NT - 04.07.1984, Blaðsíða 8

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 8
kynslóðin undsson, verkamann ■ Skyndilegaer68-kynsióðin svonefnda á hvers manns vörum, bæði í skáldskap og almennri umræðu. Mig langar til að leggja orð í belg. Ekki af því að ég sé neitt á móti þessari umfjöllun. Síður en svo. En það gæti verið gagnlegt að fá fram fleiri hliðar. Tvð skáldverk Veigamestu lýsingar á þessari ágætu kynslóð, róttæka æsku- fólkinu frá árunum um og eftir 1968, koma fram í tveimur listaverkum. í bókinni „Vík milli vina" eftir Ólaf Hauk Símonarson er gerð rækileg úttekt á (dæmigerðum ?) hópi 68-kynslóðarinnar, hvernig hann koðnar niður í pólitískt ekki-neitt og veröur að vansæl- um og sundurþykkum hópi. Bók Olafs er átakanleg og bitur, nápast uppgjör við þessa kynslóð, sem höfundi virðist hafa svikið öll þau fyrirheit sem hún gaf í æskublóma sínum. Þessi lýsing er áreiðan- lega rétt fyrir stóran hluta þessarar kynslóðar. En mér virðist þó að sem úttekt á áhrifum og framgangi hug- mynda 68-kynslóðarinnar sé hún um of læst inni í persónu- legum örlögum einstaklinga. „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur" eftir Hlín Agn- arsdóttur og Eddu Björgvins- dóttur er grínaktugt leikverk, sem lýsir lífi og ferli eins af þessari makalausu kynslóð, áhrifagjarns manns með af- brigðum, sem berst meö straumnum inn í flestar þær Fyrri grein ■ Guðmundur Sæmundsson hreyfingar sem 68-bylgjan fæddi af sér, og voru margar hverjar í mikilli mótsögn hver við aðra. Ég reikna ekki með að leikritið eigi að vera nein úttekt á 68-kynslóðinni, heldur sé 68-kynslóðin fyrst og fremst hentugur rammi utan um per- sónuna sem höfunda langaöi til að semja leikverk um. En þrátt fyrir það segir það ýmsan sannleika um þessa kynslóð, ýmsar misheppnaðar, klaufa- legar og hjákátlegar tilraunir hennar til að finna sjálfri sér stað í samfélaginu. Miðvikudagur 4. júií 1984 8 ■ „Til að byrja með bar mest á róttækni meðal námsfólks. Sendiráðstökur í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Osló vöktu mikla athygli..“ Hvað skiptir máli Til að skilja tilurð, starf- semi og áhrif 68-kynslóðarinn- ar verður að leita dálítið lengra en hér er gert. Það skiptir í sjálfu sérekki máli, þótt benda megi á fjölmarga einstaklinga af 68-kynslóðinni og segja: „Sjá, hér fer maður sem eitt sinn var róttækur baráttumað- ur, en er nú mest upptekinn af að vökva garðinn sinn. „Það skiptir í rauninni heldur ekki máli þótt flestar hreyfingar og félög 68-kynslóðarinnar séu nú horfnar eða aðeins svipur hjá sjón. Það sem mest varðar er hver áhrif þær nýju hug- myndir sem hingað bárust hafa haft á samfélagið, viðhorfin, menninguna og verðmætamat fólks. Hvers vegna varð hún til? Þótt það sé ekki aðalmálið, hvaða form þessi 68-bylgja tók á sig hérlendis, langar mig þó til að reyna að rifja upp megin- atriði, eins og þau horfa við mér. Það auðveldar okkur að leita að þeim áhrifum sem hún hefur enn í dag. Á 7. áratugnum ríkti í Evr- ópu mikil stöðnun í stjórnmál- um. Kerfið var orðið ákaflega Iokað og fjarlægt almenningi og lýðræði fór minnkandi. Stjórnmálamenn, embættis- menn og aðrir kerfisþrælar réðu