NT - 23.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 23.05.1984, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. maí 1984 1 3 ■ Helgi Bjömsson vegna Jarðeðlisfræðistofu 400 þús. B. Hug- vísindadeild Stjórn Hugvísindadeildar skipa þessir menn: Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, formaður, Hreinn Benedikts- son prófessor, Jónatan Þór- mundsson prófessor, Helga Kress lektor og Ólafur Pálma- son forstöðumaður. Vara- menn eru, í sömu röð: Halldór Halldórsson prófessor, Jón Friðjónsson dósent, Ólafur Björnsson prófessor, Björn Teitsson skólameistari og Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Próf- essor Hreinn Benediktsson tók ekki þátt í störfum stjórnarinn- ar við veitingu styrkja að þessu sinni, en í stað hans kom varamaður hans í stjórninni, Jón Friðjónsson dósent. Ritari Hugvísindadeildar er Þorleifur Jónsson bókavörður. Veittir voru 59 styrkir að heildarfjárhæð kr. 7.300.000. Árið 1983 veitti Hugvísindai deild . 41 styrk að heildarfjár- hæð kr. 3.100.000. Flokkun styrkja eftir fjárhæð Fjöldi Heildar- Fjárhæð: styrkja: fjárhæö: 15.000 1 15.000 25.000 1 25.000 30.000 1 30.000 35.000 2 70.000 50.000 8 400.000 60.000 1 60.000 70.000 4 280.000 75.000 1 75.000 80.000 4 320.000 95.000 1 95.000 100.000 11 1.100.000 110.000 2 220.000 120.000 2 240.000 130.000 1 130.000 135.000 1 135.000 145.000 1 145.000 150.000 2 300.000 155.000 1 155.000 170.000 1 170.000 175.000 1 175.000 180.000 2 360.000 185.000 1 185.000 190.000 1 190.000 200.000 1 200.000 250.000 1 250.000 300.000 4 1.200.000 375.000 1 375.000 400.000 1 400.000 Samtals 59 7.300.000 Flokkun styrkja eftir greinum Grein: Fjöldi: Heildar- fjárhæð: Sagnfræði 9 1.185.000 Þjóðháttafr. 4 505.000 Fornleifafr. 4 350.000 Bókmenntir 7 730.000 Málvísindi 13 1.940.000 Félagsvís. 7 890.000 Stjórnm.fr. 1 75.000 Mannfræði 2 250.000 Heimspeki 2 370.000 Guðfræði 1 100.000 Uppeldisfr. 1 50.000 Sálfræði 4 455.000 Hagfræði 3 200.000 Bókfræði 1 200.000 Samtals 59 7.300.000 ■ Páll Theódórsson vegna Eðlisfræðistofu 350 þús. Skrá uni veitta styrki 1. Auður Styrkársdóttir M.A. Áhrif kvenna í stjórnmál- um á íslandi 120.000 2. Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal sál- fræðingar (sameiginlega) Þróun meðferðar fyrir mismunandi gerðir af skilnaðar- og stjúpfjöl- skyldum. 155.000 3. Árni Björnsson cand.. mag. Uppruni og saga íslenskra hátíða- og merkisdaga. 300.000 4. Árni Hjartarson B.S., Guðmundur J. Guð- mundsson cand. mag. og Hallgerður Gísladóttir B.A. (sameiginlega). Hellarannsóknir 50.000 5. Árni Sigurjónsson B.A Útgáfa doktorsritgerðar á sænsku um Halldór Laxness. 50.000 6. Árni Sigurjónsson B.A. Þýðing á doktorsritgerð um Halldór Laxness og frekari úrvinnsla vissra þátta hennar. 100.000 7. Ásgeir Daníelsson M.Sc. Cumulative Processes in an Open Economy. An Empirical Investigation. 100.000. 8. Jiri Berger Ph.D. Mat á notkun Walden-að- ferðar við menntun þroskaheftra barna. 150.000 9. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands íslensk bókmenntaskrá 300.000 10. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands Norræn kvennabók- menntasaga. 50.000 11. Bragi Jósepsson lektor Uppeldismarkmið og við- horf til skóla á íslandi á síðari hluta 19. aldar. 50.000 12. Böðvar Kvaran forstöðu- maður og Einar Sigurðs- son háskólabókavörður (sameiginlega) Skrá um íslensk blöð og tímarit frá upphafi til 1973. 200.000 13. Erlendur Haraldsson dós- ent Samband varnarhátta og fjarskyggni við frjálsar hugrenningar og „Ganzfeld" meðferð. 50.000 14. Finnur Magnússon. fil. kand. Strandsittare - bönder - fiskare. En studie av klass- bilder í íslándska fiske samhállen 1800-1960. 15.000 15. Frosti Jóhannsson fil. kand ísfirsk alþýðumenning: Daglegt líf ísfirsks land- verkafólks 1900-1940. 110.000 16. Garðar G. Víborg sál- fræðingur Skilningur barna á mann- legu atferli. 100.000 17. Gestur Guðmundsson mag. scient. soc. Þróun verkmenntunar á íslandi eftir 1950. 