NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.07.1984, Qupperneq 6

NT - 10.07.1984, Qupperneq 6
■ Tapið á síðasta ári natn rúmum 54 milljón- um króna - um 14 mill- jónum meiru en öll greidd laun félagsins á árinu. Skuldirnar í lok ársins 1983 námu sam- tals 210 milljónum króna - en á sama tíma voru eignir félagsins bókfærðar á 167 millj- ónir króna. Eigið fé félagsins var um síðustu áramót neikvætt um 43 milljónir króna. Þegar fulltrúar á aðalfundi Arnarflugs virða fyrir sér þess- ar tölur núna í vikunni, má vera að þeir velti fyrir sér hvort Flugleiðir hafi þrátt fyrir allt haft gilda ástæðu til að skrá hlutabréf sín í Arnarflugi sem verðlaus í reikningnum sínum fyrr í vor. Þremur árum eftir að Arnarflug hóf áætlunarflug sitt til Evrópu stendur félagið í erfiðari fjarhagsstöðu en nokkrusinni fyrr. Rekstrartap- ið hefur aldrei verið meira en á síðasta ári. Ásókn í hlutabréfin En þá bregður svo við að ásókn í hlutabréf Arnarfugs er með mesta móti. Starfsmenn Arnarflugs leituðu eftir við- ræðum við Flugleiðir um kaup á þeim bréfum sem félagið á, og hefur afskráð, en fengu afsvar. Og allt bendir til að núverandi eigendur Arnar- flugs muni nýta sér forkaups- rétt sinn á þeim nýju bréfum sem stjórn félagsins hefur gert tillögu um útboð á til aðalfund- ar. Þannig muni almenningi ekki gefast kostur á að kaupa þessi bréf síðar í sumar. Flug- myndin er að þetta nýja útboð nemi um 40 milljónum króna, og ylli ef að yrði, rúmlega sexföldun á hlutafé Arnar- flugs. Björn Theodórsson, fulltrúi Flugleiða í stjórn Arnarflugs, sagði að vísu í samtali við NT að stjórn Flugleiða hefði ekki tekið formlega ákvörðun um hlutabréfakaup sín. En Björn, ásamt Grétari Br. Kristjáns- syni, hinum fulltúa Flugleiða í stjórn Arnarflugs, greiddi at- kvæði með hlutafjárútboðinu þegar það var til afgreiðslu í stjórninni. Flaukur Björnsson, formaður stjórnarinnar, taldi að með afstöðu sinni hefðu fulltrúarnir gefið „nokkurs konar viljayfirlýsingu," varð- andi kaup á bréfum. Flugleiðir eiga 40,11 % af hlutafé í Arnar- flugi. Eindregnari yfirlýsingar fengust hjá öðrum eignaraðil- um. Villhjálmur Jónsson kvað Olíufélagið myndu kaupa bréf sem svaraði sínum hlut í Arn- arflugi, sem er 11,7%. Og Anna Sverrisdóttir, aðalbók- ari, kvað starfsmenn Arnar- flugs hafa áhuga á kaupum á þessum nýju bréfum, þó ekki væri ákveðið hvað mörgum. Starfsmennirnir eiga nú um 23% af félaginu. _______________________________Þriðjudagur 10. júlí 1984 6 Fréttir ■ Agnar Friðriksson Hvers vegna var afskrifað? Pessi áhugi á eignarhlutum í Arnarflugi skýtur nokkuð skökku við afskriftaraðgerð Flugleiða. Björn Theodórsson sagði að afskriftin hefði nú verið réttlætt með því að komið hefði í Ijós að eiginfjár- staða Amarflugs væri neikvæð. „Þetta segir manni að maður sé búinn að tapa hlutabréfun- um,“ sagði Björn. Samt sem áður vildu Flugleiðir ekki láta hlutabréfin af hendi, og Björn bætti því við að afskriftin þýddi ekki að Flugleiðir vildu draga sig út úr Arnarflugi, enda væri nú búið að taka ákvörðun um ■ Björn Theodórsson endurfjármögnun fyrirtækis- ins. Ekki eru allir á sama máli um afskriftina. Fram hefur komið að Flugleiðir fylgdu bandarískum uppgjörsreglum, sem krefðust þess að fyrirtækið færi á þennan hátt með hluta- bréf í fyrirtækjum sem stæðu höllum fæti. Agnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði að miðað við þetta bók- haldskerfi væri afskriftin skiljanleg. „En ég tek þó fram að miðað við íslenskan praxis þá hefði þetta ekki verið gert. Nærtækt dæmi er að Eimskip á mjög stóran hlut í Flug- leiðum. Flugleiðir eru með ■ Haukur Björnsson neikvætt eigið fé, og hafa verið um árabil. Eimskip hefur aldr- ei afskrifað hlutafjáreign sína í Flugleiðum, enda er bókhalds- uppgjör Eimskips á allt öðrum grunni.