NT - 04.05.1984, Side 25
■ Feime Barjami hefur
búið í Svíþjóð í 15 ár, eða
frá því hún var barn. En
þegar hún giftist sænskum
manni og tók kristna trú
hófust ofsóknir á hendur
henni.
Svíþjóð
Mann-
ránaf
trúar-
ástæðum
■ Mannrán af trúar-
ástæðum var framið í Sví-
þjóð í síðustu viku. Þá var
júgóslavneskri stúlku
rænt. S.l. laugardagskvöld
fann lögreglan í Málmey
stúlkuna og var þá liðinn
hálfur annar sólarhringur
frá því henni var rænt.
Stúlkan er 21. árs og
heitir Feiine Barjami.
Hún flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni til Svíþjóðar,
en fjölskylda stúlkunnar
er múhameðstrúar. í
Málmey kynntist hún
Birni Fáldt, er þau voru
starfsfélagar, og felldu þáu
hugi saman. Barjami til-
kynnti fjölskyldu sinni að
hún hygðist giftast Birni
og taka kristna trú. Það
var illa séð en þau giftust
samt. Fyrirréttum mánuði
ruddust nokkrir menn inn
í íbúð þeirra hjóna og
misþyrmdu eiginmannin-
um.
Eftir það fluttu hjónin
til bæjarins Skövde, þar
sem foreldrar Björns búa,
og vonuðust til að geta
haldið heimilisfangi sínu
þar leyndu. En hjónin
fengu ekki að vera lengi í
friði. í s.l. viku ruddust
nokkrir grímuklæddir
menn inn á heimili foreldra
Björns er hann var í
vinnunni og drógu konu
hans nauðuga út í bíl og
óku á brott. Bróðir Bajr-
ami og strangtrúaðir vinir
hans voru grunaðir um
ránið og á laugardags-
kvöld sá lögreglan í Málm-
ey hvar þeir komu með
stúlkuna út úr húsi
því sem þeir búa í og
færðu hana út í bíl, en
auga var haft með húsinu.
Bróðir hennar og félagi
hans voru handteknir. A
meðan á leit stúlkunnar
stóð var hafður strangur
vörður á flugstöðvum og
við ferjubakka til að koma
í veg fyrir að Barjami yrði
flutt nauðug úr landi.
Feime Barjame hefur
búið í Svíþjóð síðan hún
var 6 ára göniul. Hún
giftist Birni Fáldt á síðasta
ári. Hann neyddist til að
hætta starfi sem skrifstofu-
stjóri í Málntey vegna of-
sókna hinnar strangtrúuðu
fjölskyldu konu sinnar og
flytja til Skövde, sem er
þorp um 40 km frá borg-
inni.
Hart deilt um framtíð Kýpur
Sameinuðu biódimar-Kcuter
Sameinuðu þjóðimar-Reuter
■ Spyros Kipraianou forseti
Kýpur ávarpaði Öryggisráðið í
gær og sagði að dagar Kýpur
sem sjálfstæðrar þjóðar væru
senn taldir ef Öryggisráðinu
tækist ekki að koma í veg fyrir
sundurlimum ríkisins.
Forsetinn skoraði á ráðið að
taka skjótar ákvarðanir til að
koma í veg fyrir að eyjunni yrði
skipt. Hann var fyrstur á
mælendaskrá þegar Öryggisráð-
ið hóf umræður um þær aðgerðir
sem Kýpur-Tyrkir hafa á prjón-
unum varðandi stjórn Kýpur,
en í nóvembers.l. lýstu þeiryfir
sjálfstæði þess hluta eyjarinnar
sem tyrkneski herinn hertók
A eftir forsetanum talaði
Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja og vísaði á bug öllum
ásökunum fyrsta ræðumanns.
Hann ásakaði Kýpur-Grikki og
Grikkland fyrir að hafa fyrir
löngu síðan efnt til samsæris um
að eyðileggja þá tveggja þjóðar-
brotastjórn sem ríkt hefur á
Kýpur og leggja eyjuna alla
undir Grikkland.
