NT - 23.05.1984, Blaðsíða 26
't'A
Miðvikudagur 23. maí 1984 26
■ Bogdan Kowalczyk og lærisveinar hans fara á Olympíuleikana í Los Angeles, svo fremi sem Austantjaldsþjóðirnar
hætta ekki við að hætta, og Olympíunefnd íslands berist staðfesting á þátttökurétti liðsins frá IHF,
Alþjóðahandknattleikssambandinu.
„Þetta er
endanlegt“
- segir Gísli Halldórsson formaður OL
■ „Þetta val, sem hér hefur
verið kynnt, er frá okkar
hendi endanlegt val olym-
píuliðs íslands,“ sagði Gísli
Halldórsson, formaður 01-
ympíunefndar Islands á
blaðamannafundinum í gær.
„Frá okkur séð, bætast
ekki fleiri við. Að sjálfsögðu
munum við taka til athugun-
ar ef einhver nær óvænt lág-
marki, og á erindi á leikana,
eins og við höfuni nú gert
með handknattleikslandslið-
ið, en þetta er með þeim ■ Gísli Halldórsson, for-
fyrirvara endanlegt val“, maður Olympíunefndar ís-
sagði Gísli Halldórsson. lands.
Handboltalandsliðið á OL ef Austantjaldslöndin hætta ekki við að hætta:
■ Ef Austantjaldsþjóðirnar, Sovétríkin, Pólland, A-Þýskaland,
Ungverjaland og Tékkóslóvakía, standa við það sem þær hafa gefið
út um að mæta ekki á Olympíuleikana í Los Angeles, verða kepp-
endur íslands þar a.m.k. 28, jafnvel 29. Olympíunefnd íslands til-
kynnti á blaðamannafundi í gærmorgun að íslenska landsliðið í
handknattleik mundi keppa á Olympíuleikunum í Los Angeles,
samþykkti Alþjóðaolympíunefndin þá ráðstöfun, og Alþjóðahand-
knattleikssambandið úrskurði Islands rétt til þátttöku í leikunum.
Olympíunefnd íslands til-
kynnti jafnframt fjölgun í
öðrum greinum, frjálsíþrótta-
menn yrðu 7, sundmenn 3 jú-
dómenn 2, lyftingamenn 1, og
handknattleiksmenn yrðu alls
20,15-16 leikmenn og þjálfarar
og fararstjórar. Það þýðir að
keppendur á leikunum verða
a.m.k. 28, 29 ef 16 handknatt-
leikskeppendur fara, og alls
verður þá hópurinn sem fer,
þar með talið fararstjórar,
þjálfarar, liðsstjórar og aðstoð-
armenn 40-45, endanleg tala er
ekki fullákveðin. Víst er að
fulltrúar sérsambandanna
verða 1 frá LSÍ, 1 frá SSÍ, 1 frá
JSÍ og 2 frá FRÍ, og síðan full-
trúar Olympíunefndar.
Aldrei áður hafa svo margir
íslendingar farið sem keppend-
ur á Olympíuleika, né sem
heildarhópur. Árið 1948 fórú
22 keppendur til Lundúna, og
alls 33. Árið 1972 fóru 26 kepp-
endur til Munchen, þar af 16
handknattleiksmenn. Alls fóru
til Munchen 36 manns.
Eftirfarandi tilkynningum
frá Olympíunefnd íslands var
dreift til fjölmiðla á blaða-
mannafundinum í gær:
' „Framkvæmdanefnd O.í.
samþykkir að tilkynna þátttöku
íslands í handknattleik á Olym-
píuleikunum í Los Angeles, ef
IHF Alþjóðahandknattleiks-
sambandið úrskurðar íslandi
rétt til þátttöku í leikunum,
enda samþykki Olympíunefnd-
in þessa ráðstöfun.“
-„Með tilliti til þess óvænta
kostnaðai, sem samfara vcrður
þátttöku Islands í handknatt-
leik á Olympíuleikunum, sam-
þykkir framkvæmdanefnd O.í. drættiásvipuðumgrundvelliog
að hrinda af stað landshapp- gert var fyrir tveimur árum.“
Guðmundur Þórarinsson form. LSÍ:
„Hefði viljað
að tveir færu“
■ Kristján Haröarson, Ármanni
■ Öskar Jakobsson, IR
Aðrar greinar en handbolti:
Sigurður Einarsson, Ár-
Fimm bættust
viðOlympíuhópinn
Frjálsíþróttamenn og lyftingamenn hafa náð alþjóðlegum lágmörkum -sundmenn ekki
■ Þremur frjálsíþróttamönnum var í gær bætt formlega við í hóp
þeirra frjálsíþróttamanna sem keppa munu á Olympíuleikunum í
Los Angeles. Þessir frjálsíþróttamenn eru allir rétt við olympíulág-
mark O.I. í sinni grein, Sigurður Einarsson spjótkastari úr Ár-
manni, Kristján Haröarson langstökkvari úr Armanni og Óskar
Jakobsson kúluvarpari úr ÍR. Að auki var bætt í hóp keppenda ís-
lands í Los Angeles lyftingamanninum Haraldi Ólafssyni ÍBA, og
sundmanninum Inga Þór Jónssyni í A.
