NT - 09.06.1984, Side 25
Bandaríkjamenn ekki
ánægðir með Danina
Kaupmannahöfn - Reuter
■ Richard Perle, aðstoðar-
varnarmálarádherra Bandaríkj-
anna gagnrýndi harðlega í gær
þá ákvörðun Dana að neita að
greiða framlag til uppsetningar
langdrægra eldflauga NATO í
Evrópu.
Danska þingið samþykkti þá
tillögu Sósíaldemókrata í síð-
asta mánuði að greiða ekki 48
milljón danskar krónur sem átti
að vera framlag Dana til NATO
vegna uppsetningar eldflaug-
anna í 5 Evrópulöndum.
„Þegar skattgreiðandi neitar
að borga hluta af sköttum sínum
vegna þess að honum líkar ekki
einhver stefna yfirvaldanna er
honum yfirleitt stungið í stein-
inn,“ sagði Perle við blaðamenn
eftir fund með dönskum ráða-
mönnum í gær.
„Perle sagði að þetta væri
niðurrifsstefna gagnvart NATO
og ef önnur aðildarríki fetuðu í
fótspor Dana myndi bandalagið
liðast í sundur.
Ummæli Perle vöktu mikla
reiði hjá þingmanni Sósíaldem-
ókrataflokksins, Kjeld Olsen,
sem erfyrrverandi utanríkisráð-
herra Dana. Hann sagði að
Perle væri bleyða og hefði ekki
viðhaft svipuð orð þegar þeir
ræddu saman. Olsen neitaði að
trúa að ummæli Perle túlkuðu
stefnu Bandaríkjanna í þessu
máli og sagðist myndi krefjast
skýringa hjá sendiherra Banda-
ríkianna.
Olsen neitaði því að flokkur
hans væri að reyna að kljúfa
NATO og sagði eðlilegt að
samherjar virtu sjónarmið hvers
annars.
Suður-Afríka:
Blökkumenn mótmæla
fundi Botha og páfa
Jóhannesarborg-Reuter
■ Svarti kirkjuleiðtoginn
Desmond Tutu hefur sent bæn-
arskjal til Jóhannesar Páls páfa
þar sem farið er fram á að hann
hitti ekki P.W. Botha, forsætis-
ráðherra Suður-Afríku að máli,
en Botha er nú á ferðalagi um
Evrópu. Ekkert hefurveriðgef-
ið út opinberlega að þessi fund-
ur sé fyrir dyrum en heimildar-
menn í Vatikaninu telja að
hann sé fyrirhugaður á mánu-
■ Ellefu létu lífið og sextíu og
sex særðust þegar hvirfilbylur
jafnaði sveitaþorpið Barneveld
í Wisconsinfylki í Bandaríkjun-
um við jörðu í gær. 600 manns
bjuggu í þorpinu.
dag.
Tutu, sem kom bænarskjalinu
á framfæri við fulltrúa páfa í
Pretoríu, sagði að þessi fundur
myndi styrkja út á við það sem
hann kallaði grimmdarlega kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnu stjórn-
arinnar í Suður-Afríku.
Sameinaða lýðveldisfylkingin
í Suður-Afríku, sem er banda-
lag 400 hreyfinga sem eru á móti
stjórninni, tilkynnti í gær að hún
Hvirfilbylir hafa geysað síð-
asta sólarhring í miðfyikjum
Bandarikjanna og vitað er að
tveir hafa látist auk íbúanna í
Berneveld.
hefði einnig sent páfa bréf með
sömu ósk.
Kanada:
Kona dæmd
í ævilangt
fangelsi
■ Kona að nafni Ann
Brit Hansen var fyrir
skömmu dæmd í lífstíð-
arfangeisi fyrir að hafa
árið 1982 komið fyrir
sprengju í orkuveri
Vancouvereyju og
verksmiðju í Toronto
sem framleiðir stýri-
búnað fyrir bandarísk-
ar eldflaugar. 10 manns
slösuðust í sprenging-
unni í Toronto.
Konan sem er leiðtogi
skæruliðahreyfingar í
Kanada viðurkenndi fyrir
réttinum að hún væri sek
um sprengjutilræðin en
þegar dómarinn lýsti því
yfir að konan væri ógnun
við þjóðfélagið kastaði
hún í hann tómati. Skotið
geigaði.
