NT - 04.05.1984, Page 7

NT - 04.05.1984, Page 7
Föstudagur 4. maí 1984 'tl Súfyndi n- um mig sýna er lélegt hér“ astaersúaði éghafiveriði úf/'afþví, nkókið að var svo ódýrt Ameríki gomma af góðum nýbylgju- böndum og pönkböndum. Ég held að það ægi saman öllu milli himins og jarðar. Petta er það fjölbreytt.“ - Hvemig er með Egó? „Ég er formlega hættur í Egó. Og kem ekki til með að syngja með þeim inn á plötu framar eða á tónleikum. Ástæðan er sú að ég ætla mér að einbeita mér að því sem ég er að gera. I öðru lagi þá reis upp ágreiningur milli okkar út af smáhlutum sem vonandi eiga eftir að lagast þegar tím- inn líður hjá. Síðan var ég ekki sáttur við að Steinar h/f gaf út þessa plötu. Það var ein ástæð- an fyrir því að ég hætti í Egó. “ - En var þessi plata ekki samningsbundin? „Jú, hún er samningsbund- in. En það var búið að gefa okkur vilyrði um það að við mættum fara ef okkur líkaði ekki. Því miður veit ég of lítið um þessa hluti því ég var að taka upp sólóplötuna og vasast í henni þegar Bergþór og Rún- ar gengu endanlega frá samn- ingum við Steinar. Þeir voru meirihlutinn í bandinu þá og eru alveg menn til að standa undir því sem þeir gerðu þá. Þeir gera það.“ - En nú hefur þetta alltaf verið kallað bandið þitt. Þetta hefur alltaf verið Bubbi og Egó? „Já. Það er bara eins og gerist og gengur." - Hvernig heldurðu að þínir textar gangi í Ameríku? „Pólitísku textarnir eru ekk- ert mjög vinsælir en mikið af því efni sem ég er að gera fílast vel. Ég hef engar áhyggjur af því.“ - Og er meiningin þá að búa alveg í Ameríku? „Meiningin er að búa þar einhvern stóran hluta af árinu og koma svo heim til að hvíla sig, safna energí og byggja upp hluti hérna. Það má segja að ég hafi flutt mig um set í starfi mínu. Ég hef meiri áhuga á að byrja upp á nýtt og berjast fyrir því sem ég er að gera heldur en að sitja hérna heima og horfa á allt koðna niður og menn naga hvorn annan niður og leiðindi. Þá hef ég meiri áhuga á því að fara út og reyna aö gera það sem ég geri best og reyna að sigla upp nýjar braut- ir.“ - Koma þessar tvær plötur til með að verða síðustu plöt- urnar sem þú gerir hér heima? „Nei, nei, ég kem örugglega til með að halda áfram að gefa út plötur hérna.“ - Nú hefur Strákarnir á borginni orðið „hit“-lag? „Þetta lag var samið út af því að í öllum þjóðfélögum eru minnihlutahópar, hvort sem það eru hommar eða eitthvað annað, nú óhjá- kvæmilega er búið að vera að ráðast á homma opinberlega og greinilega eiga þeir undir högg að sækja í þessu þjóðfé- lagi. Ég var búinn að bíða heillengi eftir því að einhver af listamönnunum í bransanum myndi kannski lyfta litla fingri til að benda á þessa hluti, en sem von og vísa var gerði það enginn. Ég tók þá ákvörðun að reyna að semja lag sem væri hægt að skilja án þess að það ýtti fólki burt, að það vekti fólk til umhugsunar. Og fá fólk til að líta jákvæðar á homma.“ - Veistu hvor platan hefur selst meira? u „Ég hef ekki hugmynd um það. Hins vegar vona ég að mennirnir á Fosshálsi með sitt bissnissvit græði vel á þessari stórkostlegu ædíu sinni að gefa út Egó-plötu um leið og mína. Það sýnir að þeir eru vakandi frjóir bissnissmenn og ekki hafa þeir sparað við sig auglýs- ingarnar. Ég vona svo sannar- lega að þeir fái upp í auglýsing- arnar. Ánnað væri synd.“ - Hvað heitir bandið í Am- eríku? „Das Kapital.“ - Og hverjir eru í þessu bandi? „Það eru ég og Danny Pollock, breskur trommari sem heitir Paul, og svo er bassaleikari enn óráðinn. Við erum að pæla í að fá bassa- leikara og gítarleikara." - Verða þeir erlendir? „Já. En enn sem komið er erum við Danny að pæla í að halda nafninu við okkur tvo, hvað sem síðar verður.