NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 09.06.1984, Qupperneq 26

NT - 09.06.1984, Qupperneq 26
Laugardagur 9. júní 1984 26 Iþróttir Bogdan velur ■ Á blaðamannafundi hjá HSÍ í gær var tilkynntur 20 manna landsliðshópur sem Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari hefur valið til undir- búnings fyrir þáttöku á Olym- píuleikunum í L.A. í sumar. í hópnum eru eftirtaldir leik- menn: Einar Þorvarðarson ..........Val Kristján Sigmundsson .... Víking Brynjar Kvaran......Stjömunni Jcns Einarsson................KR Jakob Sigurðsson.............Val Guðmundur Guðmundsson . Víking Steinar Birgisson ........Víking Bjarni Guðmundsson ....................Wanne Eickel Guðmundur Albertsson........KR Þorbjörn Jensson.............Val Þorgils Óttar Mathiescn.....FH Þorbergur Aðalstcinsson . . Víking Atli Hilmarsson . Tura Bcrgkamen Alfreð Gislason........... Essen Páll Ólafsson........... Þröttur Sigurður Gunnarsson .... Víking Sigurður Sveinsson...... Lcmgo Kristján Arason...............FH Gylfi Birgisson.........Þór Ve. Geir Sveinsson...............Val Æfingar hópsins munu hefj- ast formlega á morgun en þó hafa landsliðsmennirnir æft eft- ir æfingaskema frá Bogdan síð- an ljóst var að ísland myndi eiga lið á OL. í máli stjórnarmanna HSÍ kom fram að kostnaður við þátttöku á leikunum mun verða mikill auk þess sem Sambandið er nú í milljón króna skuld. íslenska Olympíunefndin hefur þó tekið málaleitan HSÍ um stuðning mjög vel og mun hjálpa af fremsta megni. Eins og áður hefur komið fram þá lenda ísindingar í riðli með Júgóslövum, Rúmenum, Sviss, Japan og Alsír og hafa leikdagar á OL þegar verið ákveðnir og verður fyrst keppt við Júgóslava þann 31. júlí. Annars verða leikirnir í þessari röð: 2. Ágúst Rúmenía 4. ágúst Japan 7. ágúst Alsír 8. ágúst Sviss. Bikarkeppni KSl: Austri áfram - Ólsarar skelltu Breiðhyltingum ■ Austri á Eskifirði sigr- aði Einherja frá Vopnafirði 2-1 í bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld, erliðinmættust í bikarkeppni KSÍ á Eski- firði. Úrslit þessi verða að teljast nokkuð óvænt, því Austri leikur í 3. deild en Einherji í 2. deild. Mörk Austra skoruðu Guðmund- ur Árnason og Sófus Hák- onarson en Gísli Davíðs- son minnkaði muninn fyrir ( Austra. Þá vann Víkingur frá Ólafsvík stórsigur á Leikni Reykjavík í bikarkeppn- inni á þriðjudag, 9-1. Pétur Finnsson 3, Viðar Gylfason 2, Guðmundur Kristjáns- son, Jónas Kristófersson, Gunnar Örn Gunnarsson og varnarmaður Leiknis skoruðu mörk Ólsara, en Þorvaldur Guðmundsson skoraði fyrir Leikni. Steingrímur gerði mark 4. umferðar ■ Að mati dómara var mark Steingríms Birgissonar KA, sem hann skoraði gegn Val fallegasta mark 4. umferðar í fyrstu deild. Steingrímur skor- aði með fallegum skalla; það var Gústaf Baldvinsson sem sendi vel fyrir markið og Steingrímur kastaði sér fram og skallað glæsilega í markið. NT óskar Steingrími til ham- ingju með markið og vonandi sjáum við fleiri jafngóð mörk í sumar. íþróttir helgarinnar ■ Ekki verður leikið í 1. deild fyrr en á mánudag en þá verða tveir