NT


NT - 10.07.1984, Side 2

NT - 10.07.1984, Side 2
IU Þriðjudagur 10. júli 1984 2 Órvæntingarfull kjarabarátta: Áunnin réttindi seld fyrir launahækkanir? ■ Er hinn nýi sérkjarasamn- ingur Dagsbrúnar við Eimskip og Hafskip f'yrsti vottur þess að verkalýðsfélögin séu nú reiðu- búin að fórna áunnum réttind- um í örvæntingarfullri tilraun til að hækka beinar launa- greiðslur? Eða er kannski verið að selja fyrir hátt verð ákvæði sem hafa ekki lengur neitt hag- nýtt gildi fyrir félagsmenn Dags- brúnar. Við snérum okkur fyrst til Þrastar Ólafssonar hjá Dags- brún og spurðum hann hverju hefði þurft að fórna fyrir kaup- hækkunina í sérkjarasamningn- um. „Veigamestu atriðin sem við létum af hendi eru þau að svokölluð gengjastærð verður breytileg og heimilt verður að færa menn milli verka" sagði Þröstur. Hann kvað þetta hafa í för með sér að atvinnurekand- anum væri í sjálfsvald sett hvernig einstök verk væru mönnuð, en það var áður bund- ið í samningnum. Áður hefði ekki heldur verið heimilt að flytja menn t.d. milli skipa eftir því hversu mikið væri að gera á hverjum stað, en það ákvæði hefði nú verið fellt burt. Þröstur sagði að sérkjara- samningur sá sem unnið hefði verið eftir til þessa hefði verið frá árinu 1974 og síðan hefði ýmis ný tækni komið til, sem gerði það að verkum að ákvæð- anna um starfsmannafjölda við ákveðin verkefni, væri ekki lengur þörf. Þröstur sagði ennfremur að Dagsbrúnarmenn hefðu fengið ýmislegt fleira í sinn hlut en kauphækkunina, þótt hún vægi þyngst. Hafnarverkamenn fá framvegis tvo samfestinga á ári, óskertan matar og kaffitíma og 60% afslátt á öryggisskóm. Þá er nú í samningnum heimild til vaktaskiptinga við höfnina, sem þýðir að greitt verði vaktaálag eftir kl. 17 á daginn, auk þess sem næturvinnutaxti tekur beint við af dagvinnu þegar unnið er á vöktum. - Ekki sama og félagsleg réttindi ■ NT hafði einnig samband við Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ og spurði hann hvort nú mætti vænta þess að verkalýðs- hreyfingin færi að fórna ein- hverjum áunnum réttindum fyr- ir beinar launahækkanir. „Það er ekki hægt að jafna þessu við þau félagslegu réttindi sem tryggð eru í heildarkjara- samningnum, svo sem orlof, veikindadaga og þess háttar“, sagði Ásmundur. „Þarna snýst málið um það hvaða verktil- högun er skynsamleg að mati þeirra sem að samningunum standa". Ásmundur sagði að í sér- kjarasamningum væri verið að leysa mál með tilliti til þeirra séraðstæðna sem væru á hverj- um stað, vinnufyrirkomulagið hjá Eimskip og Hafskip hefði verið til umræðu mjög lengi. Ásmundur sagðist ekki sjá á- stæðu til að heildarsamtökin væru að reyna að leggja sitt mat á sérkjarasamninga á einstökum vinnustöðum. „Mér finnst eðli- legt og sjálfsagt að það fari eftir mati þeirra starfsmanna sem þar eru hvernig skynsamlegt sé að haga málinu og mat þeirra var mjög eindregið í þessu til- felli,“ sagði Asmundur að lokum. Seiskinn: Allar birgðir seldar ífyrra ■ Það er ekki rétt að hjá búvörudeild Sambandsins séu núna til tveggja ára birgðir af selskinnum eins og sagt var í NT í bær. í fyrra voru til miklar birgðir en þær voru allar seldar úr landi fyrir lítið verð, sagði Magnús G. Frið- geirsson, framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS í samtali við NT. Búvörudeildin sá áður um að selja skinn í umboðssölu, en að sögn Magnúsar eru selveiðimenn nú hættir að hirða skinnin, þar sem ekk- ert fæst lengur fyrir þau vegna mótmæla selfriðun- armanna um allan heim. Hér áður fyrr voru skinnin hirt, en selkjötinu hent, en nú hefur dæmið snúist við, þar sem kjötið er orðið eftir- sótt fóður á refabúum. Þá greiðir hringormanefnd einnig 200 kr. í verðlaun fyrir seltennur. Síðasta ferðin Mynd: Ami Ama Eggjadreifingar- stöð í Stigahlíðina ■ Stærstu eggjaframleiðend- ur landsins - hjónin á Ásmundar- stöðum í Holtum (Holtabúið) - voru meðal þeirra sem buðu Davíð borgarstjóra nógu hátt í Stigahlíðarlóðirnar eftirsóttu til þess að ná þar í sína lóðina hvort, að því er blaðafregnir herma. Þar sem framkvæmdir og umsvif þeirra Ásmundarstaða- hjóna þar eystra benda til flests annars en að þau hyggist á næstunni setjast í helgan stein í höfuðstaðnum vafðist það nokkuð fyrir fólki í upphafi að sjá hver tilgangurinn gæti verið með kaupum þeirra á lóðunum tveim. Davíð hefur síðan sem kunnugt er, lýst því yfir að hinir nýju lóðakaupendur hafi alger- lega frjálsar hendur um það hvernig þeir nota lóðirnar sínar. Glöggir menn telja sig nú hafa fundið skýringuna á