NT - 10.07.1984, Side 7
Þriðjudagur 10. júlí 1984 7
„Viðskiptamenn geta hafa
heyrt um þetta, og talið það
vera vegna stöðu félagsins, og
ekki treyst sér til að efna til
viðskipta við okkur.“ Aðrir
segja þó að félagið hafið orðið
vart við ákveðin dæmi um að
tryggingafélög og bankar í Evr-
ópu hafi kippt að sér höndum
vegna afskriftarinnar.
Þegar Agnar Friðriksson var
spurður hvort hann teldi af-
skriftina nýjasta bragð Flug-
leiða til að grafa undan Arnar-
flugi, þá svaraði hann stutt:
„No comment.“
Stórar skuldir
Ekki er með öllu ljóst hvort
hlutafjárútboð Arnarflugs
muni styrkja mikið fjárhags-
stöðu félagsins. Heyrst hefur
að félagið skuldaði sumum
eignaraðilum sínum stórar
upphæðir, og myndu þessir
aðilar einungis kaupa hluta-
bréf með skuldajöfnun. Agnar
Friðriksson, framkvæmda-
stjóri, sagði að Arnarflug
skuldaði Flugleiðum tiltölu-
lega lítið um þessar mundir
eða um 2 milljónir króna fyrir
afgreiðslu og mat á Keflavík-
urflugvelli, en þessi viðskipti
nema 15 milljónum árlega.
Hann var spurður um sögu-
sagnir um að félagið skuldaði
Olíufélaginu um 18 milljónir
króna, en sagði þá tölu allt of
háa: „Þú getur að minnsta
kosti halverað hana,“ sagði
hann.
„Við teljum að við séum
komnir yfir mestu erfiðleikana
og að framundan sé bjartari
tíð,“ sagði Agnar Friðriksson.
„Það hefur kostað mikla pen-
inga að byggja upp áætlunar-
flugið, og því var reyndar spáð
árið ’82 að það tæki þrjú ár að
ná jöfnu. Við teljum að við
séum ári á undan og að það
verði hagnaður strax á þessu
ári.“
Að sögn Agnars er megin-
markmiðið með hlutafjárút-
boðinu og nýtingu heimildar
um ríkisábyrgð á lánum það að
bæta veltufjárhlutfall fyrir-
tækisins, þ.e. hlutfall skamm-
tímaskulda og skammtíma-
eigna. Hlutfallið væri nú 0,5,
en færi væntanlega í 0,8, mark-
miðið væri að ná því í 1.
Er bjartara
framundan?
Farþegafjöldi hjá Arnarflugi
hefur í ár aukist um 50% frá
því í fyrra, og vöruflutningar
þess tvöfaldast. Framtíð fé-
lagsins virðist helst byggjast á
því að mikilvægi Amsterdam-
flugvallar í Evrópuviðskiptum
haldi áfram að vaxa, á sama
hátt og orðið hefur síðustu
árin. En takist Arnarflugi að
ná hagnaði í reglulegri starf-
semi félagsins á þessu ári, þá
stendur spurningin um hvort
félaginu takist að komast út úr
skuldafeni sem það hefur fallið
í að undanförnu.
Umræður á aðalfundinum,
sem hefst á miðvikudag, munu
að sögn kunnugra meðal ann-
ars snúast um hvort fyrirhugað
útboð á hlutabréfum sé nægi-
lega hátt. Einnig hvort far-
gjaldastefna félagsins sé rétt,
og hvort mat á eignum félags-
ins sé rétt.
En það er til marks um
áhuga Arnarflugsmanna á að
vinna sér sess í íslensku flugi
við hliðina á Flugleiðum að
Agnar framkvæmdarstjóri
kvaðst í ræðu sinni á aðalfundi
félagsins myndu leggja áherslu
á þá miklu fyrirgreiðslu sem
Flugleiðir hafa á undanförnum
árum fengið hjá íslenska ríkinu
- að því að hann telur 500
milljónir króna í ríkisábyrgð,
og tæplega 200 milljónir í bein
framlög, m.a. með niðurfell-
ingu gjalda. Með tilliti til þessa
verður staða Flugleiða innan
minna félagsins enn athyglis-
verðari.