öllu. Það var því eðlilegt að ungu fólki færi að þykja þröngt um sig og vildi ýta við forstokkuni. Langt fjarri voru spennandi hlutir að gerast. Menningarbyltingin í Kína, sem a.m.k. þá leit þannig út fyrir Vesturlandabúum að al- þýðufjöldinn væri að taka völdin af stirðnuðum embætt- isöldungum, var hvatning til dáða. „Bítlaæðið" var þegar búið að losa nokkuð um hömlurnar. Ólgan og óánægjan meðal fólksins á Vestur- löndum fór að klæðast pólitísk- um búnaði, meðvitaðri stefnu sem krafðist algjörs endur- mats, jafnvel byltingar í þjóð- félaginu. Árið 1968 urðu mikil uppþot ungs fólks (og raunar ýmissa eldri) í París. Baráttu- aðgerðir gegn ríkjandi kerfi breiddust út um alla Evrópu. Andlega kvíslin Annar armur þessarar bylgju var í mótsögn við þessa pólitísku virkni. Sá armur beindi ánægjunni í aðra átt, „að gefa skít í þjóðfélagið", segja sig úr lögum við aðra, lifa og skipta sér ckkert af öðrum. Eftir þessum leiðum er komin til Vesturlanda ýmiss konar áhugi á fjarlægum trúar- brögðum, andleg mannrækt af ýmsu tagi. Undir skósóla þess- arar kvíslar 68-bylgjunnar laumuðust með ýmis óhrein- indi, svo sem eiturlyfjaneysla og allt sem henni fylgir. Ahrif andlegu kvíslarinnar urðu mjög mikil á allan hugsana- gang fólks, og sumt af því sem hún bar með sér varð miklu lífseigara en aðrar afurðir 68- hreyfingarinnar. Ég ætla mér þó ekki að ræða neitt nánar um þá strauma í þessari grein, nema hvað mig langar til að minna rétt aðeins á það, að hluti þeirra virðist hafa nálgast stjórnmálakvíslina æ meir á undanförnum árum. Hinn nýi „Flokkur mannsins" er senni- lega besta dæmið um það. Námsmenn ryðja brautina Sú þróun sem orðið hafði í Evrópu á 7. áratugnum, átti einnig sínar hliðstæður hér á landi. í pólitíkinni hafði ríkt hér stöðnun og íhaldssemi á ýmsum sviðum, þrátt fyrir tals- verðar efnahagslegar framfar- ir. Svipuðu máli gegndi um menningu og listir, þótt þar væru að vanda nokkrir ein- staklingar á undan sinni samtíð. Viðreisnarstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks var búin að vera við völd í 1000 ár. Óánægja og kurr meðal ungs fólks leituðu sér nú útrás- ar í farvegi atburðanna erlend- is. Til að byrja með bar mest á róttækninni meðal námsfólks. Sendiráðstökur í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Osló vöktu mikla athygli. Kröfu- göngur og setuverkföll í ráðu- neytunum hér heima söfnuðu saman fjölda ungs fólks. Nýtt líf hljóp í mörg eldri samtök námsmanna og ný voru stofnuð. Baráttan fyrir jafn- rétti til náms og auknum náms- lánurn skipaði æðsta sess í þessum félögum, en einnig var barist fyrir bættu skólahaldi. auknu lýðræði innan skólanna og jafnvel fyrir því að völdin í þjóðfélaginu yrðu færð úr höndum auðmagnsstjórnenda í hendur verkalýðsstéttarinn- ar. Nýtt menningarblóð Menningar - og listalíf í landinu fékk einnig yfir sig, er frá leið, bylgju nýrra hug- mynda. Fram spratt mikill fjöldi ungra listamanna í ýms- um listgreinum sem þjónuðu þeirri köllun að gagnrýnasam- félagið og benda á leiðir til úrbóta, hafna menningarlegu mati yfirstéttarinnar og fram- leiða list fyrir alþýðuna. Tón- list varð t.d. róttækari en áður, einkum