NT - 23.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 23.05.1984, Blaðsíða 4
Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til Islands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Disarfell 29/5 Dísarfell 11/6 Dísarfell 25/6 Dísarfell 9/7 Rotterdam: Disarfell 30/5 Dísarfell . 12/6 Dísarfell . 26/6 Dísarfell . 10/7 Antwerpen: Dísarfell 31/5 Dísarfell 13/6 Dísarfell . 27/6 Disarfell . 11/7 Hamborg: Dísarfell . 1/6 Dísarfell . 15/6 Disarfell 29/6 Dísarfell . 13/7 Helsinki/Turku: Hvassafell . 18/6 Larvik: Jan . 4/6 Jan . 18/6 Jan . 2/7 Gautaborg: Jan . 5/6 Jan . 19/6 Jan . 3/7 Kaupmannahöfn: Jan . 6/6 Jan . 20/6 Jan . 4/7 Svendborg: Jan . 24/5 Jan . 7/6 Jan . 21/6 Jan . 5/7 Árhus: Jan 25/5 Jan 8/6 Jan 22/6 Jan 6/7 Falkenberg: Skip ca 15/6 Leningrad: Hvassafell . 25/5 Gloucester, Mass. Skaftafell 26/5 Skaftafell 28/6 Halifax, Canada: Skaftafell 27/5 Skaftafell 30/6 m öKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík' Sími 28200 Telex 2101 Miðvikudagur 23. maí 1984 4 ■ Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir gengur úr þingsal ásamt Friðjóni Sigurðssyni. NT-myndir Róbert ■ Forseti sameinaðs þings Þorvaldur Garðar Kristjánsson þakkar Friðjóni Sigurðssyni skrifstofustjóra fyrir samstarfið. Þorvaldur Garðar við slit Alþingis: Ekki má gína við hverri flugu ■ í þingslitaræðu sinni sagði forseti sameinaðs Alþingis Þorvaldur Garðar Kristjáns- son m.a.: „Þetta þing sem nú er að ljúka hefur að ýmsu leyti veriö með sérstökum hætti. Fleiri þingflokkar eru nú á Alþingi en nokkurn tíma áður frá endurreisn þess. Fleiri þing- mál hafa legið fyrir þessu þingi en nokkru sinni áður. Allt reynir þetta meir en áður á skipulag og starfshætti Alþing- is“ Ennfremur: „Engar veru- legar breytingar hafa verið gerðar á þingsköpum Alþingis um langt skeið. Það var því tímabær ákvörðun sem tekin var á þessu þingi, þegar ákveð- ið var að setja á stofn nefnd til að endurskoða þingsköp.“ Eftir að hafa talið gagnrýni góðra gjalda verða þegar í henni felast „gagnlegar ábend- ingar“ sagði Þorvaldur Garðar: „Hins vegar má ekki heldur gína við hverri flugu sem kastað er fram í hinni mikilvægu umræðu um Al- þingi og störf þess. Þar kennir stundum grasa sem sprottin eru af meiri eða mini mis- skilningi og vankunnáttu svo ekki sé meira sagt“. Þá varaði hann við því að leita um of til erlendra fyrirmynda um starfs- hætti Alþingis og undirstrikaði sérstöðu löggjafarþings okkar. Forseti þakkaði að lokum skrifstofustjóra Alþingis Friðjóni Sigurðssyni fyrir frá- bær störf, en hann lætur nú af starfi vegna aldurs eftir 28 ár í skrifstofustjórastóli. SAFARI Dúndur unglingadansleikur í Safarí í kvöld S S Islandsmeistarinn í diskódansi Astrós Gunnarsdóttir mætir á svæðið Komið - sjáið - sannfærist. Aldurstakmark 16-21 árs Ath. Öllum ekið heim á eftir. ■ Það var létt yfir flestum eftir þingslit Trúnaðarráð SFR: Forsendur kjara- samninga brostnar ■ „Forsenda síðustu kjarasamninga var að undangengin kjaraskerðing yröi stöðvuð. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar atvinnurekenda og ríkisvalds, um að launþegahreyfingin hefði með samningum sýnt „ábyrgð og mikinn skilning á vanda þjóðarbúsins“, skirrast þessir aðilar ekki við að kippa burt þessum forsendum með auknum álögum á almenning með lækkun niðurgreiðslna á nauðsynjavöru og hækkun á gjöldum vegna heil- brigðisþjónustu, á sama tíma sem fyrirtækjum og stóreignamönnum er hyglað með skattfríðindum úr götóttum og galtómum ríkissjóði" segir m.a. í ályktun Trúnaðarmannaráðs SFR um leið og það ítrekar samþykkt síðasta aðalfundar félagsins um uppsögn launaliðs kjarasamnings BSRB og fjár- málaráðherra og boðun verkfalls 1. september, ef ekki verður gengið að sanngjörnum kröfum launa- fólks. Trúnaðarmannaráð SFR skipa 226 manns og 196 til vara.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.