NT - 23.05.1984, Blaðsíða 18
Útvarp kl. 11.15:
Miðvikudagur 23. maí 1984 1 8
3 ungar
telpur
lesa
eigin
sögur
■ Á dagskrá útvarps í kvöld
kl. 20.00 er þátturinn Ungir
pennar. Stjórnandi er Hildur
Hermóðsdóttir. Við spurðum
Hildi, hvaða efni yrði í þætt-
inum í kvöld.
„Ég fæ 3 ungar telpur í
heimsókn. Þær lesa sögur eftir
sjálfar sig og síðan spjalla ég
við þær," segir Hildur.
Rithöfunaarnir ungu heita
Aðalheiður Sigurðardóttir og
Guðrún Laufey Guðmunds-
dóttir, báðar 8 ára, og Ólöf
Ósk Kjartansdóttir, 10 ára.
Þær eru allar frá Reykjavík.
Saga Aðalheiðar heitir Pési
prakkari og stelpurnar snjöllu,
og er prakkarasaga, eins og
nafnið bendir til.
Guðrún Laufey Guðmunds-
dóttir les sögu sína Skrítna
landið. Það er hálfgerð bullu-
saga segir Hildur, og er þar
sagt frá undarlegu landi, þar
sem allt er á hvolfi, þar er allt
mjög skrítið og öfugsnúið.
Ólöf Ósk Kjartansdóttir á
þarna tvær sögur. Önnur
þeirra heitir Óli nær í pabba og
er þar sagt frá strák, sem fer að
sækja pabba sinn niður að sjó,
en pabbi hans er sjómaður.
Hin sagan fjallar um kött.
Þátturinn Ungir pennar hef-
ur verið á dagskrá útvarpsins
vikulega síðan í fyrrasumar í
umsjá Hildar Hermóðsdóttur.
Síðasti þátturinn verður 6.
júní og er það jafnframt 40.
þátturinn, sem Hildur sér um.
■ Hildur Hermóðsdóttir
stýrir 40. þætti sínum af Ung-
um pennum 6. júní nk. Það
verður jafnframt síöasti þáttur
hennar. (NT-mynd Kóbcrt)
Franz-Gúnther Lamprecht fer með aðalhlutverkið í þáttunum Berlin Alexanderplatz.
Sjónvarp ki. 21.35:
Ætli fari að vænkast
hagur Franz Biberkopf?
■ Sl. miðvikudagskvöld hóf-
ust í sjónvarpi sýningar á
framhaldsþáttunum Berlin Al-
exanderplatz. í kvöld kl. 21.35
hefst svo sýning á öðrum þætti
og stendur hún yfir næstu 60
mínúturnar.
Heldur voru dómar manna
um þesa mynd misjafnir að
lokinni sýningu 1. þáttar.
Margir máttu vart vatni halda
af hrifningu, enda væri hér
sjálfur meistari Fassbinder að
verki. En svo voru aðrir, sem
létu sér fátt um finnast. Þótti
þeim of mikil áhersla lögð á
alls kyns ólifnað og sóðaskap
og horfa þeir með lítilli
Dægurtónlist liðinna
áratuga í Krossgátunni
■ Á Rás 2 í dag kl. 15.00
hefst nýr þátur, Krossgátan,
sem Jón Gröndal stýrir. 1 NT í
gær var krossgátan birt og er
fólki bent á að hafa hana við
höndina, þegar það hlustar á
þáttinn í dag. En hvers konar
þáttur er Krossgátan? Við
spyrjum Jón Gröndal, sem
svarar okkur greiðiega.
„Þessi tónlistarkrossgáta er
nýjung, sem hefur aldrei verið
reynd hér áður. Hún byggist á
sænskri fyrirmynd, en í Sví-
þjóð njóta slíkir þættir mikilla
vinsælda. Þetta er í cðli sínu
tónlistarþáttur, þannig að fólk
getur hlustað á hann og haft
gaman af án þess að taka þátt
í krossgátunni. En í stað þess-
ara venjulegu hefðbundnu laga-
kynninga, verður gefin vís-
bending um ákveðinn hlut,
sem fólk á að leita eftir í
laginu, sem er verið að spila og
gefið upp hvar á að setja
lausnina niður í krossgátunni.
Þessi vísbending getur verið
allt frá skírnar- eða eftirnafni
söngvarans eða söngkonu,
þjóðerni viðkomandi, það get-
ur verið spurt um land, sem
þetta lag minnir á, eða borg
t.d. Það eru eiginlega afskap-
lega lítil takmörk fyrir því,
hvað hægt er að spyrja um,
segir Jón.
