NT - 04.07.1984, Blaðsíða 28

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉfT? HRINGDU ÞÁ Í SÍIX/IA68-65-38 Vid tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarliringinn. Greiddar verða 10OO krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt ■ Amór Pétursson formað- ■ Hér sést Haukur Gunn- ur íþróttafélags fatlaðra: arsson í 400 m hlaupinu, en „Fórum með vonina í töskum hann varð þriðji. út.“ „Við fórum með vonina í töskunum út“ segir Arnór Pétursson einn fararstjóra íslenska liðsins. gaer. ■ Við komuna til Ketlavíkur í „Ég æfði fjórum sinnum í viku áður en ég fór út og stefnan er að halda áfram að æfa og keppa í framtíðinni" sagði Sigrún. Jónas Óskarsson: „Ólýsanleg tilfinning“ -Átti heimsmetið í fjóra klukkutíma ■' „Ég var búinn að æfa mikið fyrir leikana, en svona góðum árangri átti ég ekki von á“ sagði Jónas Oskarsson sem varð ann- ar í 100 m bringusundi á Ólymp- íuleikunum í New York. Jónas átti heimsmetið í greininni, í fjórar klukkustundir, þegar hann synti á 1:14.16 mín. í milliriðli. „Petta er í annað skipti sem ég keppi á Ólympíuleikum fatl- aðra, ég var einnig með á síðustu leikum sem haldnir voru í Hollandi. Ég keppti þá í lyftingum og náði þriðja sætinu. Þá hef ég líka farið á Norður- landamót og keppt.“ „Ég hætti í lyftingum og sneri mér að sundinu og því sé ég ekki eftir. Lyftingarnar koma mér samt til góða, alla vega í Tímamynd: Ari bringusundinu, þar sem gott er að vera handsterkur," sagði Jónas Óskarsson Ólympíufari. Hafdís Gunnarsdóttir: „Þarf að fara út í sveit til að æfa“ -en verð á lýðháskóla í Noregi í vetur. ■ „Þaö voru svo fáir keppend- ur í borðtennis, að mér finnst eins og ég hafi fengið þessi verðlaun gefins" sagði Hafdís Gunnarsdóttir sem varð þriðja í borðtennis, en hún varð einnig í þriðja sæti í tvíliðaleik, ásamt Hafdisi Ásgeirsdóttur. Þær stöllur töpuðu mjög naumlega fyrir Bretlandi, 3-2, en Bretland varð í öðru sæti. „Það hefði gengið betur hjá okkur Hafdísi, ef við hefðum verið búnar að æfa okkur saman, en það gátum við ekki.“ „Ég hef tvívegis áður keppt á mótum erlendis, í Solna í Stokkhólmi og á afmælismóti í Danmörku. Eg ætla að halda áfram að keppa á mótum erl- endis. f ágúst fer ég til Noregs í lýðháskóla. í Noregi þar sem aðaláherslan ér lögð á íþróttir. Ég ætti þá að geta æft meira en heima. Eg bý á Akureyri og þarf að fara út í sveit til að æfa, vegna þess að borðtennisíþrótt- in er lítið sem ekkert stunduð á Akureyri" sagði Hafdís Gunn- arsdóttir í samtali við NT. ■ „Þessi árangur fer fram úr okkar björtustu vonum. Við hefðum ekki einu sinni þorað að láta okkur dreyma um svona góðan árangur1' sagði Arnór Pétursson, einn af fararstjórum íslenska íþróttafólksins, sem tók þátt í Ólympíuleikum fatl- aðra í New York, í sámtali við blaðamann NT við heimkom- unajgær. „Ég vissi að Jónas Óskarsson var mjög sterkur og hinir voru vel yfír ÓÍympíulágmörkunum, en annað vissum við ekki. Við fórum með vonina í töskunni, má segja.