130.000 18. Gísli Ágúst Gunnlaugsson cand. mag íslenska fjölskyldan 1801-1930. 170.000 19. Gísli Pálsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingar. Félagslegar forsendur og ■ Sigurður Steinþórsson vegna Jarðfræðistofu 300 þús. afleiðingar þróunarað- stoðar á Grænhöfðaeyj- um. 150.000 20. Gísli Sigurðsson B.A. íslenskt talmál í Mani- toba, Kanada. 80.000 21. Dr. Guðrún Kvaran íslensk mannanöfn 185.000 22. Guðrún Sveinbjarnardótt- ir M.Phil Rannsókn byggðaminja í Austur- og Vesturdal í Skagafirði. 175.000 23. Gunnlaugur Haraldsson fil.cand. Efnahags- og félagslegar aðstæður bænda og bú- lausra stétta í sjálfsþurft- arsamfélagi 19. aldar. 80.000 24. Hannes H. Gissurarson cand. mag. Hayek’s conservative li- beralism. 75.000 25. Heimspekistofnun Há- skóla lslands íslensk þýðing á Ríki og Platóns og textaútgáfa á Viðræðu líkams og sálar. 300.000 26. Hrafnhildur Ragnarsdótt- ir lektor og Randa Mulf- ord Ph.D 1. Samanburðarrannsókn á þróun hugtaka og orða- forða yfir fjölskyldutengsl hjá íslenskum og banda- rískum börnum. - 2. Þátt- ur merkingar, málfræði- endinga og hljóðforms í ákvörðun 3-9 ára barna á kyni. 70.000 27. Indriði Gíslason lektor Málfar barna við 4 og 6 ára aldur. 100.000 28. Inga Dóra Björnsdóttir M.A. íslenskar konur og banda- rískir hermenn. Saga ís- lenskra kvenna sem giftust bandarískum hermönnum á árunum 1942-1949. 100.000. 29. Ingimar Einarsson M.Soc. Sc. Þjóðfélagsbreytingar á ís- landi 1930-1980. 145.000 30. Ingólfur Á. Jóhannesson cand. mag. Stefnumótun í mennta- málum á íslandi 1946- 1971. 100.000 31. Hið íslenska bókmennta- félag Útgáfa Annála 1400-1800. Útgáfa texta, einkum þó samning skráa. 100.000 32. Hið íslenzka bókmennta- félag Útgáfa á háskólafyrirlestr- um Steingríms J. Þor- steinssonar. 70.000 33. Jón Jónsson. jarðfræð- ingur Rannsóknir á byggðar- leifum norður af Skaftár- tungu. 30.000 34. Jón Snorri Snorrason M.A. Einkenni smáríkja í utan- ríkisverslun. 50.000 35. Jörundur Hilmarsson mag. art. Rannsóknir á tokharskri híjóðsögu. 120.000 36. Kjartan G. Öttóson cand. mag. Beygingarþróun mið- myndar í íslensku 135.000 37. Dr. Kristján Árnason og dr. Höskuldur Þráinsson (sameiginlega) Rannsókn á íslensku nú- tímamáli. 400.000 38. Magnús Þorkelsson. B.A. Rannsóknir á fornum hafnarbúðum á Búðasandi ■ Arnór Garðarsson vegna Líffræðistofnunar 265 þús. í Kjós. 95.000 39. Margrét Jónsdóttir cand. mag. Um é-sagnir í norður- germönskum málum. 80.000 40. Matthías Viðar Sæmunds- son cand mag. Myndir. 100.000 41. Málvísindastofnun Há- skóla íslands Norrænar samanburðar- rannsóknir í setninga- fræði. 180.000 42. Nanna Hermansson borg- arminjavörður Nordisk Byhiostorisk Atlas: Reykjavík. 250.000 43. Orðabók Háskólans íslensk orðaskrá. 375.000 44. Ólafur Þ. Harðarson lektor Íslensk kjósendarann- sókn. 70.000 45. Pétur Pétursson dr. phil. Religiös förándring i de fem nordiska landerna 1930- 1980. En jámförelse pá nationell och lokal nivá. 25.000 46. Dr. Fabrizio D. Raschella Hljóðkerfisleg og beyging- arfræðileg aðlögun töku- orða í íslensku. Sögulegt yfirlit. 35.000 47. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands ritaskrá íslenskrar sögu. 180.000 48. Hubert Seelow Dr. phil Die islandischen Úbers- etzungen der deutschen Volksbucher. 80.000 49. Sigurður Árni Þórðarson cand. theol. The Crisis of Icelandic Theological Liberalism: A Critique focusing on the Work of Haraldur Niels- son. 100.000 50. Stefán Friðberg Hjartar- son fil. kand. Socialt medvetande och politisk aktivitet under mellomkrigstiden. Nóvu- og Borðeyrardeilurnar og greining á kosningaþátt- töku og -niðurstöðum 1931- 1934. 51. StofnunJónsÞorlákssonar Jón Þorláksson - Ræður og ritgerðir. 50.000 52. Úlfar Bragason mag. art. Frásagnarlist í Sturlungu. 60.000 53. Vilhjálmur Árnason Ph.D. Siðferði og samfélagsgerð í íslendingasögunum. 