■ Haraldur Ólafsson, ÍBA
■ Ingi Þór Jónsson, í A
Sigurður Einarsson, spjót-
kastari hefur kastað lengst
82,76 metra á þessu ári. Lág-
mark íslensku olympíunefnd-
arinnar er 83 metrar, en al-
þjóðanefndarinnar 82 metrar.
Sigurður er í sífelldri framför.
Kristján Harðarson hefur
stokkið lengst 7,80 metra á
þessu ári, sem er íslandsmet.
Hann hefuf stokkið lengra
naumlega ógilt, á því meira
inni. Lágmark íslensku olym-
píunefndarinnar er 7,90
metrar, en alþjóðalágmarkið
7,80.
Óskar Jakobsson er fyrst nú
að ná sér á strik eftir stríð við
meiðsli í tæp tvö ár. Hann kast-
aði 19,80 metra fyrir rúmri
viku, lágmark íslensku nefnd-
arinnar er 20 metrar, en al-
þjóðalágmarkið er 19,40
metrar.
Haraldur Ólafsson hefur lyft
300 kg. alls í 75 kg flokki í ár.
Lágmark íslensku nefndarinn-
ar var 315 kg. en alþjóðalág-
markið er 295 kg.
Ingi Þór Jónsson keppir í 100
metra flugsundi og 100 metra
skriðsundi. íslandsmet hans í
skriðsundinu er 55,50 sek, en
lágmark O.í var 52 sekúndur.
íslandsmet Inga í 100 metra
flugsundi er 1.00,44 mín, en
lágmark OÍ var 56,50 sek.
Áður hafði Olympíunefnd
íslands tilnefnt fjóra frjáls-
íþróttamenn á Olympíuleik-
ana, Odd Sigurðsson KR, Þór-
dísi Gísladóttur ÍR, Véstein
Hafsteinsson HSK og Einar
Vilhjálmsson UMSB. Öll
höfðu náð lágmörkum. Þá til-
nefndi nefndin tvo júdómenn,
Bjarna Friðriksson og Kolbein
Gíslason báða Ármanni, og tvo
sundmenn, Tryggva Heigason
HSK, og Guðrúnu Femu Ág-
ústsdóttur Ægi, en hvorugt
þeirra hefur náð lágmörkum
O.L
■ „Úr því að hægt var að
bæta við 20 manns í hópinn sem
fer til Los Angeles fyrirvaralít-
ið, tel ég að við hefðum átt að fá
að senda tvo menn, það munar
svo sáralitlu á því hvor á meira
erindi“, sagði Guðmundur
Þórarinsson formaður Lyft-
ingasambands íslands í samtali
við NT í gær. Maður er náttúr-
lega ekki ánægður með að bara
einn fari, því tveir eiga erindi“,
sagði Guðmundur.
Garðar Gíslason á best 330
kg í 100 kg flokki, Garðar
varð í 11. sæti á EM en 4
austantjaldsmenn falla út.
Lágmark OL í 75 kg flokki
er 315 kg en lágmark Alþjóða-
ólympíuncfndarinnar er 295
kg. 1100 kg flokki er íslenska
lágmarkið 375 kg en alþjóða-
lágmarkið 325 kg. Bæði Har-
aldur og Garðar hafa því náð al-
þjóðamörkum.
„Vona að fleiri
komist á OL“
- segir Örn Eiðsson
form. FRÍ
■ „Ég er mjög ánægður með
þessa viðbót, frestur til að til-
kynna þátttöku frjálsíþrótta-
manna á leikana er til 18. júlí,
og ég vona að fleiri nái lág-
mörkum fyrir þann tíma,“
sagði Örn Eiðsson formaður
Frjálsíþróttasambands íslands
í samtali við NT í gær.
„Tíminn verður að leiða það
í ljós, það getur allt gerst í
þessu“, sagði Örn, í fyrra var
talið að Oddur Sigurðsson
stæði afar tæpt til þess að reikna
með því að hann færi á OL, nú
er hann okkar annar maður,“
sagði Örn.