Fastir póstar verða í þáttun-
um. T.d. segist Jón alltaf munu
hafa 1-2 spurningar úr vinsæl-
unt óperettum. Þar með sé lagt
út á þó braut á Rás 2 að kynna
léttklassikina.
Annar póstur er sá, að alltaf
verður spilað eitt lag, sem
nrinnir á ísland, einhverja
ákveðna sveit eða stað. Þá er
þriðji fasti pósturinn, eitthvað,
sem tengist kvikmynd, lag úr
kvikmynd eða einhverjar efn-
isspurningar, sem tengjast
ákveðinni kvikmynd. Þá má
Reykvískur verka
maður leikur og
syngur eigin lög
- hefur líka gefið út Ijóðabók
óþreyju til næstu 12-13 mið-
vikudagskvölda.
En auðvitað er það hlutverk
sjónvarpsins að hafa eitthvað
á boðstólum fyrir alla, og þeir,
sem betur kunnu við Dallas en
Berlin Alexanderplatz, verða
bara að bíta á jaxlinn og bölva
í hljóði um sinn.
■ í útvarpinu í dag kl. 11.15
hefst þáttur Guðrúnar Guð-
laugsdóttur, Tónsmíðar í hjá-
verkum. Að þessu sinni ræðir
Guðrún við Jóhannes Benja-
mínsson, sem leikur og syngur
eigin lög.
Guðrún segir okkur þau
deili á Jóhannesi, að hann sé
fæddur á Hallkelsstöðum á
Hvítársíðu, en hafi búið í
Reykjavík frá því um tvítugt.
Hann hefur gefið út eina Ijóða-
bók og fengist við að spila á
harmóníku, m.a. fyrir gamla
fólkið við Norðurbrún. „Hann
er afar vel hagorður maður,
sem sjá má af því að hann
hefur gefið út ljóðabók, en
það liggur líka mikið eftir hann
af lausavísum," segir Guðrún.
En Jóhannesi er fleira til lista
lagt. Hann hefur t.d. leikið
jólasvein í mörg ár!
Jóhannes segir okkur
ekki gleyma íslenskri tónlist
og íslenskum listamönnum.
Eins og áður er sagt ætlar
Jón í þessum þáttum að hefja
kynningu á léttklassikinni með
óperettuverkum. En sú stefna
ríkir einmitt í þessum þáttum,
að tónlistin verður af eldra
taginu, enda er tónlist fyrri
áratuga sérgrein Jóns. Þetta
verður sem sagt dægurtónlist
sinna tíma, lög, sem allflestir
þekkja, en þá tónlist segir Jón
hafa mikið rutt sér til rúms í
útvarpinu á síðustu árum.
Spurningarnar sagði Jón
verða léttar og alls ekki ætlaðar
einhverjum sérvitringum,
heldur eigi að vera við allra
hæfi. Þeir, sem vilja og nenna,
geta síðan sent lausnir sínar til
Rásar 2 og þar dregur Jón úr
réttum lausnum. Sá heppni fær
síðan plötu að eigin vali í
verðlaun.
sjálfur, að hann hafi aldrei lært
neitt til tónsmíða og aldrei hafi
neitt komið út á prenti eftir
hann á því sviði. Hins vegar
hafi hann einu sinni, árið 1953,
átt lag, sem komst til úrslita í
danslagakeppni SKT. En Jó-
hannes átti bara þetta eina
eintak, sem hann sendi inn til
keppninar, og hefur aldrei séð
það síðan, það mun vera í
vörslu SKT.
Jóhannes segist helst leika
gömlu dansana á harmónikuna
sína, stundum einn en í önnur
skipti með öðrum. T.d. spilar
Gunnar Guðmundsson oft
með honum, en hann var ein-
mitt viðmælandi Guðrúnar í
fyrsta þætti hennar um tón-
smíðar í hjáverkum. Þessi
þáttur er hins vegar sá 4. í
röðinni.
Jóhannes Benjamínsson er
verkamaður í Reykjavík, vinn-
ur á bensínstöð í Breiðholtinu.
■ Jóhannes Benjamínsson leggur gjörva hönd á margt. Hann
semur lög og leikur þau sjálfur, hann yrkir Ijóð - og hann ieikur
jólasvein! (NT-mynd Kóbertj
Miðvikudagur
23. maí
7.00 Veöurlregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leiktimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir.
Morgunorð - Anna Haröardóttir.