“ - En af hverju þetta nafn? „Bandarískt þjóðfélag stendur fyrir þessu kapítal- ■isma-image. Nú, Marx samdi ágæta bók með þessu nafni. Mér finnst það líka bara gott nafn, gott bæði fyrir hljómsveit og image.“ - Á að skapa einhverja nýja ímynd eða image? „Það er alveg óráðið. ímyndin skiptir miklu máli þarna úti, alveg jafnmiklu og tónlistin. Þannig að maður verður að gá að því hvað þú ætlar að presentera, hvað þú ætlar að segja. Maður er svona að velta vöngum fyrir því þessa dagana.“ - Hvar kemurðu til með að búa þarna úti? „í Los Angeles. Síðan ef hlutirnir ganga upp færi ég mig um set.“ - Hvað með Steinar? Hvernig er því máli háttað núna? Ersamningurinn búinn? „Ég tel hann búinn. Þetta stríð á milli okkar held ég að hafi komið til út af því að ég sagði í blaðaviðtali að ég var- aði fólk við að skrifa undir samning við hans fyrirtæki. Ég hefði kannski átt að taka skýrt fram: Nema með lögfræðing við hliðina á sér og að vel yíirveguðu máli. Nú, ég fatta ekki alveg þessar árásir hans á mig í blöðunum, nema að því leyti til að hann telur sínu fyrirtæki ógnað. Þetta virðist aðallega vera stríð um hver hafi nafnið, Bubbi Morthens, Steinar eða einhverjir aðrir. Hins vegar þá nenni ég ekki að ræða þá hluti hvort Steinar telji mig ruglaðan, misvitran í útistöðum við allt og alla. Ef honum finnst það þá er það allt í lagi. Gott og vel.“ - En nú er þetta fyrirtæki búið að hala inn peninga á þér. Það gefur alveg auga leið. „Nei. Þeir segja að þeir hafi ekki halað inn peninga á mér. Þetta fer allt í kostnað segja þeir.“ - Stóð ekki til að Egóið færi til Englands? „Það stóð til, nema það að við gerðum sérkröfur, ef að við skrifuðum undir nýjan Egó-samning þá átti það líka að gilda um mig, Begga og Rúnar sem sólóartista, ég sagði nei, gerði sérskröfur um mig sem sólóartista og við hækkuð- um fyrirframgreiðsluna úr 150.000 upp í 300.000. En þá kom það upp úr kafinu að Egó skipti þá ekki máli, það var ég sem skipti máli. Það kom fram á fundi, og þeir sögðu kröfur okkar svo fáránlegar að það kæmi ekki til greina að ganga að þeim nema ég skrifað undir þeirra samnming. Það var ástæðan fyrir því að við hætt- um við að fara til Englands. Hins vegar var ég búinn að gefa Steinari vilyrði fyrir því að halda áfram á samning hjá honum sem sólóartisti, en ekki að skrifa undir einn samning. í öðru lagi var ákvæði í samn- ingnum um að þeir geti rift samningnum fyrirvaralaust og við ekki og í öðru lagi hefðu þeir getað framlengt samning- num um tvö ár. Þessu gengum við ekki að, og þess vegna var platan tekin upp hér heima. Við hefðum líka þurft að gera nýjan þriggja platna samning." - Hvað finnst þér um þessar sögusagnir sem ganga um þig? „Það sýnir að sjónvarpið er lélegt á íslandi. Það eru alveg furðulegustu sögur sem ég hef heyrt. Sú fyndnasta er sú að ég hafi farið út af því að kókið var svo ódýrt í Ameríku." ööaeiningaf sinn? orumargara : c-vrtatntnt' seidiáísland' Svar: D a) J § % & V’ i-ÍHNVNNl'tmi Ertu ekki til í Svalandi Sumarferð til Flórída í tvær vikur? Vertu með í Svala sumargetrauninni, það veitir þér möguleika á að dveljast á Flórída í tvær vikur með ...? þú ræður. Nafn: Sími: Heimili: Sendið svörin til: Sól hf. „Svala sumargetraun" Þverholti 19 105 Fteykjavík Svörin þurfa að berast okkur fyrir kl. 5 e.h. þriðjudaginn 8. maí n.k. FVRIRTVO! auk þess eru 25 aukavinningar, hver þeirra kassi af Svala 1/4 Itr. fernum

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.