Konan sagði fyrir réttin-
um að það hefði verið
siðferðileg skylda hennar
að sprengja upp verk-
smiðjuna í Toronto því
starfsemi hennar yki hætt-
una á gereyðingarstyjröld.
Tveir félagar konunnar
fengu 20 og 10 ára fengelsi
vegna sprengjutilræðn-
anna.
■ P.W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku hefur fengið frekar
kuldalegar móttökur í ferð sinni um Evrópu, þó hann hafi sagt að
þær hafi verið vinsamlegar og góðar. Þessi mynd var tekin þegar
hann afhjúpaði minnismerki í Longueval í Frakklandi um þá 100
Suður-Afríkana sem féllu í Frakklandi í báðum heimsstyrjöldunum.
polfoto-símamynd
Ellefu fórust í hvirfilbyl
■ Tólf vikur eru nú liðnar síðan námuverkamenn í Bretlandi fóru í verkfall til að mótmæla þeirri
ákvörðun stjórnarinnar að leggja niður óarðbærar námur. Verkfallið hefur einkennst af hörðum
mótmælaaðgerðum þar sem fjöldi manns hefur særst og verið handtekinn af lögreglu. Þessi mynd var
tekin á flmmtudag af mótmælagöngu námamanna meðan hún fór enn fríðsamlega fram. Síðan brutust
út miklar óeiröir sem enduðu með fjöldahandtökum. Polfoto-Símamynd
■ Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Margaret Thatcher for-
sætisráðherra Breta við upphaf toppfundarins í London í gær.
Polfoto - Símamynd
Leiðtogar í London:
Sameiginleg yfir-
lýsing um lýðræði
London - Reuter
■ Leiðtogar 7 mestu iðnríkja
heims, sem nú eru á toppfundi í
London, sendu frá sér sameigin-
lega yfirlýsingu í gær þar sem
þeir lýstu yfir trú sinni á lýðræði
og höfnuðu valdbeitingu sem
leið til að binda endaá milli-
ríkiadeilur.
A fundinum í gær var einnig
rætt um til hvaða ráðstafana
skuli grípa ef olíuskortur gerði
vart við sig í kjölfar Persaflóa-
stríðsins.
Kanadískur embættismaður
sagði í gær að utanríkisráðherr-
ar landanna teldu að ríkin gætu
ráðið við slíkt ástand, með því
að deila með sér olíuforða ríkj-
anna.
Kúbumenn ákveðnir:
Fara ekki
á Ólympíu-
leikana
lluvana - Reuter
■ Forseta skipulags-
nefndar Olympíuleik-
anna, Peter Ueberroth,
tókst ekki að fá stjórnvöld
í Kúbu til að skipta um
skoðun og senda lið á
Ólympíuleikana í Los
Angeles.
Ueberroth sem átti
þriggja klukkutíma langar
viðræður við Fidel Castro
í gær sagði eftir fund
þeirra að þetta mál væri
útrætt. Hann hefði beðið
Castro um að endurskoða
afstöðu sína en hann hefði
svarað að Kúba ætti í of
mikilli þakkarskuld við
sósíalísku ríkin sem hafa
stutt landið í þau 25 ár
sem Kúba hefur verið í
einangrun frá Bandaríkj-
unum.
Ueberroth fór til Kúbu
ásamt Vazquez Rana for-
seta alþjóðlegu Ólympíu-
nefndarinnar. Rana sagði
eftir fundinn með Castro
að þetta yrði síðasta heim-
sókn hans til kommúnista-
ríkis fyrir Ólympíuleikana
og ástandinu yrði því ekki
breytt héðan af.
' ' ' ' n ; > U ; fiiUti: n l\í\}\ i iÉI If .. ■ i ,iiu M jjjj^
Plöntupinnar • Plöntuskóflur • Slöngui » Garðslöngur • Slönguhengi • Vinnuv KIA ragnar < ettlingai m » Gi r • 11 'askli Stíg\ •1 úm i ppur • Greinaklippur rél • Regnfatnaður • Vinnuföt 11 Ananaustum sími 28855