9.00 Frettir.
9.05 Morgunstund barnanna. „Af-
astrákur" eftir Ármann Kr. Ein-
arsson Höfundur les (3.).
9.20 leikfimi. 9.30 Tilkyningar. Tón-
leikar. 9.45 Þingfreftir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.)
10.45 fslenskir einsögnvarar og
kórar syngja.
11.15Tónsmiðar í hjáverkum IV.
þáttur Guröún Guðlaugsdóttir
ræöir viö Jóhannes Benjamíns-
son, sem leikur og syngur eigin lög.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Vinsæl popplög frá árinu
1983.
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn-
ar Egiissonar; seinni hluti Þor-
steinn Hannesson les (30).
14.30 Miðdegistónleikar. Ilja Hurník
og Pavel Stephan leika fjórhent á
pínaó „Litla svítu" eftir Claude
Debussy.
14.45 Popphólfið-JónGústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00'Fréttiráensku.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Snerting. Þáttur Arnþórs og
Gísla Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnendur:
Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig-
uröardóttir.
20.00 Ungir pennar Stjórnandi: Hild-
ur Hermóðsdóttir.
20.10 Kvöldvaka a. Fjórir búanda-
menn Baldur Pálmason les fjögur
söguljóö eftir Guömund Frimann.
b. Karlakórinn Vísir á Siglufirði
syngur Stjórnandi: Geirharöur
Valtýsson. c. „Drengur" Guöm-
undur Þóröarson les brot úr óbirtri
ævisögu.
21.10 Erna Sack syngur
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannedóttir
les valdar sógur úr safninu i
þýöingu Steingríms Thorsteins-
sonar (16).
2.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins Orð kvöldsins.
22.351 útlöndum Þáttur i umsjá
Emils Bóassonar og Ragnars
Baldurssonar.
23.15 íslensk tónlist Margrét Egg-
ertsdótlir syngur við pianóleik Jón-
ínu Gísladóttur, Þorsteinn Hann-
esson syngur meö Sinfóníuhljóm-
sveit islands, undir stjórn Páls P.
Pálssonar og Jóhanns Konráös-
son syngur viö pianóleik Guörúnar
A. Kristinsdóttur.
Miðvikudagur
23. maí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson og Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Allrahanda Stjórnandi:
Arnþrúður Karlsdóttir.
15.00-16.00 Krossgátan Stjórnandi:
Jón Gröndal. (Hlustendum eígef-
inn kostur á að svara einföldum
spurningum um músík og ráöa
korssgátu um leið).
16.00-17.00 Nálaraugað Stjórnandi:
Jónatan Garöarsson.
17.00-18.00 Woodstock-hátíðin
Stjórnandi: Sveinn E. Magnússon.
(Fyrir um 15 árum síðan var haldin
ein stærsta og mestumtalaða
popphátíö fyVr og siðar - Wood-
stock-hátíöin.
sjonvarp
Miðvikudagur
23. maí
19.05 Fólk á förnum vegi Endur-
sýning - 25. og 26. þáttur. Loka-
þættir enskunámskeiösins.
19.35 Söguhornið Sefsláin Sögu-
maöurSigurður JónÓlafsson. Um-
sjónarmaður Hrafnhildur Hreins-
dóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 í kjölfar Sindbaðs Þriðji hluti
- Ferðalok Bresk kvikmynd i
þremur hlutum um ævintýraferö til
Austurlanda. Þýöandi Gylfi
Pálsson. Þulur Friörik Páll
Jónsson.
21.35 Berlin Alexanderplatz Annar
þáttur. Þýskur framhaldsmynda-
flokkur í fjórtán þáttum, geröur eftir
samnefndri skáldsögu eftir Alfred
Döblin. Leikstjóri Rainer Werner
Fassbinder. Efni fyrsta þáttar. Berl-
in 1928 - Franz Biberkopf er
leystur úr fangelsi. Hann er staö-
ráöinn i aö lifa heiöarlegu lífi en
gengur illa aö koma undir sig
fótunum. Hann vonar samt að úr
rætist meö hjálp nýrrar vinkonu,
Línu aö nafni. Þýöandi Veturliði
Guönason.
22.35 Úr safni Sjónvarpsins Við
Djúp - Selir, salt og saga Sjón-
varpsmenn feröast um Vatnsfjörö
og Reykjafjörð sumariö 1971 og
staldra viö á Reykjanesi. Umsjón-
armaður Ólafur Ragnarsson.
23.05 Fréttir í dagskrárlok