70.000 54. Kirsten Wolf M.A. Gyðinga saga. 100.000 55. Þorbjörn Broddason dós- ent og Elías Héðinsson lektor Sjónvarp og æska: Lang- tímarannsókn 300.000 56. Þorleifur Friðriksson fil. kand. Samvinna og tengsl norr- ænu verkalýðshreyfingar- innar - hugmyndafræði- legur ágreiningur og kaldastríðserjur í Alþýð- uflokknum 1952-1956. 50.000. 57. Þór Whitehead prófessor ísland í síðari heimsstyrj- öld. 190.000 58. Þórunn Valdimarsdóttir cand. mag. Úr sveit í borg. Um bú- skap í Reykjavík frá síðari hluta 19. aldar. 110.000. 59. Örn D. Jónsson cand. techn. soc. Atvinnuþróun á íslandi með sérstöku tilliti til sjá- varútvegs og iðnaðar. 100.000 'ii iViV Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminri Tt.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setnlng og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Biaðaprent hf. Við þinglokin ■ Þingið, sem lauk störfum sínum í gær, er ný áminning um, að ekki má lengur draga að gera breytingar á þingsköpum, sem sníði störfum þingsins heppilegri stakk en þann, sem þau eru í nú, og er orðinn á margan hátt úreltur. Þingfundir einkennast orðið alltof mikið af löngum umræðum, aðallega utan dagskrár. Margir virðast halda, að meginstörf þingsins fari fram á þingfund- um, og mun sú skoðun jafnvel hafa aukizt í seinni tíð og eiga hljóðvarp og sjónvarp sinn þátt í því. Þessir fjölmiðlar skýra aðallega frá umræðum á þingfund- um, en segja lítið frá hinum raunverulegu þingstörf- um, sem fara fram á fundum nefnda og þingflokka. Þegar atkvæðagreiðslum sleppir hafa þingfundirnir litla þýðingu og þeir breyta yfirleitt engu um afstöðu þingmanna, sem langoftast er ráðin áður. Það er nokkurn veginn réttmæli, sem vestfirzka ljósmóðirin lét hafa eftir sér eftir nokkurra daga setu á þingi að þingfundirnir eru hið stóra leikhús þjóðar- innar. Þar þreyta menn árangurslítið misjafna mælsku- list sína og oft mest þeir, sem njóta þess að heyra í sjálfum sér. Á nefndarfundum fara hins vegar fram hin raunverulegu þingstörf. Þar eru málin brotin til mergjar, þar er aflað upplýsinga og þar er reynt að miðla málum. Því miður er nefndunum yfirleitt ætlaður of lítill starfstími, m.a. vegna langra um- ræðna á þingfundum. Það ber að viðurkenna, að enn eru margir góðir ræðumenn á Alþingi. Samt hefur ræðumennsku þar farið hnignandi síðustu áratugi. Áður fyrr þótti það góður stíll að flytja þar stuttar ræður, gagnorðar og hnyttnar. Nú er þetta að hverfa úr sögunni og ræðurnar verða oft hreinn vaðall, m.a. vegna þess að ekki hefur verið gætt nægilegs undirbúnings. Hin nýju þingsköp þurfa að breyta þessu. Þau eiga að skammta mönnum ræðutíma, einkum þó í sambandi við umræður utan dagskrár. Þetta myndi verða til þess, að þingmenn yrðu gagnorðari að nýju. Með betra skipulagi á þingfundum ætti að geta unnizt meiri tími fyrir nefndarstörf. Þá þurfa hinir stóru fjölmiðlar, eins og hljóðvarp og sjónvarp, að beina kastljósi sínu meira að nefndarstörfum og gera ekki þingfundina að helzta fréttaefni sínu. Þótt mikið málæði á þingfundum hafi sett vissan blett á þinghaldið að þessu sinni, hefur margt verið sæmilega unnið. í efnahagsmálum hefur verið leitazt við að styrkja þá stefnu að áfram dragi úr verðbólg- unni, án atvinnuleysis. Vegna rýrnandi þjóðartekna, sem hafa skert tekjur ríkisins um 3500-4000 milljónir síðan á árinu 1982j tókst ekki að komast hjá nokkrum tekjuhalla, þrátt fyrir aukinn sparnað. Meiri niðurskurður hefði getað leitt til atvinnuleysis og skerðingar á framlögum til þeirra, sem verst eru settir. Þessum halla verður að jafna á fleiri ár. Sennilega er það rétt, sem kom fram hjá Davíð Aðalsteinssyni í viðtali í NT í gær, að einna merkustu málin, sem þingið afgreiddi, voru nýju húsnæðislög- in, lögin um stjórnun fiskveiða, sem á vissan hátt marka tímamót og lagaákvæðið um skattafrádrátt af tekjum einstaklinga vegna þátttöku í atvinnurekstri. Þetta lagaákvæði ætti að geta stuðlað að auknum áhugatengslum hins almenna manns og atvinnurekstr- arins, eins og Davíð komst að orði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.