leikir. Valur og Þróttur mætast á Valsvelli og ÍBK mætir Fram í Keflavík, báðir leikir hefjast kl. 20:00. í 2. deild verður aðeins einn leikur yfir hátíðina því í dag keppa KS og Einherji á Siglufirði og hefst leikurinn kl. 14:00. í 4. deild verða allmarg- ir leikir og má einna helst benda á leik ÍR og Reynis Hnífsdal sem verður á ÍR-velli í dag kl. 14:00. Golf Mikið verður um golf- mót um helgina og má segja að allflestir golf- klúbbar á landinu verði með mót í gangi. ■ Þeir Valþór Sigþórsson og Gísli Eyjólfsson voru mjög traustir í vörn ÍBK og skölluðu flest í burtu. Hér stöðva þeir Loft Ólafsson. Keflvíkingar á toppinn - góður sigur Steingrímur Birgisson. ■ „Liðið spilaði ekkert illa, en okkur vantaði mörkin eins og fleirum. En það kemur von- andi,“ sagði Magnús Jónatans- son við blaðamann NT eftir leik Breiðabliks og Keflvíkinga í 1. deild á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Það voru Keflvík- ingar sem fóru heim með öll þrjú stigin eftir nokkuð fjörug- an baráttuleik því þeir skoruðu eina mark leiksins og var Magn- ús Garðarsson þar að verki. Keflvíkingar trjóna nú einir á toppi 1. deildar og virðast vera með samstilltan hóp og gefa sig alla í leiki. Vörnin er traust með Valþór sem anker og frammi er Ragnar Margeirs- son gífurlega sterkur. En snúum okkur þá að leiknum sem var eins og fyrr sagði allfjörugur en þó var heldur lítið um færi og þau er gáfust lentu meira hjá Keflvík- ingum. Það var þó ekki fyrr en á 20. mín. sem fyrsta færið kom og voru Blikarnir þar að verki er Sigurjón Kristjánsson komst upp að markteigshorni og skaut að marki en Þorsteinn varði mjög vel í horn. Á 25.mín.átti Ragnar góða sendingu á Helga Bents, sem komst einn í gegn HN0T- SKURN Mikill baráttuleikur sem bauð ekki uppá mörg færi. Keflvíkingar skoruðu og það dugði. Markið gerði Magnús Garðarsson á 58. mín. Áhorf- endur voru um 1000 f góðu veðri. en missti boltann of langt frá sér og Ólafur Björnsson bjarg- aði. Stuttu seinna átti Valþór síðan þrumuskot frá vítapunkti en bóltinn fór hátt yfir. Dálítið var um grófar tækl- ingar og fékk Benedikt Guð- mundsson að sjá gula spjaldið hjá slökum dómara leiksins, Óla Ólsen. Annað mjög merki- legt gerðist ekki í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik voru Keflvík- ingar mun grimmari í upphafi og uppskáru eina mark leiksins strax á 58. mín. og var Ragnar aðalskapari þess marks. Hann fékk boltann á vítateig og lék á nokkra Blika og sendi svo knöttinn fyrir markið. Þar tók Einar Ásbjörn við honum og fleytti áfram á Magnús sem tók boltann með sér inn í teiginn og skoraði framhjá Friðrik í marki Blikanna, 1-0 fyrir Keflavík. Eftir markið sóttu Breiða- bliksmenn af krafti en gekk illa að skapa sér færi og voru skyndisóknir Keflvíkinga margar mjög hættulegar sér- staklega þegar Ragnar var með boltann. Sigur Keflvíkinga var sann- gjarn að því leyti að þeir voru mun beittari en Blikarnir, og svo skoruðu þeir líka eina mark leiksins og það gildir. Blikarnir hafa hins vegar átt í mesta basli með að skora mörk. Hjá Keflavík var Ragnar mjög