■ Búningsklefar Samtaka Psoriasis- og exemsjúklinga við Bláa lónið hafa verið lokaðir
um nokkurn tíma vegna skemmdarverka. Uppá síðkastið hefur verið unnið að viðgerðum
og stefnt er að því að opna þá aftur í vikunni, - en eingöngu fyrir félagsmenn.
NT-mynd: Sverrir
Aðeins fyrir SPOEX sjúklinga:
Bláa lónið opnað á ný!
■ Undanfarið hefur verið
unnið að viðgerðum á bún-
ingsldefa Samtaka Psorias-
is- og exemsjúklinga við
Bláa lónið, en mikil
skemmdarverk voru unnin
þar af ölvuðu fólki fyrir
u.þ.b. Vi mánuði síðan,
eins og NT greindi frá.
Að sögn Engilberts Sig-
urðssonar úr Grindavík,
sem verkstýrir endurbót-
unum, verður búningsklef-
inn opnaður á ný, nú í
vikunni, en þá eingöngu
fyrir félaga í Samtökum
Psoriasis- og exemsjúkl-
inga. Sagði hann að áður
hefði verið opið fyrir alla
þá sem vildu, en því miður,
vegna hrikalegrar um-
gengni fylliríispakks, þá
væri ekki lengur hægt að
hafa þann háttinn á.
Mikill straumur af fólki
er jafnan í Bláa lónið,
margir ferðamenn gista á
hótelinu og eins koma
margir íslendingar sem
verða að sætta sig við að
skipta um föt útí hrauni.
Þjóðarátak í trjárækt
■ 1 tilefni 40 ára afmælis
lýðveldisins hefur forsætis-
ráðherra ákveðið að skipa
framkvæmdanefnd til að
stuðla að þjóðarátaki f
trjárækt, bæði í þéttbýli og
strjálbýli. Nefndinni er ætl-
að að gera framkvæmdaá-
ætlun um trjárækt í stórum
dráttum, en síðan komi til
kasta sveitarstjórna á
hverjum stað, að ákveða
hverju hrint skuli í verk.
Nefndin verður skipuð eftir
tilnefningu þingflokkanna,
Skógræktar ríkisins, Skóg-
ræktarfélags Islands og
Sambands íslenskra sveit-
arfélaga. Einu laun nefnd-
arinnar verða þau að sjá
árangur starfsins, meiri
skóg.
Ibúasamtök
Vesturbæjar:
Áskorun
til borgar-
stjórnar
■ íbúasamtök Vestur-
bæjar héldu aðalfund ný-
lega þar sem samþykkt
var eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur íbúasam-
taka Vesturbæjar 19. júní
1984 beinir eindreginni
áskorun til borgarstjórnar
Reykjavíkur um að þegar
verði hafist handa um upp-
byggingu aðstöðu og þjón-
ustu fyrir aldraða í Vestur-
bænum og gamla Miðbæn-
um á sama hátt og Reykja-
víkurborg beitir sér fyrir
slíkri uppbyggingu annars
staðar í borginni. í þessum
elstu hverfum borgarinnar
býr hlutfallslega stærstur
hópur aldraðs fólks í borg-
inni; félagsmiðstöð, að-
staða til mötuneytis,
heilsugæslustöð, o.s. frv.
eru þar hins vegar
óþekkt.“
í stjórn samtakanna eru
Arnlaugur Guðmundsson
formaður Stefán Örn Stef-
ánsson, Heimir Sigurðs-
son, Þóra Benediktsson og
Þorsteinn Vilhjálmsson.
Eldur í bíl
■ Ökumaður Range Rover jeppa slapp ómeiddur,
þegar kviknaði í bifreið hans laust fyrir kl. 15 í gær.
Bifreiðin er aftur á móti talin ónýt. Eldurinn varð
skyndilega laus, þegar maðurinn var að leggja
bifreiðinni í stæði við Engihjalla í Kópavogi. Tvær
slökkvibifreiðar komu á vettvang og réðu niðurlögum
eldsins.
