NT - 23.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 23.05.1984, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 23. maí 1984 1 6 ■ Donna Mills segist vera ánægð með að búa ein, þá geti hún haft allt eftir sínu höfði og borðað það sem hún sjálf vill og þurfi ekki að taka tillit til annarra. ■ Donna í hlutverkinu sem Abby í sjónvarpsþáttunum Knotts Landing, en Abby er stundum kölluð „JR í kvcnmannslíki!“ < gerir það gott! ■ Donna Mills - „konan í JR-hlutverki í Knotts Landing" (bandarískum sjónvarpsþátt- um) segist vcra „konan sem allir elska að hata“. Donna hefur alveg blómstrað í þessu hlut- verki sinu, og er nú frægasta „vonda konan" í kvikmynda- heiminum. Hún slær meira að segja út Joan Collins, „vondu konuna í Dynasty", sem þykir þó í sérflokki sem slík. „Knotts Landing og hlutverk mitt í þeim sjónvarpsþáttum hefur gertmig ríka og sjálf- stæða, og mér finnst égsjálf verða betri persóna af því að leika hina illgjörnu Abby. Kannski fæ ég útrás fyrir það illa í sjálfri mér sem Abby“. Þau urðu mikil vonbrigði fyrir Donnu Mills þegar hún fór að leika Abby. Áður hafði hún einkum verið til kölluð í hlut- verk þar sem hún lék einhver fórnarlömb. Sú gerð leik- persóna byrjaði með myndinni Misty (Play Misty For Me). Pá var Donna tekin af mann- ræningja (sem reyndar var kona) og höfð í haldi og sætti illri meðferð. „Svo í hlutverk einhverrar vesalings konu sem átti að verða fyrir árás, nauðgað eða myrt, þá var þetta talið hlutverk fyrir mig“, sagði Donna nýlega í viðtali við leikarablað vestra. Donna er fædd í Chicago og byrjaði í dansnámi sem ung- lingur, og hugsaði ekki um ann- að en dans, eftir því sem hún segir. Þegar hún var 18 ára fór hún til New York og fékk fljót- lega hlutverk í dans- og söngleik á Broadway sem gekk í 3 ár. Síðan fékk hún smárullu í mynd með Burt Reynolds og hún leiddi til þess að Clint Eastwood valdi Donnu til að leika kærust- una sína í spennumyndinni Misty. Donna er glæsileg og það var strax farið að orða hana við meðleikara hennar, en hún segir: „Burt var með annarri þegar við lékum saman og upp- tekinn af því ástarsambandi og Clint var giftur þá, svo við urðum aldrei annað en góðir vinir og enn eru þeir báðir góðir vinir mínir“. Donna býr ein, en „fastur vinur" hennar er Richard Holland, sem er 33 ára (sjálf er hún 37), Richard skrifar kvik- myndahandrit. Þau hittust í Mexíkó 1980 og hafa haldið föstu sambandi síðan, en búa þó ekki saman. „Okkur líkar báðum vel að búa ein, svo þess vegna höfum við ekki breytt neinu, -enhverveit hvað verður í framtíðinni.“ „Vonda konan"

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.