NT - 23.05.1984, Blaðsíða 6

NT - 23.05.1984, Blaðsíða 6
líl' Landssamband hjálparsveita skáta heldur: Fjallamaraþon- keppni í sumar Athugasemd blaðamanns vegna „tann- gómsins“ ■ Af gefnu tilefni verð ég að lýsa því yfir að fréttaflutningur af „góm- málinu1' fræga í tann- læknadeild og hugsan- legum uppgreftri látins sjúklings, er mér algjör- lega óviðkomandi og átti ég engan þátt í meðferð þess máls í fjölmiðlum. Vegna þess að ég er sem fulltrúi stúdenta í há- skólaráði, bundin trúnaði við þá stúdenta sem sækja mál sín á þeim vettvangi, þá hélt ég þann trúnað, enda var mér allsendis ókunnugt um aðra þætti málsins en þá er snertu tannlæknadeild beint. Pað var á þeirri forsendu sem ég gat ekki fjallað um mál þetta, hvorki eins og það kom fyrir í NT né á nokkurn annan hátt. Þess má hinsvegar geta að þær upplýsingar sem komu fram í umræddri frétt voru þær upplýsingar er lögfræðingur umrædds stúdents lét NT í té, er til hans var leitað. Voru þær því álitnar ábyggilegar heimildir og meðhöndlað- ar sem slíkar. Málning gefur út grafík- möppu ■ í tilefni af 30 ára starfsaf- mæli sínu fékk , Málning h.f. grafiklistamanninn Björgu Þor- steinsdóttur til að gera myndir í sérstaka möppu, sem fyrirtækið sendir helstu viðskiptaaðilum og vildarvinum sínum. Vonast fyrirtækið til að þetta framtak muni mælast vel fyrir ■ Landssamband hjálpar- sveita skáta gengst fyrir svokall- aðri „Fjallainaraþon" keppni fyrir starfandi féiaga í björgun- arsveitum landsins, nú í fjórða sinni á jafnmörgum árum., Keppnin felst í höfuðatriðum í því að komast milli tveggja staða innan ákveðinna tíma- marka, og leysa ýmis rötunar- verkefni á leiðinni. Keppnin verður haldin á SV landi helgina 25.-26. ágúst í sumar. Keppnin hefst að morgni laugardags á stað sem verður tilgreindur keppendum með skömmum fyrirvara og mun ljúka síðdegis á sunnudag á Laugarvatni. Upplýsingamið- stöð verður á Laugarvatni báða keppnisdagna þar sem aðstand- endur keppenda og annað áhugafólk getur fylgst með framvindu keppninnar innan- dyra. Það er trú aðstandenda keppn- innar að hún sé jákvæð ný- breytni í starfi sveitanna og gefi mönnum tækifæri til að reyna sig og útbúnað sinn við krefj- andi aðstæður. Þeir telja því sérstaka ástæðu til að hvetja alla starfandi björgunarsveitar- menn, svo og þá nýliða sem lokið hafa eins árs þjálfun, til að vera með í keppninni. Utfyllt- um umsóknareyðublöðum ber að skila á skrifstofu LHS eða í Skátabúðina fyrir 15. júlí 1984, en umsóknareyðublöðin Iiggja frammi á þessum stöðum. ■ Keppendur í Fjallamara- þonkeppni blása mæðinni eftir að komið er í mark. Trúnaðarbréf til forseta ■ Þrír nýskipaðir sendiherrar erlendra ríkja, Keisuk Ochi frá Japan, Gerhard Waschewski frá þýska alþýðulýðveldinu og Mesud Besniku frá Júgóslavíu, afhentu forseta íslands trúnaðarbréf sín í vikunni sem leið að viðstöddum Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Enginn sendiherranna hefur aðsetur hér á landi: Sá japanski er í Stokkhólmi en hinir tveir í Oslo. ■ Björg Þorsteinsdóttir með grafíkmöppu sína. Kristinn G. Jóhannsson sýnir í Alþýðu- bankanum á Akureyri ■ Kynning á verkum Kristins G. Jóhannssonar, listmálara stendur nú yfir í Alþýðubankan- um á Akureyri. Er hún haldin í samráði við Menningarsamtök Norðlendinga og á að standa í tvo mánuði. Kristinn stundaði fyrst list- nám á Akureyri, síðan í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og í Edinburg College of Art 1956-59 og aftur 1977-78. Hann sýndi fyrst á Akureyri átján ára gamall árið 1954 og síðan oft þar og í Reykjavík til ársins 1968. Þá varð 12 ára hlé á sýningarhaldi, enda Kristinn þá önnum kafinn við skóla- stjórn, sveitarstjórnar- og menningarmál ýmisskonar í Ólafsfirði. Síðan hefur hann tvisvar sýnt á Akureyri og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Leiðrétting: Lifibrauð í stað atvinnu -og lOOístað 200 ■ Þau leiðu mistök urðu í úttekt NT á fimmtudag að þar segir að 160Ö0 íslending- ar hafi atvinnu af framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða. Þetta er alrangt. Standa átti að 16000 íslendingar hafi lifi- brauð af þessarri framleiðslu en einhver hefur viljað bæta málfar greinarinnar og fella út orðið lifibrauð. Svo klaufalega vildi þá til að viðkomandi setti ,orðið at- vinnu sem í þessu tilfelli hefur allt aðra merkingu. Börn og skyldulið þeirra sem vinna að landbúnaðarfram- leiðslu hafa yfirleitt lifibrauð eða framfærslu af launum bóndans. Önnur villa slæddist inn og skrifast á reikning blaða- manns. 1 texta með töflu segir að þegar kaupendur kindakjöts hafi borgað sitt verð vanti 200 krónur upp á að fullt verð fáist. Hið rétta er að um það bil 100 krónur vantar upp á. Verð bóndans fyrir hvert kíló af fyrsta flokks kindakjöti er í kring- um 100 krónur. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.