NT - 04.05.1984, Qupperneq 6
Föstudagur 4. maí 1984 6
„Sögusagnir
að sjónvarpið
eftir að tala við Warner Bros.
og CBS, sem við sennilega
hittum nú í byrjun júní.“
- Hvað er planið núna?
„Eftir að við erum búnir að
taka upp, þá förum við í
hljómleikaferð um landið, og
ég ætla að reyna að halda eina
stóra hljómleika í einhverju af
bíóhúsunum í Reykjavík. Ég
ætla að gera þá eins flotta og
hægt er og hafa ódýrt inn. Svo
er planið að fara út og reyna að
halda áfram að gera það sem
við erum að gera þar.“
- Á að fara „on the road“ í
Bandaríkjunum?
„Já, eða að reyna að spila í
klúbbum og sem víðast. Ann-
ars á líka að reyna með vídeó-
ið, það er mjög mikilvægt í
Ameríku. Eitt lag- í vídeói
getur gert miklu meira en
margra mánaða spilamennska
á tónleikum.“
- Hvernig er fílíngurinn í
bransanum í Ameríku?
„Það er svolítið erfitt að
segja um það. Það er mikið af
iðnaðartónlist, mjög komm-
ersíal tónlist sem dómínerar
alla lista, en samt, það er alveg
■ Bubbi Morthens er nú kominn til landsins
og náði NT tali af honum skömmu eftir kom-
una. Eins og fram hefur komið í blaðinu er
hann kominn til þess að fara hljómleikaferð
I um landið, og einnig til að taka upp demó fyrir
bandarísk útgáfufyrirtæki að hlusta á. Annars
var viðtalið svona:
demóupptökur og sessionfólk
sem þýddi það að við hefðum
ekki verið í eins sterkri samn-
ingsaðstöðu. Við erum komnir
þarna til að díla við þessi
fyrirtæki, og þó þetta hafi feng-
ið hjartað til að hoppa þá
tókum við frekar þá ákvörðun
að koma og taka þessi teip
sjálfir, þá eigum við þetta og
getum valið hvaða fyrirtæki
við tökum.“
- En núna komstu fyrr en
þú ætlaðir þér.
„Út af því. Að fara inn í
stúdíó og taka þessi sex lög.“
- Hvaða fyrirtæki talaðirðu
við?
„MCA, Arista. Við eigum
- Af hverju komstu heim
svona snemma?
„Ástæðan er sú að við Danni
vorum búnir að vera á fundi
með fyrirtækjum. Svo hittum
við fyrirtæki sem var tilbúið að
lóðsa okkur inn í stúdíó með
því skilyrði að þeir borguðu
■ Bubbi Morthens
NT-mynd: Árni Sæberg
Skipulagsmál ASÍ:
Eitt félag fyrir allt landið
-eða samband landssambanda!
✓
■ Verður Alþýðusamband Islands í
framtíðinni skipulagt sem eitt verka-
lýðsfélag fyrir allt landið, - eða verður
það gert að einskonar yfirsambandi
fyrir landssambönd atvinnugreina,
sem aftur skiptast í verkalýðsfélög sem
að sínu leyti koma jafnvel til með að
skiptast í deildir? Svo ólíkir voru þeir
valkostir sem skipulagsnefnd ASI
kynnti á blaðamannafundi nýlega.
Frá stofnun Alþýðusam-
bandsins 1916, hafa aðeins verið
gerðar á því tvær skipulags-
breytingar. Sú fyrri 1940, þegar
skilið var á milli ASÍ og Alþýðu-
flokksins og sú síðari 1968, en
þá voru stofnuð landssambönd
ýmissa félaga sem áður höfðu
átt beina aðild að sambandinu.
Nú eru 8 landssambönd ASÍ,
en auk þess eiga 36 verkalýðs-
félög beina aðild að samband-
inu.
- Er breytinga þörf?
í megindráttum virðast tvenns
konar sjónarmið iiggja að baki
þeim hugmyndum sem nú eru
uppi um skipulagsbreytingar.
