NT - 12.05.1984, Qupperneq 5
Ll
t
Tónlistarskólinn í Reykjavík
Burtfarartón-
leikar Elísa-
betar Waage
■ Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur
tónleika í sal skólans að Skipholti 33.
sunnudaginn 13 maí kl. 17.00 Elísabet
Waage, mezzosópran, nemandi Sigelinde
K. Björnsson syngur lög eftir J.S. Bach,
Emil Thoroddsen og Dvorak, og aríur eftir
Mozart og Verdi.
Þetta eru burtfarartónleikar Elísabetar.
Jónas Ingimundarson leikur með á píanó og
er aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Alþjóðlegi mæðradagurinn
á sunnudag:
Mæðrakaffi
í Kópavogi
■ Alþjóðlegi mæðradagurinn er á sunnu-
daginn 13. maí. Að venju býður kvenfélaga-
samband Kópavogs í mæðrakaffi í félags-
heimilinu þann dag kl. 15-16.
I salnum verður sýning á verkum Gerðar
Helgadóttur sem fjölskylda hennar gaf
Kópavogsbæ. Happdrættismiði fylgir kaff-
inu og verður dregið á staðnum um fjölda
smá vinninga á hálftíma fresti. Allur ágóði
af sölu happdrættis sölumiðanna og merkja
sem seld verða í Kópavogsbæ rennur til
hjálparstarfs mæðrastyrksnefndar.
Listfengir
iðnaðarmenn
■ Þeir sem hér stilla sér upp til myndatöku
eru meðal þeirra 23 iðnaðarmanna sem nú
sýna frístundaverk sín í Listasafni ASÍ á
Grensásvegi 16. Á sýningunnu eru málverk,
höggmyndir, téskurður ofl. :
Sýningin er opin virka daga nema mánu-
daga kl. 14-20, og um helgar kl. 14-22.
Kaffiboð fyrir
Húnvetninga
■ Húnvetningafélagið í Reykjavík býður*
eldri Húnvetningum til skemmtunar og.
kaffidrykkju í Domus Medica, sunnudaginn
20. maí kl. 15.
Akuifeyrit
Söngskemmtun
af
léttara taginu
■ Karlakór Akureyrar heldur árlega vor-
tónleika sína í Borgarbíói um helgina.
Söngskráin, sem að þessu sinni er heldur af
iéttara taginu, verður flutt kl. 17.30 og kl 21
á laugardag og kl 17.30 á sunnudag. Miðar
eru seldir á Hótel Varðborg og við inngang-
inn.
Laugardagur 12. maí 1984 5
f .. —<
Vegna mikillar eftirspurnar undanfarið:
Vantar - Vantar
Höfum kaupendur að:
- 2ja herb. íbúðum nálægt miðbænum.
- 3ja herb. íbúðum miðsv. og í Hraurvbæ
- 4ra herb. íbúðum í Breiðholti, Hraunbæ,
Vogum, Vesturbæ og Þingholtunum.
- 5 herb. íbúðum vestan Elliðaáa.
- Sérhæðum í Vogum og Heimahverfi.
- Tveggja íbúða raðhúsi eða einbýli vestan
Elliðaáa.
- Raðhúsi ásamt bílskýli í Seljahverfi.
- 200-500 m3 verslunahæð sem mest mið-
svæðis.
- 200-400 m3 iðnaðarhúsnæði, t.d. á Ár-
túnshöfða.
- Matvöruverslun « Reykjavík, Kópavogi
eða Hafnarfirði. Æskileg mánaðarvelta
2-3 milljónir. Góðar greiðslur.
NY SOLUSKRA VIKULEGA.
FASTEIGNASALAN
fjArfesting
ÁRMÚLA1 105 REYKlAVlK'SfMI 68 7733
LögfræOlngur: Pétur Þór Sigurósson hdl.
III
TRYGGINGAR
Þérerboöiöá
frumsýningu á 40 ára gamalli
Reykjavíkurkvikmýoid
i tilefni 40 ára afmælis Almennra Trygginga hf. þann 11. maí 1983 samþykkti stjórn
félagsins, aö láta endurgera og bjarga 40 ára gamalli Reykjavíkurkvikmynd sem
Loftur Guðmundsson Ijósmyndari tók, en haföi ekki lokið viö er hann lést.
Talið var aö myndin ónýttist, yrði ekkert aö gert.
Þessu umfangsmikla verki er nú lokið og fyrir dyrum stendur sýning
kvikmyndarinnar, sem er stórmerk heimild um bæjarlífiö í Reykjavík, einmitt á þeim
tímum sem hlutafélagiö AlmennarTryggingarvar stofnaö.
Stjórn félagsins er því sérstök ánæga aö bjóöa öllum sem áhuga hafa, að sjá
myndina en hún hefur ekki komið fyrir almenningssjónir fyrr en nú,40 árum síöar.
Fyrsta almenna sýning hennar veröur í Austurbæjarbíói, sunnudaginn 13. maí
kl. 14:00, og önnur sýning, sunnudaginn 20. maí á sama tíma.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, meöan húsrúm leyfir.
...t9 almannaheilla í fjörutíu ár
TRYGGINGAR