NT


NT - 09.06.1984, Síða 16

NT - 09.06.1984, Síða 16
■ Hafið þið heyrt uni þotu- hundana? Líklega ekki. Við höfum heyrt getið uni allar mögulegar hundategundir, og meira að segja fylgja ættartölur dýrum og fínum hundum. En áreiðanlegaerenginn afhinum ættgöfugu hundum jafn vfðför- ull og kynblcndings - rakkinn hann „Pudding", sem á þó enga ættartölu og um uppruna hans ríkir mikil óvissa. En um Pudding má segja, að- hann tilheyrir nýjum hunda- stofni. Það er að segja „þotu- hunda - stofninum", en þeir hundar, sem ferðast er með í þotum um heiminn, hafa nú fengið þctta viöurnefni. Pudd- ing hcfur ferðast í kringum hnöttinn, frá Tahiti til Sviss, París til Mexíkó og víðar. Þau Jeanctta og Mike Cotrnan, sem vinna fyrir ferða- skrifstofuna Club Mediterr- anée, tóku þennan brúna og hvíta flækingshund að sér á ferðalagi og kölluðu hann Pudding. Þau létu hreinsa hundinn og sprauta og bólu- setja við öllum hugsanlegum hundaveikindum. Með löggilt heilbrigðisvottorð fyrir hund- inn hefurþeim tekistaðferðast með hann um mestallan heim- — inn. Reyndar hefur þeim hjón- um ekki enn tekist að fara með liann heim til sín í Cheltenham Gloucestershire í Englandi, því löggjöf um innflutning hunda til Bretlands er mjög ströng. Þegar þau sjálf eru í Bretlandi heldur Pudding til á hundaheimili í París. Nú hafa Coltman - hjónin í huga að skrifa bók um þennan víðförula hund, með myndum frá þeim löndum, sem hann hefur heimsótt, - og vonast þau til að koma Pudding í Heimsmetabók Guinness! Laugardagur 9. júní 1984 16 3 CHER ÞÓ! Hvað er að sjá þig?! ■ Nú er Cher, sem áður kom einungis franr sem söngkona, búin að hasla sér völl í kvikmyndaheiminum. Hollywood hefur heiðrað hana sem kvikmynda- stjörnu, og hún kom til greina við verðlaunaveitingar nýlega (Oscars-verðlaun). Þess vegna brá mönnum heldur í brún að sjá kvikmyndadísina mæta á frumsýn- ingu á mynd í eins konar náttfötum, ökklasokkum og strigaskóm? „Cher, gerður okkur þetta ekki“, kallaði einn ljósmyndarinn til hennar um leið og hann smellti af, en Cher hefur alltaf verið uppáhald Ijósmyndaranna og t.d. á Oscarshátíðinni þótti hún með best klæddu dömunum þar. Cher! Ósköp er að sjá.. Ný hundategund:

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.