60 g af amfetamíni tekin
■ Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu 60 grömm
af amfetamíni á farþega, sem var að koma til landsins
frá Amsterdam síðastliðinn laugardag. Amfetamínið
fannst við venjulega tollleit og hafði maðurinn falið
það í vasa sér. Maður þessi hefur ekki áður verið
viðriðinn fíkniefni. Hann hefur verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 20. júlí.
Gaf Bústaðakirkju
höfðinglega gjöf
■ Höfðingleg gjöf barst nýlega í gluggasjóð vegna
steindra glugga í Bústaðakirkju. Er hún til minningar
um Gunnar Bjarnason frá Öndverðarnesi, en hann
hefði orðið sextugur nú í vor. Eftirlifandi eiginkona
Gunnars, María Arnadóttir, færði kirkjunni gjöfina.
Þá er verið að hefjast handa við smíði klukkuports
við Bústaðakirkju og hefur Þórður Kristjánsson,
byggingameistari, umsjón með verkinu. Klukkuport-
ið teiknaði Helgi Hjálmarsson, sem einnig teiknaði
kirkjuna.
Hækka vextina,
ekki takmarka
■ í viðtali við Jón Sigurðsson forstjóra Þjóðhags-
stofnunar á baksíðu NT á laugardag, um endurskoð-
aða Þjóðhagsspá, er á einum stað talað um að
„takmarka“ vexti þar sem á.tti að standa að „hækka“
vexti, eins og raunar má lesa út úr samhenginu.
A
'W
Lausasólufólk
óskast í dag
og næstu daga.
Mjög mikil sala og
góð sólulaun.
Mætum öll að
Síðumúla 15.
Reykjavík - Akureyri
86300 22537
Hugmyndasamkeppni
a) Nýtt merki fyrir Landsbankann.
b) Afmælismerki í tilefni 100 ára
afmælis bankans.
c) Minjagripur vegna afmælisins.
í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands 1986 býður
bankinn til samkeppni um nýtt merki fyrir bankann,
afmælismerki og minjagrip vegna afmælisins.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum Félags íslenskra
teiknara og er öllum heimil þátttaka.
Fyrir verðlaunahæfar tillögur verða veitt þrenn verðlaun:
a) Fyrir nýtt merki kr. lOOþúsund.
b) Fyrir afmælismerki kr. 60 þúsund.
c) Fyrir minjagrip kr. 40 þúsund.
Afmælismerkið er ætlað á gögn Landsbankans á
afmælisárinu, svo sem umslög, bæklinga o.fl.
Minjagripinn ætlar bankinn til dreifingar til
viðskiptaaðilja o.fl.
Tillögum að merkjum skal skila í stærð 10-15 sm í
þvermál í svörtum lit á pappírsstærð DIN A4.
Keppendur skulu gera grein fyrir merkjunum með texta
og litum.Tillögurnar skal einkenna með sérstöku
kjörorði og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með
í lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar.
Tillögum að minjagripum má skila sem teikningum eða
módeli af gripnum.
Hverjum þátttakanda er heimilt að senda fleiri en eina
tillögu. Skal hver tillaga hafa sér kjörorð og umslög með
nafni höfundar vera jafnmörg tillögunum.
Skilafrestur tillagna er til kl. 17:00 fimmtudaginn
1. nóvember 1984. Skal skila þeim í póst eða til
einhverrar afgreiðslu Landsbankans merktum:
Landsbanki íslands
Hugmyndasamkeppni
b/t Sigurbjörns Sigtryggssonar
aðstoðarbankast j óra
Austurstræti 11
101 Reykjavík.
Dómnefndin er þannig skipuð:
Fulltrúi afmælisnefndar Landsbankans.
Fulltrúi Félags starfsmanna Landsbankans.
Fulltrúi Félags íslenskra teiknara.
Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður aðilja er
Sigurbjörn Sigtryggsson. Keppendur geta snúið sér til hans í
aðalbanka í síma 91-27722, varðandi frekari upplýsingar um
samkeppnina. Dómnefndin skal skila niðurstöðum innan
eins mánaðar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á
tillögum og þær síðan endursendar.
Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar.
Landsbankinn hefur einkarétt á notkun þeirra tillagna sem
dómnefndin velur. Bankinn áskilur sér rétt til að kaupa
hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
LANDSBANKINN