NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 09.06.1984, Qupperneq 10

NT - 09.06.1984, Qupperneq 10
Laugardagur 9. júní 1984 10 teign Gunnar S. Björnsson: \ Of lítill verðmunur á nýjum íbúðum og gömlum Ekki tekið nægilegt tillit til aldurs húsa við verðlagningu - og enginn munur á útborguninni ■ „Ég held að það sé alveg Ijóst að það er ekki tekið nægilegt og eðlilegt tillit til aldurs húsa við verðlagningu þeirra við sölu sem mér finnst stór galli á þessum markaði. Auk þess sem verðmunurinn er nánast enginn á gömiu og nýiegu er heldur enginn munur á útborguninni, sem er alveg furðulegt,“ sagði Gunnar S. Björnsson, form. Meistarasambands byggingarmanna. NT bar undir Gunnar hvort ekki væri eðlilegt að töluverður munur væri á verði fremur nýlegra íbúða annars vegar og kannski 20 - 40 ára gamalla hins vegar. Gunnar telur það firru, að svo virðist af fasteignaauglýs- ingum sem oft sé ekki tekið tillit til úreldingar kannski 15- 20 ára gamalla íbúða miðað við t.d. 5 ára gamlar. Þótt viðhald eldri íbúða sé í sumum tilfellum mjög gott, fari tæpast milli mála að kaupendur tveggja áratuga gamalla íbúða - og þaðan af eldri - standi í mörgum tilfellum fljótlega frammi fyrir því að þurfa að leggja meira eða minna fé í endurnýjun, innan húss eða utan, jafnvel þótt menn verði ekki svo ýkja mikið varir við það þegar þeir eru að skoða íbúðina í upphafi, fyrir kaupin. Ýmislegt getur yfirsést í full- búinni íbúð „Það sem kannski er höfuð- gallinn í þessu efni er það, að undantekningarlítið skoðar fólk íbúðirnar í upphafi full- búnar húsgögnum, með mynd- ir á veggjum og teppi á gólfum. Ég er ansi hræddur um að það gangi verulega fram af sumum kaupendum er þejr svo taka við íbúðinni, þegar búið er að tæma allt út úr henni. í lang- flestum tilfellum getur fólk ekki gert sér grein fyrir raun- verulegu ástandi íbúðar meðan hún er fullbúin og fín. Við slíka skoðun getur oft á tíðum ýmislegt farið framhjá mönnum sem eru nauðakunn- ugir hvers er helst að gæta, að ég tali nú ekki um fólk sem ekki þekkir sérstaklega til,“ sagði Gunnar. Er Iíka ekki til í því að jafnvel þótt fólk sé með íbúða- kaupum að leggja aleiguna 3 r^i ■ „Þarf bara að mála" segjum við gjarnan og þykir kannski ekki stórmál. En þótt hver málningardós, terpentínuflaska, pensill eða sparsltúpa kosti ekki stórar upphæðir þá safnast heldur betur þegar saman kemur. undir og langt umfram það, að það veigri sér við að hnýsast í króka og koma á heimilum ókunnugs fólks (seljendanna)? í mörgum tilfellum kemur það fram. Ég hef t.d. orðið þess var að seljendum finnst það verulegur átroðningur ef væntanlegur kaupandi lætur sér detta í hug að koma með annan með sér sem hefur þekk- ingu á hlutunum til að skoða í öll horn og króka, og spyrja hinna ólíklegustu spurninga. Leyndir gallar varhugaverðir Er það þó ekki æskilegt að kaupendur geri það? - Bæði og. Það er auðvitað engin spurning að fólk á að gera sér eins vel grein fyrir hlutunum og spyrja eins mikið og það mögulega getur. Hins vegar höfum við orðið varir við á undanförnum árum, að kaupendur hafa í slíkum tilfell- um ekki náð fram rétti sínum gagnvart seljanda vegna galla sem síðan hafa komið fram. Þá hefur verið sagt af hálfu seljenda „þú komst með fag- mann eða sérfræðing með þér til að skoða íbúðina og áttir að gera þér grein fyrir þeim galla sem um er að ræða, þannig að þetta er ekki leyndur galli.