lóðakaupunum. Ásmundar-, staðahjón hafa vitaskuld í hyggju að byggja myndarlega eggjadreifingarstöð á Stiga- hlíðarlóðunum - enda staður- inn miðsvæðis á Stór-Reykja- víkurmarkaðnum - og skjóta þannig smáköllunum í Lands- sambandi eggjaframleiðenda og hugmyndum jDeirra um eggja- dreifingarstöð, aldeilis ref fyrir rass. Fyrir aðra lóðarhafa í Stigahlíðinni ætti þetta fram- tak að geta komið sér vcl því vart verður öðru trúað en að eggjakóngurinn verði til- leiðanlegur til að selja þessum grönnum sínum egg á heild- söluprís í framtíðinni. Með svo frábærri staðsetn- ingu eggjadreifingarstöðvar sem í Stigahlíðinni sýnist Dropateljara ekkert líkíegra en að þar geti einnig skapast ágætasti markaður fyrir fúlegg ef einhver óhöpp hentu í stöð- inni - eins og alltaf getur nú skeð. Rétt í næsta nágrenni er nýr miðbær í byggingu og þar með ný vettvangur fyrir mót- mælaaðgerðir og uppákomur ýmsar, ef að vanda lætur. Við slík tilefni hafa hænuegg löngum þótt handhægustu handsprengjurnar - eins og Járnfrúin breska fékk heldur betur að finna fyrir nú nýlega. Nýtækni fyrir opinbera starfsmenn ■ Kona í Vesturbænum fékk úr í afmælisgjöf í fyrra. Að ári liðnu var ólag komið á ganginn og úrsmiðurinn sem seldi grip- inn fékk hann í hendur. I ljós kom að ekkert var að krónó- meternum annað en að skipta þurfti um rafhlöðu. Úrmarkarinn var spurður hverju það sætti að þessi ný- tísku úr væru öll með raf- hlöðum sem fólk þyrfti að gera Ársreikningar Reykjavíkurborgar árið 1983: Slæm af koma Borgarsjóðs ■ Akraborgin gamla fór væntanlega sína síðustu ferð undir íslenskum fána s.l. fösludag og sigldi þá sinn gamla rúnt milli Akraness og Reykjavíkur. Nú hefur þetta gamla brýni verið selt til Þýskalands þar sem það mun annast flutninga miUi Danmerkur og Þýskalands. Hugur vor fylgir henni yfír hafið og við óskum henni alls hins besta hjá nýjum húsbændum, sem vonandi þola vel veltinginn. ■ Ársreikningar Borgarsjóðs Reykjavíkur og stofnana ítans fyrir árið 1983 hafa verið lagðir fram og samþykktir í Borgar- stjórn með 12 atkvæðum Sjálf- stæðismanna. 10,7 milljónir vantaði upp á áætlaðar tekjur eða 0,6% og munar þar mest um að tekjur af gatnagerða- gjöldum urðu 105,6 milljónum undir áætlun. Orsakast það af því að gert var ráó fyrir mun meiri eftirspurn eftir lóðum en reyndist vera og því lagt í mikinn óþarfa kostnað. Þá voru rekstrargjöld 67,1 milljón króna umfram áætlun eða 4,6%. Þá má nefna að veltufé borg- arinnar lækkaði um rúmlega 58 milljónir króna á árinu og veltu- fjárstaðan versnaði frá síðasta ári. Skammtímalán jukust um 263,3 milljónir króna á árinu, nmnui sér ferð til að láta endurnýja og því fylgja aukin útgjöld. - Af hverju eru ekki notuð sjálftekkt úr sem gefist hafa vel og ganga árum saman án mikillar fyrirhafnar. Úrsmiðuirnn kunni svar við því. -,,Sá sem gengur með sjálftrekkt úr þarf að hreyfa sig til að halda verkinu gang- andi. En á því vill verða mikill misbrestur hjá fólki og úrin gengu illa, séstaklega kvörtuðu opinberir starfsmenn, sem áttu sjálftrekkt úr.“ þar af hækkuðu erlend lán til skamms tíma um tæpar 50 millj- ónir. Stofnanir Reykjavíkurborgar skulda nú erlendis 964 millj. í gengistryggðum lánum. Hita- veitan skuldar 191 milljón, Bæjarútgerðin 523, Reykjavík- urhöfn 93 og Rafmagnsveitan 157. Aukin hag- kvæmniíbygg- ingariðnaði ■ Nú á að auka framleiðni og hagkvæmni í byggingariðnaðin- um. Sett hefur verið á laggirnar samstarfsnefnd til að vinna að iðnþróun í byggingariðnaði og er hún skipuð fulltrúum ýmissa aðila sem þarna eiga hlut að máli. Nefndin boðaði blaðamenn til fundar í gær til að kynna fyrir þeim „forsendur og tilgang þess starfs að iðnþróunarmálum sem nú er að hefjast til að skjóta frekari stoðum undir innlendan byggingariðnað. Á fundinum kom fram að aðalmarkmiðið er að styrkja markaðs hlutdeild innlends byggingariðnaðar, en á síðari tímum hefur innflutningur ein- ingahúsa og ýmissa hluta til húsbygginga aukist og bygging- ariðnaðurinn er þar með orðinn samkeppnisiðnaður. Verkefni sem ætlunin er að fást við eru m.a. reikningshald, tilboðsgerð, vöruþróun, bygg- ingatækni og viðhald húsa sem að sögn fundarboðenda hefur verið mjög vanrækt að undan- förnu. Byggingarstarfsemi er þýð- ingarmikill atvinnuvegur á ís- landi og munu um 11% þjóðar- innar hafa haft framfæri sitt af byggingariðnaði undanfarna tvo áratugi að sögn fundarboðenda. Samfara minnkandi fólksfjölg- un mun þó draga úr þenslu í nýbyggingunt.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.