NT


NT - 04.05.1984, Side 11

NT - 04.05.1984, Side 11
Föstudagur 4. maí 1984 11 Ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur - setja upp „Brottnámið úr kvennabúrinu“, eina af vinsælustu óperum Mozarts ■ Þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur söngnemarnir við Nýja tónlistarskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík. A sunnudags- og mánudagskvöld gefst Reykvíkingum kostur á að sjá uppfærslu þeirra á einni af vinsælustu óper- um Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu í Hvassa- leitisskóla. Þessi ópera hefur aldrei verið færð upp hérlendis áður og það hef- ur heldur aldrei gerst áður hérlendis að söngnemend- ur setji upp heila óperu með öllu sem tilheyrir, búningum, sviðsmynd og sinfóníuhljómsveit. „Við tónlistarskóla erlendis er það hins vegar fastur liður í námi þeirra sem leggja stund á söng,“ sagði Ragn- ar Björnsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans og hljómsveitarstjóri sýning- arinnar, þegar NT spjall- ■ Frá æfingu á Brottnáminu úr kvennabúrinu. þess er hún þannig upp byggð að við getum notað sömu sen- una í gegnum alla sýninguna og það er auðvitað sparnaður og hagræði fyrir okkur.“ Geturðu lýst söguþræði óp- erunnar? „Hann er nú dálítið flókinn en í stuttu máli, þá gerist það í henni að kvennabúrseigand- inn Selim, sem Tyrki kaupir þræla af sjóræningjum, bæði enska og spænska. Inn í þetta flettast svo ást og grallara- skapur. Til dæmis verðursjálf- ur kvennabúrsvörðurinn ást- fanginn en lendir í miklum erfiðleikunt með að skilja hugsanagang enskrar dömu, þótt þjónustustúlka sé og hann viðhefur orðbragð, sem ekki væri liðið á góðum heimilum. Mozart setur ekkert fyrir sig grófan texta enda var hann enginn súkkulaðidrengur.“ Brottnámið úr kvennábúr- inu verður sungið á þýsku, en efnið kynnt jafnóðum á ís- lensku. Þau atriði sem einungis eru leikin verða einnig flutt á íslensku. 25 manna hljómsveit leikur með og lítill kór kcmur fram. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Björnsdóttir en Gylfi Gíslason gerir sviðsmyndina. Með einsöngshlutverkin 5 fara aði við hann um þessa uppfærslu. „Það er nauðsynlegt fyrir söngnemendur að fá þessa reynslu," sagði Ragnar. Hérer mikill söngáhugi og margir nemendur í söng sem taka námið alvarlega og ætla sér eitthvað. Við það að taka þátt í svona uppfærslu geta þeir gert sér grein fyrir því hvar þeir standa hvort þeir eigi að hætta eða halda áfram. Petta er harður bissness, þegar út í alvöruna er komið og nemend- ur sem Ijúka námi hér verða að taka afstöðu til þess hvort þeir eigi að leggja út í margra ára framhaldsnám erlendis. Pað er ekki nóg reynsla að syngja ljóð eða aríu einn á sviði, menn verða líka að geta leikið, kom- ið fram í búningum og unnið með öðrum ef þeir ætla sér út í óperusöng. Ragnar sagði að nemend- urnir hefðu lagt mikla vinnu í að afla fjár til uppfærslunnar, en hún kostar mun meira en nokkur von er til að afla með aðgangseyri. Hann sagði að það væri ekki á færi neins eins skóla að standa að svona upp- færslu árlega, en sín skoðun væri að tónlistarskólarnir ættu að sameinast um að gera þefta að árlegum viðburði. Söngur er kenndur við a.m.k. fjóra skóla í Reykjavík auk tónlist- arskólanna í nágrannasveitar- félögunum. „Brottnámið“ er alls ekki ein af auðveldustu óperum Mozarts,“ sagði Ragnar, „og hún gerir miklar kröfur til flytjendanna. í henni er frægt bassahlutverk, skrifað fyrir óvenju djúpan bassa, tvö.hlut- verk Koloratur-sóprana og tvö erfið tenórhlutverk, en ein- söngshlutverkin fimm eru af líkri stærð. Brottnámið úr kvennabúrinu er gamanópera, sú ópera Mozarts þar sem húmor hans kemur hvað best í ljós og gerir þar af leiðandi miklar kröfur til leiks.“ Hvers vegna völduð þið hana fram yfir aðrar óperur? „Hún liggur að mörgu leyti vel við fyrir ungt fólk. Auk Jóhanna Linnet, Helga Bald- ursdóttir, Guðbjörn Guð- björnsson, Magnús Gíslason og Oddur Sigurðsson. Taltexti Selims kvennabúrseiganda er fluttur af Reyni Sigurðssyni. Allir einsöngvararnir eru nem- endur Sigurðar Demetz Franz- sonar við Nýja tónlistarskól- ann, nema Jóhanna Linnet, sem stundar nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík þar sem aðal- kennan hennar er Sieglinde Kahman. Söngur hennar í Brottnáminu úr kvennabúrinu verður liður í lokaprófi hennar frá Tónlistarskólanum. Að- göngumiðar á sýningarnar eru til sölu hjá Eymundsson. Nýi tónlistarskólinn sem stendur fyrir þessari óperuupp- færslu er nú senn að ljúka sjötta starfsári sínu. Nemend- ur í vetur eru 270 og kennarar 21. Skólinn tekur nemendur inn í forskóladeild 6 ára, og raunar yngri ef þeir sýna af sér sérstaka hæfileika, yngsti nem- andinn sem í skólann hefur komið var þriggja ára er hann hóf nám sitt. ■ Stjórnandinn Ragnar Björnsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.