“ Á þessum forsendum veit ég að slík málaferli hafa tapast - þannig að þetta getur verið tvíbent. Höfuðatriðin er gæta skyldi að Gunnar var þvínæst spurður hvaða atriði hann mundi ráð- leggja væntanlegum íbúða- kaupendum að líta sérstaklega vel eftir við skoðun íbúða fyrir kaup. - { eldri húsum eru nokkur höfuðatriði. Það er spurningin um hvernig gler er í gluggunum og hvernig gluggakarmar og -kistur eru útlítandi, þ.e. að ekki leynist þar fúi. Með því að banka í gluggana á þetta að finnast, þ.e. holhljóð heyrist ef fúi er undir. Sömuleiðis ætti fólk að skoða vel inn í skápa, bæði eldhús- og fataskápa. Sé raki í íbúð þá kemur það venjulega fyrst fram í skápun- um sem slíkum. Það er líka mjög athugavert ef t.d. laus teppi eru á gólfum að aðgæta hvernig gólfdúkur er þá undir þeim - gatslitinn eða heill. Þá er ágætt að hafa það að venju að skoða hvernig hurðir líta út. Séu þær rispaðar og illa farnar ber það yfirleitt vott um mmm :é EIGNASKRÁ Vesturbær Nýstandsett, þriggja herbergja íbúð á góðum stað í vesturbæ, parket á gólfum, viður í loftum, vandaðar innréttingar, verð kr. 1.600 þús. Þverbrekka 4ra herb. rúmgóö íbúð, gott útsýni, góð sameign, bein ákv. sala, laus strax, verð 2.2 millj. Skuggahverfi Einstaklingsíbúð, 30 fm., bein ákv. sala, laus fljótlega. Furugrund Furugrund - mjög vönduð 4ra herb. íbúð, parket á gólfum, fulningahurðir, góðar innréttingar, verð 2.3 millj. Leitarþjónusta ANPRO leitar að hinni réttu eign ÁN ALLRA skuldbindinga af þinni hálfu. Nýbýlavegur Neðri sérhæð- 140 fm„ stórar stofur, 3 rúmgóð herb., stórt eldhús, búr og þvottahús á hæð, bílskúr og geymsla á jarðhæð, I skiptum fyrir 4ra herb. íbúð í Grundum. Mávahlíð Nýstandsett sérhæð, 140 fm„ vönduð eign, 3 svefnherb., tvær stofur, nýtt eldhús, verð 2.8 millj. Mosfellssveit Einbýli - 160 fm„ - timbureiningahús, verð 3.2 millj. Hafnarfjörður 2 stór einbýli í skiptum fyrir minni eignir í Hafnarfirði. Vantar allar stærðir eigna á skrá *-«■! 1 I I t T.* • • H >-4* a ».M I tJ Sömu símar utan skrifstofutíma 30 ára reynsla tryggir örugga þjónustu. Stóragerði 2ja herb. ca 70 fm iítið niðurgrafin falleg kjallaraíbúð. Laus strax. Verð ca-1200 þús. Maríubakki 2ja herb. ca 60 fm falleg íbúð á 1. hæð. Laus strax. Verð ca. 1250 þús. Kleppsvegur 2ja til 3ja herb. glæsileg íbúð á 1. hæð. Suður svalir. Ákv. sala. Verð 1300-1400 þús. Klapparstígur 2ja herb. snyrtileg íbúð á 2. hæð. Sérhiti. Verð ca. 1250 þús. Laugarnesvegur 3ja til 4ra herb. ca. 90 fm góð risíbúð. Sér hiti. Sér inng. Laus fljótt. Verð 1650 þús. Miðbærinn 4ra herb. góð íbúð á 2. hæð v/gamla miðbæinn. Einkasala. Verð 1650 þús. Ljósheimar 4ra herb. 110 fm glæsileg íbúð á 8. hæð. Tvennar svalir. Ákveðin sala. Verð ca.2.1. millj. Engihjalli 4ra herb. ca.110 fm mjög falleg íbúð á 2. hæð. Tvennar svalir. Laus strax. Verð ca. 1800 þús. Kópavogur sérhæð 4ra herb. ca 110 fm glæsilea íbúð á 2. hæð v/Kárnesbraut. Sér hiti. Sér inng. Bílskúr fylgir. Akveðin sala. Verð ca.2,5 millj. Húsgrunnur Álftanesi Steypt plata undir einbýlishús. Hagstætt verð Skrifstofuhúsnæði 5 herb. 112 fm góð skrifstofuhæð í steinhúsi v/Hafnarstræti. Agnar Gústafsson hrl. JSEiríksgötu 4. ■“Málflutnings- og fasteignastofa

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.