dægurtónlistin, sem samhliða þjóðfélagsgagnrýn- inni sótti einnig allmikið til hippa - og flower-power-stefn- unnar. Megas og Bubbi Mort- hens eru ágæt dæmi þess sem lengst hefur lifað úr pólitísku áttinni. Pillan og rauðsokkar Samskipti kynjanna komust Herskipaheimsóknir - eftir Arnþór Helgason ■ Hinn 21. þessa mánaðar komu hingað til lands nokkur skip úr vestur-þýskri flota- deild, eða var það kannski heil (lotadeild? Frá því var greint í fjölmiðlum að hér væri um svo mörg herskip að ræða að leita hefði þurft undanþágu frá til- skipun sem gefin var út árið 1939 þar sem segir að ekki megi fleiri erlend herskip vera í íslenskri höfn en þrjú í senn. Árið 1939 var Hermann Jónasson forsætisráðherra og nú45 árumsíðarersonurhans í forsæti íslensku ríkisstjórnar- innar. Kemur því ' vel á „vondan", að sonur þess manns, sem hafði einurð til að hefta ásælni þýskra nasista, skuli nú láta það afskiptalaust að utanríkisráðherra hans veiti slíkar undanþágur. Þessar herskipakomur til Reykjavíkur hafa vakið al- menna andstyggð manna. ís- lendingar hafa ekki boðið vopn svo að öldum skiptir eða síðan Danir ákváöu seint á 16. öld að gera þau upptæk. Á tyllidögum hreykja ráðamenn þjóðarinnar sér af því að þeir stjórni vopnlausri smáþjóð sem stuðla vill að friðsamlegri sambúð ríkja. Og þó bjóða þessir herrar erlendum víg- drekum inn á íslenskar hafnir! í lögum íslenska þjóðveldis- ins var fyrirboðið að Sigla skipum með hermerkjum (gín- andi trjónum og gapandi kjöftum) að landinu til þess að reita ekki landvættir til reiði. Samsvarandi lög ættu að vera í gildi á vorum dögum. Banna ætti allar siglingar erlendra herskipa um íslensk yfirráða- svæði, hvaðan sem þau eru ættuð. Meina ætti þeim land- töku hér á landi og her- mönnum erlendra ríkja ætti jafnframt að vera algerlega óheimilt að bera einkennis- klæði á strætum úti. Sjálfsagt þykirráðamönnum rétt að sýna þessum vígdreka- lýð tilhlýðilega virðingu af því að við erum í hernaðarbanda- lagi með þeim, og þegar sovésk- ir bryndrekar doka hér við þykir einnig rétt að skríða fyrir forystuliði þeirra til þess að móðga ekki herrana í Kreml. Undirlægjuháttur íslenskra stjórnmálamanna ríður ekki ætíð við einteyming. Frægt er þegar utanríkisráðherra Fram- sóknarflokksins í stjórn Geirs Hallgrímssonar lét Íiafa sig til að halda til Washington til þess að tilkynna Bandarfkja- mönnum að hætt væri við að segja upp „vamarsammngn- um“ við Bandaríkin og for- ystumaður stjórnarandstöð- unnar í 50 mílna þorskastríð- inu hélt til Bretlands til þess að vita hvort ekki mætti ná svip- uðum nauðungarsamningum við Breta og árið 1961. Síðar varð þessi sami ntaður forsætis- ráðherra og lenti þá m.a. í opinberri heimsókn í Moskvu. Þar lýsti hann því yfir að íslendingar yrðu aldrei fyrri til að segja öðrum ríkjum stríð á hendur. Þar skákaði hann í skjóli vopnlausrar smáþjóðar og okkur hér heima var skemmt. ■ Arnþór Helgason En hvað hafa síðan íslend- ingar upp úr þessum heim- sóknum erlendra herskipa hingað? Á hvaða hátt styrkja þær tengsl okkar við þjóðirnar sem senda þau? Þau flytja hingað með sér þá spillingu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.