Annars vegar velta menn því
fyrir sér hvort ekki sé þörf á
víðtækara samstarfi innan at-
vinnugreinanna en nú er, og
hvaða form muni best henta
slíku samstarfi. Hins vegar er
því ekki að leyna að verkalýðs-
hreyfingin hefur hér sem annars
staðar smám saman orðið viða-
mikil stofnun í samfélaginu,
sem veitir félagsmönnum sínum
ýmsa þjónustu og þarf að geta
staðið undir þeim hluta starf-
seminnar.
Eins og nú er ástatt í skipu-
■ Fulltrúar skipulagsnefndar
ásamt forseta ASI kynna mögu-
legar breytingar á skipulagi
sambandsins fyrir blaða-
mönnum. Á myndinni eru talið
frá vinstri: Helgi Guðmunds-
son, Þórir Daníelsson, Ás-
mundur Stefánsson og Lára Júl-
íusdóttir.
NT-mynd: Róbert.
lagsmálum hreyfingarinnar eru
mörg verkalýðsfélög of lítil og
vanburða til þessarar þjónustu-
starfsemi.
- Eitt félag fyrir allt
landið...
Meðal þeirra hugmynda sem
fram hafa komið að nýju skipu-
lagi er að ASÍ verði gert að einu
allsherjar verkalýðsfélagi fyrir
allt landið. Ef þessi hugmynd
yrði ofan á, sem reyndar verður
að teljast fremur ólíklegt af
ýmsum ástæðum, myndi hver
félagsmaður annað hvort eiga
beina aðild að ASÍ eða vera
meðlimur í stórri landshluta-
deild, sem í flestum tilvikum
tæki yfir heilt kjördæmi.
Þess má geta að í Danmörku
mun að undanförnu hafa brydd-
að á hugmyndum af þessu tagi.
- ...eða starfs-
greinasambónd
Önnur aðalhugmyndin sem
forystumenn ASÍ velta fyrir sér
í þessu sambandi, er fólgin í því
að skipuleggja ný atvinugreina-
sambönd, sem byggjast einungis
að mjög takmörkuðu leyti á
núverandi landssamböndum.
Þessi hugmynd gengur mjög í
sömu átt og þær samþykktir
sem gerðar hafa verið á þingum
ASÍ, fyrst 1960 og síðast 1980.
í þessu tilviki er gert ráð fyrir
verulegri uppstokkun. Mörg göm-
ul og gróin verkalýðsfélög
yrðu lögð niður og ný mynduð í
staðinn. Nýju félögin yrðu í
flestum tilvikum stærri, 'ein-
■ Verður stofnað sérstakt
landssamband fyrir starfsfólk í
fískvinnslu? eða verður allt
starfsfólk í matvælaiðnaði í
sama sambandi? eða verða sjó-
menn og fiskvinnslufólk saman?
skorðuð við ákveðna atvinnuein
og leitast yrði við að láta alla
sem vinna á sama vinnustað
tilheyra sama félagi.
Þar sem Alþýðusambands-
þing hafa þegar gert ýmsar á-
lyktanirsem gangaí þessa átt,
virðist kannski ekki ólíklegt að
þessi valkostur verði ofan á. í
því sambandi er þó rétt að
benda á, að þetta hefur í för
með sér ýmsar veigamiklar
breytingar sem óvíst er að sam-
komulag náist um. Til dæmis
eiga núverandi verkalýðsfélög
sum hver allverulegar eignir og
það gæti orðið erfitt verkefni að
skipta þeim milli hinna nýju
félaga.
Niðurstaðan af þessu öllu
saman gæti því sem best orðið
sú að látið verði nægja að gera
einhverjar minni háttar breyt-
ingar á núverandi skipulagi til
að laga það að breyttum aðstæð-
um.
Skipulags-
fundir
■ Nú um helgina verða
haldnir fundir með full-
trúum starfsfólks úr þrem-
ur atvinnugreinum innan
vébanda ASÍ. Fundir
þessir, sem fjalla um
skipulagsmál hreyfingar-
innar, munu taka sérstak-
lega fyrir samstarfið innan
atvinnugreinarinnar, þörf-
ina fyrir það og hvaða
skipulagsform henti best
fyrir slíkt samstarf.
Þessir fundir marka
upphaf umræðu um skipu-
lagsmál ASÍ, en sérstök
skipulagsnefnd er nú starf-
andi á vegum sambands-
ins.