Nýlega skiptust Tyrkland og
„Tyrkneska lýðveldið á Norður-
Kýpur" á sendiherrum, og
Tyrkir tilkynntu um miklar
stjórnarbætur sem þeir ætla að
gera á eyjunni og hyggjast þeir
efna bar til kosninea.
Kipraianou sagði engan vafa
leika á að Tyrkir ætluðu að
kljúfa Kýpur, þótt þeir þættust
taka þátt í samningaumræðum
um framtíð eyjarinnar. Hann
sagði að aðskilnaðurinn sem
Tyrkir stefnu að væri fyrsta
sporið til að leggja alla eyjuna
undir Tyrkland.
Efnahagur batnar
og hlutabréf hækka
París-Reuter
■ Verð á hlutabréfum í kaup-
höllum í París og London hækk-
aði meira í gær en dæmi eru um
áður. Verðbréfahækkunin kem-
ur í kjölfar batnandi hags fyrir-
tækja, en eftir ársuppgjör kem-
ur í ljós að þau hafa skilað meiri
hagnaði en dæmi eru um hin
síðari ár og almenn bjartsýni
ríkir um að rofa fari til í
efnahagsmálum.
Batnandi efnahagshortur í
Bandaríkjunum hafa einnig
áhrif á kauphallarmarkaði í
fyrrgreindum löndum og ekki
síður hitt að horfur eru á að
verulega dragi úr verðbólgu á
þessu ári.
Frakkland
Höftum létt af
sjónvarpsrekstri
París-Reuter.
■ Franska stjórnin ræddi í gær
nýjar reglur varðandi kapal-
sjónvarp. Ráðherranefnd sem
fjallað hefur um málið leggur til
að kapalstöðvarnar verði reknar
af ríkinu, sveitarfélögum og
einkafyrirtækjum, fremur held-
ur en að einhver ein þessara
leiða verði farin. Þetta er máia-
miðlun, því margir vinstri menn
vilja að hljóðvarp og sjónvarp
verði einokað af ríkinu, aðrir
vilja að sveitarfélögin annist
alla þessa fjölmiðlun og margir
hægri manna telja að leggja eigi
niður ríkisútvarp og sjónvarp
og að einkaaðilar taki við öllum
slíku rekstri.
Hins vegar var ráðherra-
nefndin sammála um að franski
landssíminn, sem er ríkiseign,
hafi umsjón með lagningu kap-
alkerfa og sjái um dreifikerfið.
120 sveitarstjórnir hafa þegar
sótt um leyfi til að setja á stofn
kapalsjónvarpsstöðvar. Á næsta
ári munu 300 þúsund heimili
vera búin að fá sjónvarpskapal
inn i stofu og áætlað er áð 1987
verði kapalsjónvarp komið inn
á 1.5 milljón frönsk heimili.
Lagt er til að kapallinn verði
úr trefjagleri, sem er tækni ný af
nálinni. Er það nokkru dýrara
en þeir sjónvarpskaplar sem
tíðkast hafa til þessa en hafa
marga kosti fram yfir þá.
Miklar umræður hafa farið
fram í Frakklandi um hljóð-
varps og sjónvarpsmál og þykir
tími til kominn að meira frjáls-
ræðis gæti í þeim málum en
verið hefur til þessa.
Lúterska heimssambandið:
Heimsþing háð
í Budapest
Budapcst-Kcutcr.
■ Lúterska heimssambandið
hefur tilkynnt að næsta þing
þess verði haldið í Budapest á
þessu árí, hið fyrsta sem háð
Skotið á
Baska í
Frakklandi
Bayonne. Frakkiandi-Reuter.
■ Skotið var á tvo baskneska
útlaga í landamæraþorpi í gær.