“ Porsteinn Guðnason, hag- fræðingur hjá Fjárfestingar- félaginu, sagðist ekki hafa verið sammála Flugleiðum um að telja hiutabréfin í Arnarflugi einskis virði um áramót. Hann hefði ekki á takteinum mat á „hagrænu gildi“ bréfanna á grundvelli þeirra reikninga sem Arnarflug hefði lagt fram. Með tillögu stjórnarinnar um að nýju bréfin yrðu gefin út á nafnvirði 1, þá væri hins vegar búið að ákvarða markaðsverð ■ Vilhjálmur Jónsson á gömlu bréfunum, jöfnu verði á nýju bréfunum. Getgátur um hvatir Flugleiða Ýmsar getgátur hafa verið uppi um raunverulegan tilgang Flugleiða með afskriftunum. Margir virðast telja að með þessu hafi félagið viljað hag- ræða skattaframtali sínu og minnka skattgreiðslur sínar. Petta virðist ekki eiga við rök að styðjast. Kristján Jónasson, fulltrúi hjá ríkisskattstjóra, sagði að skattayfirvöld gerðu miklar kröfur um að sannað væri að slíkar eignir væru tap- aðar áður en samþykkt væri að ■ Sæmundur Guðvinsson taka tapið til greina við ákvörðun skatta. Og aðspurð- ur hvort sala á nýjum hluta- bréfum væri ekki næg sönnun þess að hin eldri væru einhvers virði sagði Kristján aðeins: „Sýnist þér það ekki.“ Athyglisvert er að það virð- ist vinsæl skoðun meðal að- standenda Arnarflugs að ann- arlegar hvatir hafi legið að baki afskriftunum. „Petta var kannski eitthvert pólitískt útspil,“ sagði Haukur Björnsson, formaður stjórnar Arnarflugs. „Frá mínu sjón- armiði var þetta ekki á hrein- um ökonomískum grunni gert." Kenning Arnarflugsmanna er sú að með afskriftunum hafi Flugleiðir ætlað að gera endan- lega útaf við Arnarflug. Arn- arflug stóð mjög veikt á þess- um tíma, hafði síðast orðið fyrir áfalli með stjórnarbylting- unni í Nígeríu, sem síðar batt endi á flug félagsins þar. Greiðsluþrot stóðu fyrir dyrum. Stuttu áður hafði félag- ið leitað til ríkisstjórnarinnar og alþingis um ríkisábyrgð á lántökum til langs tíma. Það voru svo nýir samningar um leiguflug í Túnis sem björg- uðu Arnarflugi fyrir horn. Sag- an segir síðan að eftir að Flugleiðir sáu fram á að Arnar- flug myndi lifa af, þá hafi félagið snúið blaðinu við og viljað ná yfirhönd í féfaginu. Með því móti hyggðust þeir draga úr samkeppninni frá Arnarflugi. Þetta skýrir áhuga Flugleiða, og annarra eignar- aðila, á því að kaupa nýju bréfin í Arnarflugi. Þessum sögusögnum mót- mæla Flugleiðir harðlega. Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltúi, sagði að ef Flugleiðir hefðu áhuga á að koma Arnar- flugi fyrir kattarnef gæti það hindrað framgang hlutafjárút- boðsins á aðalfundinum, en til þess að tillagan nái fram að ganga þarf 2/3 hluta atkvæða. Skaðað Arnarflug? En hefur afskriftin í vetur þá skaðað Arnarflug? For- ráðamenn félagsins eru tregir til að tjá sig opinberlega um þetta atriði. Þó sagði Haukur Björnsson að þetta kynni að hafa komið Arnarflugi illa. STÓRTAP, EN ÁSÓKNí NÝ HLUTABRÉF ■ Boeing 720 vél Arnarflugs, ein þriggja véla sem félagið seldi á síðasta ári.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.