NT


NT - 04.05.1984, Síða 28

NT - 04.05.1984, Síða 28
Við tökum við ábendingum um fréttir allan solarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fróttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt |JjfS ■ Fjölnir og Jón Fríðrik með svarbréfin frá Sue Thompson og úrklippu með fréttinni um flöskuskeytið. Þeir sögðu ■ Angela Rowney rakst á fréttina um flöskuskeytið í dagblaði í Middlesborough. Hún að Sue hefði haldið að skeytið væri cldgamalt og að hún hefði orðið hissa þegar hún frétti að það hefði verið skrifað var ekki sein á sér aðþýða textann fyrir Sue Thompson.sem fann það á ströndinni við fvrir nokkrum mánuðum. Redcar rétt norðan ivið Middlesborough. Rak á fjöru í Englandi - finnandi og sendendurnir komnir í bréfasamband Tidings from the sea O Sue pictured with the bottle. SUE THOMPSON uncorked herself a problem when she popped the stopper of a seashore sherry bottle. For inside was a note cast adrtft from foreifn shores — written in Icelandic. Translation attempts have rsvealed the letter is probably from two younf boys seekinf penfriends, but Sue realiy needs an expert in the language to make proper sense of the messafe. Havinf spotted the bottle containinf the writinfs írom Reykjavik as it was washed on to Redcar beach by the incominf tide Sue, of Pine Way, Skelton, has been unable to find a dictionary to translate the message at any of the local llbraries. ■ Sue Thompson var mjög hrifin af því að fá flöskuskeyti frá strákum á íslandi. Enda er hún staðráðin í að halda bréfasambandi við þá Fjölni og Jón Friðrik. "* She said: "I thoufht it would be nice if I could write back to the boys, who say they are 11 and nine, to tell them I could put them in touch with somc local schoolchlldren. ■ „Við vorum nú eiginlega búnir að gleyma skevtinu. Þegar við sendum það vonuðumst við auðvitað eftir svari en reiknuðum ekkert frekar með því. Auðvitað vorum við ánægðir þegar það kom“ sögðu þeir Friðrik Jón Birgisson og Fjölnir Guðmundsson 12 og 9 ára strákar í Breiðhoitinu sem óvænt fengu svar við flöskuskeyti sem þeir settu í sjóinn í febrúar síðastliðnum. Svarið barst frá Englandi. Strákarnir sögðust hafa fund- ið flösku á víðavangi og dottið í hug að setja í hana bréf og henda í sjóinn. Þeim hefði verið sagt að lítið þýddi að henda því úr einhverri fjöru í nágrenni höfuðborgarinnar og þess vegna hefðu þeir gripið til þess ráðs að senda frænda annars þeirra sem er sjómaður með flöskuna á sjóinn. „Hann var á leið til Þýskalands og henti flöskunni einhversstaðar á miðri leið. Við vitum ekki alveg hvar,“ sögðu þeir. Sue Thompson heitir konan sem fann skeytið á ströndinni við Redcar sem er nálægt Midd- lesborough á norð-austanverðu Englandi. „Hún skildi auðvitað ekki hvað stóð í bréfinu og var búin að reyna mikið til að finna íslenskumælandi mann til að þýða það. Hún var búin að fá Þjóðverja og Svía en þeir botn- uðu víst hvorki upp né niður í íslenskunni og allt sem þeir fundu út var meira eða minna vitlaust“. Loks var birt frétt í litlu staðarblaði í Middlesborough um flöskuskeytið. Fyrir tilviljun rakst Angela Rowney, bresk kona, búsett á íslandi en í fríi á heimaslóðum á fréttina. Hún brá skjótt við og setti sig í samband við Sue Thompson. „Þetta var skemmtilegt tilvilj- ■ Skeytinu var hent í hafið milli íslands og Bretlands og að örfáum vikum liðnum var það komið í hendur viðtakanda á norð-austanverðu Englandi. NT-myndir Róbert. un og konan hafði svo mikinn áhuga á þessu öllu saman að mér fannst mjög gaman að verða henni að liði. Ekki var síður skemmtilegt að sjá við- brögð strákanna þegar ég færði þeim svarbréfin“, sagði Angela í samtali við blaðamann NT. Hún sagði að maður konunn- ar sem fann bréfið væri trillukall og gerði út nálægt Redcar. Hann væri þegar búinn að setja skeytið í nýja flösku og henda því aftur í sjóinn og því væri ekki útilokað að það hafnaði að lokum í Kína því að eflaust ætti það eftir að fara um margra hendur ef allir sýndu því sama áhuga og Sue Thompson. Þeir Jón Friðrik og Fjölnir eru staðráðnir í að skrifast á við Sue Thompson. Að vísu sögðust þeir ekki fullfærir í enskunnu . „En það má alltaf fá hjálp þangað til við verðum nógu góðir sjálfir. Það verður þó erfiðara að fá hjálp ef við eignumst pennavini í Japan eða Kína“, sögðu þeir. k'd&r, i/nnur ktgr t-rb ocj hvaf set*> atit) h&ivna. jbú &jbbir h eir<d i kiúj. hlén jfan j/ s-cnt/a flö-skul s/ Ojj hafa þacf S&m löéJju. HHhref. þu / Ji vi v hveyir v'tJ efUl'’1 ae-n ScflJuiW ji&bb hr&fo^ ti'vf heifnd . Vif heibj/n, '~Tr',J/lk JO/I irjtsjon. ll.jra. \2 IOH 7fcyk/jvtk , ÍsUvid. Jiot, . 91. UUO. Fjöln°r . 7. dra filáókócjdr 8 lol R.vk' ’Reykjjvíf, íslanJ. J t5im ; 91. ?3\fb. r l/tieJja . ■ „Kæri vinur hver sem þú ert og hvar sem þú átt heima. Þótt þú ættir heima í Kína, haltu samt áfram að senda fiöskuskeytið og hafa það sem keðjubréf. „Það tók Sue Thompson nokkra daga að finna íslenskumælandi manneskju til að ráða fram út þessum texta, en það tókst

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.