28. apríl 1984 1 0 Tekjuskatturinn leggst einkum á launastéttirnar Þriðji liður viðreisnar ■ Nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkis- stjórnin láti undirbúa lagasetn- ingu um afnám tekjuskatts á almennum launatekjum. Þetta er ekki nýtt fóstur þessara flokka. Það kom til sögu fyrir ekki styttri tíma en 25 árum og reyndist þá and- vana fætt. Nú er reynt að blása lífsanda í það að nýju. Það er því ekki úr vegi að rifja upp sögu þessa sameiginlega fóst- urs gömlu viðreisnarflokk- anna. Þessir flokkar mýnduðu ríkisstjórn saman haustið 1959 og stóð hún samfleytt talsvert á annan áratug. Það verður ekki sagt um þessta stjórn, að hún hafi verið yfirlætislaus, því að hún valdi sér heitið viðreisnarstjórn og kallaði stefnuskrá sína Viðreisn. Hún gaf út skrautlegt rit, þar sem stefnuskráin var nánar útskýrð. Þetta rit var sent á öll heimili í landinu. Það mátti stjórnin eiga að stefna hennar var skýr og ein- föld. Hún var sett fram í sex stuttum liðum. Þriðji liðurinn hljóðaði á þessa leið: Tekju- skattur afnuminn á almennum launatekjum (Sjá Viðreisn bls. 30). Það ber að viðurkenna, að nokkur viðleitni var sýnd í fyrstu til að efna þetta. Sett voru ný skattalög, þar sem tekjuskattur var verulega lækkaður á lægri tekjum. Þess var hins vegar ekki gætt, að verðbólga var í landinu. Skattstiginn hélst hins vegar óbreyttur. Eftir 2-3 ár var því svo kom ið, að verðbólguhækkanir á lágum tekjum hafði fært þær upp í hæstu skattstiga. Skatt- arnir voru því orðnir almenn- ingi svo þungbærir, að aðal- sérfræðingur ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum lagði til, að skattgreiðendum yrði veitt hagstæð lán til þess að geta greitt skattana. Þetta varð svo til þess, að lögfest var sérstök skattvísi- tala. Hún átti að tryggja það, að verðbólgan hækkaði ekki skattana. Fölsun skattvísitölunnar Þetta gekk sæmilega í fyrstu, unz svo kom að ríkisstjórnin taldi sig þurfa á auknu fjár- magni að halda. Þá var hafizt handa um að falsa skattvísi- töluna. Þeim, sem þetta skrifar, eru þessi mál allvcl kunn, því að hann átti sæti í fjárhagsnefnd neðri deildar. Fyrir kosningarnar 1963 átt- um við Einar Ágústsson og Kristján Thorlacius, en við skipuðum þá þrjú efstu sætin á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík, þátt í því að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti sérstaka stefnuskrá, sern var að sumu leyti frábrugðin stefnu flokksins. Það skipti mestu, að við settum fram kröfuna um lækkun tekjuskatts, þar sem við töldum, að hér væri um skatt að ræða, sem legðist aðallega á launamenn. Það varð hlutskipti mitt á síðari árum viðreisnarstjórnar- innar að halda uppi baráttu gegn fölsun skattvísitölunnar, en hún var hvergi nærri hækk- uð til jafns við verðbólguna. Þannig voru skattarnir þyngdir í reynd. Þing eftir þing flutti ég til- lögu um að skattvísitalan yrði látin fylgja framfærsluvísitöl- unni, en það hefði leitt til verulegrar skattalækkunar. Þessar tillögur voru jafnan felldar. Tekjuskatturinn og launafólkið Ég verð að játa, að ég var í upphafi mikill fylgismaður beinna skatta. Skoðanaskipti mín urðu þegar ég fór að starfa í fjárhagsnefnd neðri deildar. Mér varð fljótt Ijóst eftir að ég fór að starfa í nefndinni, að tekjuskatturinn leggst fyrst og fremst á launafólk, en aðrir sleppa meira og minna, bæði vegna skattsvika og undan- þáguákvæða tekjuskattslag- anna, sem erfitt eða útilokað hefur reynzt að breyta vegna öflugra þrýstihópa. Þetta breytta viðhorf mitt leiddi til þess að ég hóf í tíð viðreisnar- stjórnarinnar baráttu fyrir lækkun tekjuskattsins, og þó einkum baráttu gegn fölsun skattvísitölunnar. Mér snerist ekki neitt hugur við að komast í stjórnaraðstöðu, þegar vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1971. Ég átti líka góðan sam- herja, þar sem var fjármála- ráðherra vinstri stjórnarinnar, Halldór E. Sigurðsson. Strax við gerð fjárlaganna fyrir 1972 tók hann upp þann sið að láta skattvísitöluna fylgja fram- færsluvísitölunni og hélt hon- um síðan meðan hann var fjármálaráðherra. Þannig var hætt þeirri ljótu venju frá tíð viðreisnarstjórnarinnar að nota skattvísitöluna til að hækka tekjuskattinn. Ég