hættulegur og svo áttu Valþór og Þorsteinn í markinu góðan dag. Hjá Blikum var Loftur góður og Jóhann Grét- arsson barðist vel á miðjunni. Áhyggjur af Ólympíuleikunum í Los Angeles: Mengaðir Olympíuleikar ■ Það gæti orðið þannig á Ólympíuleikunum að kepp- endur verði að passa sig meir á slæmri loftmengun heldur en sterkum mótherjum. Leikarnir verða haldnir á þeim tíma sem er hvað verstur hvað loftmengun varðar í Los Angeles, og þar að auki er LA oft kölluð „ívlengunar-Höfuð- borg Bandaríkjanna“ (Smog Capital of the Únited States). Útvarpsstöðvar í borginni skýra reglulega frá loftmeng- uninni í hverjum veðurfrétta- tíma og læknar gefa skýrslur um hættustig loftmengunar- innar þegar ástandið er hvað verst. Á slíkum tímum ráð- leggja heilbrigðisyfirvöld fólki að forðast alla áreynslu þar sem allt slíkt eykur loftmagn það sem fólk andar að sér. Að sjálfsögðu geta íþrótta- menn, er eru að keppa að því að vinna til verðlauna, ekki fylgt þessum ráðleggingum yfirvalda. Þeir munu leggja sig alla fram og því gleypa heil ósköp af óloftinu. Læknar segja að það verði sérstaklega þátttakendur í þol- greinum sem muni verða fyrir mestum óþægindum, er þar átt við greinar eins og maraþon- hlaup, hjólreiðar og langsund. Nefndarmcnn í Ólympíu- nefnd Bandaríkjanna segja að allar fréttir um loftmengunina séu mjög ýktar og benda á að í Los Angeles sé keppt í bæði basebal! (Amerískt fyribæri líkt hornabolta) og Amerisk- um fótbolta (ekki knattspyrna eins og við þekkjum) án þess að það hafi nokkur áhrif á leikmenn. Má benda á til gam- ans að L.A. Raiders sigruðu í Ameríska fótboltanum á síð- asta keppnistímabili. Að lokum benda stjórnar- menn í Ólympíunefnd Banda- ríkjanna á að sennilega sé L.Á. hreinni en Mexíkóborg þar sem leikarnir fóru fram 1968. En Sabrina Schiller, sem er fremst í flokki umhverfis- verndarmanna, segir að ástandið verði slæmt. „Flestir sem heimsækja L.A. meðan á leikunum stendur munu koma akandi og það eru einmitt bílar og þeirra mengun sem mun valda vandræðum". Hún bætir viö að sennilega muni borgar- yfirvöld biðja verksmiðjur sem eru mengunarvaldandi um að draga úr starfsemi meðan á leikunum stendur. „Við hefð- um getað gert betur, en nú er það of seint,“ sagði Schiller að lokum. Einkunnagjöf NT: KEFLAVÍK Þorsteinn Bjarnason .... 3 Gísli Eyjólfsson ......3 Vaiþór Sigþórsson.....? Guðjón Guðjónsson.....4 Óskar Færseth .........3 Sigurður Björgvinsson .. 4 Magnús Garðarsson.....4 Einar Ásbjörn Ólafsson .. 5 Helgi Bentsson.........4 Sigurjón Sveinsson ....5 Ragnar Margeirsson....2 Ingvar Guðmundsson ... 6 Sigurjón kom inn fyrir Magnús á 58.mfn. BREIÐABLIK Friðrik Friðriksson...3 Benedikt Guðmundsson . 4 Ómar Rafnsson..........3 Ólafur Björnsson ......4 Loftur Óiafsson........2 Jóhann Grétarsson .....3 Trausti Ómarsson......5 Þorsteinn Geirsson ....5 Sigurjón Kristjánsson ... 5 Jón Oddson ............6 Ingólfur Ingólfsson...5 Guðmundur kom inn fyrir Sigurjón á 44. min. og Þor- steinn Hilmarsson kom inn fyrir Ingólf á 67. mín.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.