“ „Það var yfirleitt yfir 30 gráðu hiti þegar verið var að keppa, en þrátt fyrir það þá spruttu þessir ungu krakkar, sem aldrei hafa keppt á mótum erlendis, út, þrátt fyrir mikið álag. Hauk- ur Gunnarsson þurfti til dæmis að hlaupa allt að fimm hlaup sama daginn." „Það þarf því ekki að kvíða framtíðinni, ég er bjartsýnn á hana. Við erum með geysilega góðan efnivið, og við vitum um marga sem ekki eru enn farnir að æfa.“ „En eitt aðalstríðið í íþrótt- um fatlaðra er að menn séu í þessu heilsunnarvegna,fáiþjálf- un og vissa endurhæfingu, þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að takast á við lífið. Ég leyfi mér að fullyrða það að þau íþróttafélög sem hafa íþróttir fatlaðra á stefnu- skrá sinni, spari rikinu stórfé, vegna þess að innlagnir fatlaðra sem stunda íþróttir á sjúkrahús, eru mun færri en hinna sem ekki stunda íþróttir. Ég get nefnt mörg dæmi þessu til stuðnings'*. „Með tilkomu íþróttahúss fatlaðra í Hátúni, kemur okkar aðstaða til með að breytast mikið. Húsið breytir öllu. í stað þess að vera út um hvippinn og hvappinn þá verðum við a einum stað þar sem allt er hannað með þarfir fatlaðra í huga. Þá ættum við að geta náð til fleiri og jafnframt hlúð betur að því afreksfólki sem við eig- ■ Jónas Óskarsson: „Ólýs- ■ Hafdís Gunnarsdóttir anleg tilfinning.“ keppti í borðtennis. um“ sagði Arnór Pétursson, einn frumkvöðull íþrótta fatl- aðra á íslandi og fararstjóri íslensku Ólympíufaranna í New York. Haukur Gunnarsson: „Var undir heimsmetinu“ tvenn bronsverðlaun á ÓL fatlaðra. ■ „Þetta er í fyrsta skipti scm ég keppi á stórmóti á borð við Ölympíuleika, þannig að það var mjög gaman að vera þarna og vinna til verðlauna“ sagði Haukur Gunnarsson einn ís- lensku Ólympíufaranna, í sam- tali við NT. Haukur, sem er aðeins 17 ára gamall, náði frábærum árangri á leikunum, en hann varð þriðji í 200 og 400 m hlaupum. Hann komst einnig í úrslit í 100 mhlaupiogvarð8. íkúluvarpi. „í 400 m hlaupinu hljóp ég á tíma, sem var undir gildandi heimsmeti, ég var rétt á eftir Kanadamanninum Robert Me- arens, sem varð annar. Það var Júgóslavinn Brudi Kockut sem sigraði. Ég varð líka þriðji í 200 m hlaupinu. Það var Daninn Ponsen sem sigraði, en Frakk- inn Babte varð annar.“ „Ég byrjaði að æfa fyrir ári síðan og ég undirbjó mig vel fyrir þessa keppni, æfði oftast þrisvar í viku. Ég er ákveðinn í því að setja stefnuna á næstu Ólimpíuleika, sem líklega verða haldnir í Kóreu“,sagði Haukur Gunnarsson brons- verðlaunahafi á_ Ólympíu- leikum fatlaðra, í samtali við NT. Sigrún Pétursdóttir: „Gaman að vera með“ -kom heim með eitt siif- ur og tvö bronsverðlaun ■ „Ég er mjög ánægð með að ná góðum árangri, en aðalatrið- ið var að vera með, það var mjög gaman“ sagði Sigrún Pét- ursdóttir, í samtali við NT. Sigrún varð önnur í 25 m bak- sundi og þriðja í 25 m skriðsundi og 50 m skriðsundi. ■ Haukur Gunnarsson: ■ Sigrún Pétursdóttir kom „Það var gaman að vinna.“ heim með þrenn verðlaun. Ólympíu* leikar fatlaðra:

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.