hygg, að ég hafi gert einna gleggst grein fyrir breyttu viðhorfi mínu til tekju- skattsins í grein, sem birtist í Tímanum 22. janúar 1972, en þar sagði á þessa leið: „Stighækkandi tekjuskattar voru réttlátt og sjálfsagt tekju- öflunarform á þeim tíma, þeg- ar tekjuskipting var mjög misjöfn. Nú hefur tekjuskipt- ingin jafnazt verulega og launa- munur orðinn minni en áður. Því verður að gæta þess að stighækkandi tekjuskattur jafni ekki út eðlilegan launa- mun, þannig t.d. að rauntekjur ófaglærðs manns og faglærðs verði hinar sömu. Þess verður líka að gæta, að tekjuskattur leggst tiltölulega þyngst á launastéttirnar, því að fram- leiðendur og milliliðir, sem sjálfir geta reiknað sér laun, sleppa alltaf betur, hversu ágætt sem skattaeftirlitið er. Þess vegna eiga launastéttir að telja sér það ekki minna á- hugamál, að tekjuskattar séu hæfilegir, en að hækka sjálft kaupið. Kauphækkanir koma að takmörkuðu gagni, ef um helmingur þeirra fer í skatta. Þetta er eitt af þeim höfuð- atriðum, sem hljóta að setja mikinn svip á þá framhaldsat- hugun skattamálanna, sem fyr- ir höndum er.“ Mesta skattalækkunin Sú framhaldsathugun skattamála, sem getið er um hér á undan, hafði verið undir- búin að frumkvæði Halldórs E. Sigurðssonar fjármálaráð- herra. Hún leiddi til stærstu lækkunar á tekjuskatti, sem hefur verið gerð hér á landi. Launastéttirnar höfðu þá skilið, aðtekjuskatturinn lend- ir mest á þeim. Halldór E. Sigurðsson náði því samkomu- lagi um það við launþegasam- tökin í ársbyrjun 1974, að tekjuskatturinn skyldi lækkað- ur sem svaraði þremur millj- örðum króna, sem var mikil upphæð þá, en í staðinn féllust þau á að lagður yrði á 5% söluskattur, sem ekki kæmi inn í framfærsluvísitöluna. í meðferð þingsins var þessi söluskattshækkun færð niður í 4%. Þetta er, eins og áður segir, mesta tekjuskattslækkun, sem hér hefur verið gerð. Enginn íslenzkur fjármálaráðherra hefur unnið meira að því en Halldór E. Sigurðsson að koma tekjuskattinum í það horf, að hann bitnaði ekki óhæfilega á launastéttunum og leiddi til Glistrupisma, eins og í Danmörku. Þetta gerði hann með framangreindri tekju- skattslækkun og með því að tengja saman skattvísitöluna og framfærsluvísitöluna og hindra hækkun tekjuskattsins á þann hátt. Útsvars- breytingin Halldór E. Sigurðsson átti ásamt Hannibal Valdimars- syni, sem var félagsmálaráð- herra í vinstri stjórninni mest- an þátt í sögulegri breytingu á útsvörum. Eitt fyrsta verk Hannibals Valdimarssonar sem félagsmálaráðherra var að skipa nefnd til að endurskoða löggjöfina um tekjustofna sveitarfélaga. Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri var formaður þeirrar nefndar, en einn nefndarmanna var Alex- ander Stefánsson í Ólafsvík. Nefnd þessi samdi frumvarp til nýrra tekjuöflunarlaga, sem fól í sér þá róttæku breytingu, að útsvarið yrði ákveðinn hundraðshluti af tekjum í stað þess að það var áður stighækk- andi, líkt og tekjuskatturinn nú. Alþingi féllst á þessa breyt- ingu veturinn 1972 og hefur hún gilt síðan. Ýmsir óttuðust, að þessi breyting myndi mælast illa fyrir og því yrði haldið fram, að hún væri sérstaklega gerð í þágu hátekjumanna. Raunin hefur orðið önnur. Þessi breyting hefur engum teljandi mótmæl- um sætt. Hún hefur gefizt vel og þótt sanngjörn við nánari athugun, enda greiðir hátekju- maður mörgum sinnum meira en lágtekjumaðurinn, þótt „Óhjákvæmilegt að draga úr hinni hefðbundnu landbúnaðarframleiðslu“ - sagði Steingrímur Hermannsson á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í gær ■ Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem hófst á Akureyri í gær, flutti formaður flokksins, Stein- grímur Hermannsson, for- sætisráðherra, all ítarlega ræðu um efnahags- og atvinnumál, svo og um Framsóknarflokk- inn og stjórnarsamstarfið. Að mörgu leyti er hér um tíma- mótaræðu að ræða og þá sér- staklega hvað landbúnaðarmál og stöðu Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum varðar. NT fagnar þeim við- horfum, sem virðast nú vera að ryðja sér til rúms innan Framsóknarflokksins. Nauðsynlegt að breyta land- búnaðarstefnunni Helsta vopn andstæðinga Framsóknarflokksins hefur árum saman verið fólgið í því, að