Þeir voru á ferð í bíl Frakk-
landsmegin landamæranna þeg-
ar maður á bifhjóli renndi upp
að hlið bílsins og skaut á Bask-
ana. Annar þeirra lést sam-
stundis en hinn særðist lífs-
hættulega.
Talið er að mennirnir sem
skotið var á hafi verið meðlimir
í ETA, skilnaðarsamtökum
Baska.
verður í Austur-Evrópu.
Söfnuðir sem tilheyra Lúterska
heimssambandinu telja samtals
55 milljónir. 4000 fulltrúar
munu sækja þingið í Budapest,
sem hefst 22. júlí og stcndur yfir
í tvær vikur.
Aðalritari sambandsins,
Bandaríkjamaðurinn Charles
Mau, sagði er hann tilkynnti
þingstaðinn, að á dagskrá fund-
arins um þær umræðursem ekki
fjalla um guðfræðileg efni,
mundi ekki verða rætt sérstak-
lega um mannréttindi.
Nokkrir þeirra sem sitja í
stjórn Heimssambandsins settu
skilyrði fyrir að þingið yrði háð
íUngverjalandi. Leiðtogi Lúters-
trúarmanna í landinu, Zoltan
Kaldy biskup, sannfærði stjórn-
armenn Lúterska heimssam-
bandsins um að engar hömlur
yrðu lagðar á þingfulltrúa,
hvorki er varðar setu á þinginu
né hitt um hvað þeir vildu ræða
og á hvaða hátt.
■ Hér er mynd af MlG-23 sovéskri orrustuþotu. Eins og sagt var frá í NT í gær fórst bandarískur
herforingi skammt frá Las Vegas er flugvél sem hann var að reynslufljúga hrapaði. Var hér um að ræða
flugvél af þessari gerð og hefur bandaríski flugherínn haldið því leyndu að hann hafi komist yfir verkfæri
af þessari tegund, og eftir slysið hvflir enn mikil leynd yfír hvernig Bandaríkjamönnum tókst að klófesta
eitt af fullkomnustu hernaðartækjum Sovétríkjanna. sinumynd. Poirom
■ Svona var torgið í Alfortvilla, skammt frá París, útleikið eftir sprengingu þar í gær. Tyrkneskir
hermdarverkamenn eru grunaðir um að hafa komið fyrir þrem sprengjum. 13 manns særðust sumir
þeirra alvarlega.
París-Reuter.
■ Þrjár miklar sprengingar
urðu í úthverfl Parísar í gær.
Margir Armeníumenn búa í
þessu hverfi og varð ein spreng-
ingin við minnismerki um þá
1.5 milljónir Armena sem
myrtir voru í Tyrklandi á önd-
verðri öldinni. 13 manns slösu-
ðust í sprengingunum, sumir
alvarlega. Tyrkneskir öfga-
menn eru grunaðir um að hafa
komið sprengjunum fyrir.
Ein sprengjan sprakk við
minnismerkið og skemmdi það
og olli einnig miklum skemm-
dum á veitingahúsi sem þar er
skammt frá. Skömmu síðar
varð önnur sprenging við
íþróttahús þar skammt frá og
hin þriðja í stórmarkaði í
hverfinu. Skömmu áður en sú
síðastnefnda sprakk var hringt
í verslunina og varað við spreng-
ingunni.
Minnismerkið sem sprengt
var er til minnis um fjöldamorð
Tyrkja á Armennum á sínum
tíma og þegar það var vígt s.l.
sunnudag olli það miklum tauga-
titringi í Tyrklandi og þar var
því mótmælt kröftuglega að
hryðjuverkamanna væri,
minnst á þennan hátt.
Tyrkneska stjórnin aflýsti í
gær heimsókn embættismanna
í utanríkisþjónustunni til Par-
ísar og einnig var beðið um að
aflýst yrði fyrirhugaðri heim-
sókn franska utanríkisverslun-
arráðherrans til Ankara.