ráðast á flokkinn fyrir stefnu hans í landbúnaðarmál- um. Flokkurinn hefur reyndar fyrir löngu gert sér grein fyrir, að verulegar breytingar þyrfti að gera á landbúnaðarstefn- unni og í stjórnartíð Stein- gríms sem landbúnaðarráð- herra var framleiðsluráðslögu- num breytt verulega 1979. Þessar breytingar voru tví- mælalaust af hinu góða, en síðan hefur þróunin verið of hæg. Þetta hafa ófyrirleitnir og skammsýnir andstæðingar ís- lenska landbúnaðar notfært sér með skipulögðum áróðri og hefur því miður orðið vel ágengt. Það sem þessir áróðursmenn hafa algjörlega forðast að íhuga er sú staðreynd. að breytingar á landbúnaðar- stefnunni kemur óhjákvæmi- lega til með að valda röskun á jafnvægi í byggð landsins. Að boða lögmál frumskógarins á þessum vettvangi er hrein firra, því þessi þjóð þrífst aldrei nema með samvinnu og aftur samvinnu. Um landbúnaðar- málin sagði Steingrímur Her- mannsson m.a. á aðalfundin- um í gær: Eins og reyndar hefur verið Ijóst nokkur undanfarin ár stendur hefðbundinn íslenskur landbúnaður á tímamótum. Mjólkurafurðir og kjöt verður ekki lengur framleitt hér á landi til útflutnings þannig að arðbært geti talist. Þetta stafar fyrst og fremst af því að allar þjóðir, sem keypt geta okkar framleiðslu, vernda sinn eigin landbúnað með gífurlegum niðurgreiðslum, styrkjum og ýmsum öðrum hætti. Mjólkur- afurðir og kjöt frá íslandi verð- ur ekki samkeppnisfært. Nú er svo komið, að nauðsynlegar útflutningsbætur til þess að bændur fái greitt grundvallar- verð eru að meðaltali 68 af hundraði heildsöluverðs. í sumum tilfellum nægir það, sem erlendis fæst, ekki til að greiða vinnslukostnað. Gagnrýni á einstaka þætti landbúnaðarframleiðslunnar hefur aukist og hlotið hljómgrunn. Þvíerhaldiðfram að vinnslustöðvar landbúnað- arins séu án aðhalds og geti sent sinn reikning gagnrýnis- laust til bænda og til neytenda. I vaxandi mæli heyri ég reynd- ar einnig þessa gagnrýni hjá| bændum sjálfum. Slíkur áróður glymur í eyr- um alla daga og hefur haft mjög mikil áhrif. Hygg ég svo komið að enginn stjórnmála- flokkur annar en Framsóknar- flokkurinn sé reiðubúinn til þess að taka á vandamáli land- búnaðarins af festu en jafn- framt af þeirri ábyrgð, sem er nauðsynleg til þess að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Það er byggðaþáttur þessa verk- efnis, sem fyrst og fremst gerir það erfitt viðfangs. Mikill sam- dráttur í hinni hefðbundnu landbúnaðarframleiðslu mun leiða til alvarlegrar byggða- röskunar, ef önnur framleiðsla kemur ekki í staðinn. í hnot- skurn tel ég viðfangseTnið vera þetta: Á, t.d., næstu fimm árum er óhjákvæmilegt að draga úr hinni hefðbundnu landbúnaðarframleiðslu þann- ig að hún fullnægi sem næst okkar eigin þörfum en útflutn- ingur verði óverulegur. Á sama tíma er nauðsynlegt að skipuleggja nýjar búgreinar þannig að byggðaröskun verði sem minnst. Sérstaklega lít ég vonaraugum til loðdýraræktar í því skyni. Það verður hins vegar að gerast langtum skipu- legar og markvissar en verið hefur undanfarin ár. Á meðan slík aðlögun gerist verða bænd- ur að fá tryggingu fyrir viðun- andi tekjum. Mér er vel ljóst að þetta er hægara sagt en gert. Svo._rót- tækum breytingum fylgja mikT-'' ir erfiðleikar, t.d. fyrir vinnslu- stöðvarnar og þann iðnað sem á landbúnaðarafurðum byggir. Ég er hins vegar sannfærður um, að breyting í þessa veru er óhja’kvæmileg, ef takast á að endurheimta það traust sem nauðsynlegt er á milli landbún- aðar og dreifbýlis annars vegar og þéttbýlis hins vegar. Bændasamtökinopin ffyrir breytingum í þessu sambandi er athygl- isvert að lesa frétt, sem NT var með í vikunni um breytingar á framleiðslu landbúnaðara- furða. Jón Helgason, landbún- aðarráðherra, hefur nýlega skipað nefnd, sem er ætlað að meta þörf fyrir landbúnaðaraf- urðir. í viðtali við NT sagði einn nefndarmanna, Ingi Tryggvason, formaður Stéttas- ambands bænda, m.a. eftirfar- andi: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að til þess að tryggja verð fyrir þá framleiðslu sem framleidd er þá geti þurft að draga enn úr kindakjötsfram- leiðslu og koma í veg fyrir að mjólkurframleiðsla aukist.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.